Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
30.01.2015 11:50
tjúbari
29.01.2015 22:17
helv.. Drullusokkar
Á eftir var okkur boðið uppá kaffi og meððí.
Fínt framtak hjá klúbbnum.
Því miður á ég engar myndir af afhendingunni.
29.01.2015 14:06
Scramblerinn hjá Óla...
Hér höfum við fyrir og eftir myndir af tækinu.
Hér er græjan fyrir breytingar, og einhver gamall skápur að þvælast fyrir aftan,, ég meina og Óli flottur fyrir aftan.
Ansi mikil breyting á gripnum.
Töfftöff.
Og eins og við vitum þá er Óli maður sem fer alla leið með hlutina,,,, og hér er hjálmur í stíl.
Það er alltaf gaman að sjá hvað menn eru að gera í skúrnum svona á meðan verið er að bíða eftir sumrinu.
25.01.2015 13:35
10 mest spennandi hjól ársins 2015 !!!
Tíu mest spennandi hjól ársins 2015 ???
Stór fullyrðing en hugsanlega rétt, það mun koma í ljós með tíð og tíma sem og að þegar sérfræðingar mótorhjólablaða hafa prufað þessi hjól og sagt álit sitt, en það er svo að sjálfsögðu kaupendur mótorhjóla sem eiga síðasta orðið.
Og hvað skildi vera fyrsta hjóla á þessum tíu hjóla lista ? Að sjálfsögðu Kawasaki, en svona okkar á milli þá er þetta ekki í neinni röð sem segir til um gæði, útlit eða aksturseiginleika, nei þetta er það sem blaðamönnum eins mótorhjólablaðs finnst, en það er Kawasaki H2/H2R sem er mest spennandi hjólið að þeirra áliti, því þetta er eina hjólið sem búið er þjöppu. Þetta hjól er með supercharger þ.e. þjöppu sem er gírdrifin og snýst þjappan tíu sinnum hraðar en sveifarás. Hjólið kemur í tveimur útgáfum þ.e.a.s. H2 sem er götuhjól en H2R hjólið er brautarhjól. Hjólið er sagt yfir 200 hestar. Það er að sjálfsögðu búið tölvukerfi sem sér um að halda framdekkinu sem mest á jörðinni allavega H2 útgáfunni, fjöðrun og bremsur eru sagðar með því besta sem völ er á. Þetta er spennandi græja og það eru enn til menn hér á landi sem muna eftir Turbo hjólunum sem komu hingað til lands.
Næsta hjól í röðinni er Ducati 1299 Panigale S og þessi tveggja strokka græja er fyrsti Dúkkinn sem er yfir 200 hestar, er sagt 205 hestafla við 10.500 snúninga og togið er 106.7 við 8.750 snúninga. Mótorinn í 1299 hjólinu er með sömu slaglengd og Panigale 1199 hjólið en stimplar hafa verið stækkaðir, þannig að hver stimpill er 4.5 tommur í þvermál (reikna svo). Gráðuhalli á framgaffli hefur verið minnkaður um hálfa gráðu og afturgaffall hefur verið lækkaður um 4mm frá 1199 hjólinu, allt til að bæta nú þegar frábæra eiginleika til aksturs bæði á götunni sem og á braut.
Þriðja hjólið er Yamaha YZF R1 (Hondu aðdáendur eru farnir að hrista hausinn !!) og Yamaha kann alveg eins og allir vilja vita að smíða frábær hjól og þá sérstaklega stærri hjól í þessum 1000cc flokk (superbikes). Þetta hjól er skráð 998 cc og er fjögurra strokka línumótor. Með sérhönnuðum sveifarás og stimpilstengur eru úr titanium, þetta hjól er einnig með stærri ventlum og þjappan er 13.0:1. Hjólið varð til af tilraunum Yamaha manna á brautum heimsins og það kemur með magnesium felgum og ljós eru led ljós, pústkerfi er einnig úr titanium, allt til að halda hjólinu sem léttustu. Hjólið vigtar aðeins 439 lbs. Hægt er að fá hjólið með frábærri fjöðrun frá Ohlins og hún er rafstýrð af tölvukerfi, en af þeirri gerð verða aðeins framleidd 500 stk., svo um að gera að panta strax !!!
Jæja loksins loksins Honda og það er RC213V-S hjólið og þetta er í raun hjól eins og heimsmeistarinn í GP Marc Marques ekur, en hannað til götunotkunar, þ.e.a.s. ef það verður framleitt, en sumir eru efins um að svo verði þó hjólið hafi verið kynnt almenningi síðasta haust á Ítalíu þ.e.a.s. EICMA Mílan sýningin. Aðal ástæða þessara efasemda eru vöntun á raunverulegum tækniupplýsingum um þetta nýja spennandi hjól. Mótor þessa hjóls yrði V 4 og Honda hefur góða reynslu af þeim mótor, en við sjáum til og hugsanlega yrði maður einn sem á RR 1000 Hondu í Eyjum fyrstu til að fjárfesta í græjunni !!
Fimmta hjólið, já annar Dúkki og það er Multistrada 1200S. Stradan er löngu þekkt alhliða hjól sem notið hefur mikilla vinsælda um allan heim. Nýja hjólið er með nýrri útfærslu á mótor= Desmodromic Variable Timing og mun þessi stýring hafa mikil áhrif á afl mótors. Nær útilokað að ventlar fljóti og tog mun aukast þannig að hjólið verður með ótrúlegt tog og mesta aflið um miðbik snúningssviðs. Bensíngjöf er rafmagnsstýrð (ride by wire) og því ætti aldrei að verða hik við fulla inngjöf. Ýmislegt annað hefur verið uppfært þ.e. tölvukerfi hjólsins sem og fjöðrun frá Sachs sem er staðalbúnaður á S hjólinu.
Sjötta hjólið er frá BMW er spennandi græja og eins og oft áður eru Bimma menn með tækni og útlit sem aðrir framleiðendur eru ekki með. Þetta hjól heitir S1000XR og er borið saman við R1200GS hjólið þó kannski ekki sanngjarn samanburður því 1200 GS hentar ágætlega á möl, en 1000XR hjólið er malbikshjól, en samt þá er sumt sambærilegt, stór rúða og ökumaður situr vel uppréttur, mótor er fjögurra strokka línumótor, eins og oft áður er öllu stýrt með tölvubúnaði. Þetta hjól er örugglega frábært í malbikaða fjallavegi.
Ein græja sem kemur sumum á óvart og það er sjöunda í röðinni og er af gerðinni Husqvarna og er kallað 701 Supermoto. KTM á og rekur þetta sænska gamla nafn og þeir stefna á að verða þriðji stærsti framleiðandi Evrópu á árinu 2019. Og þetta nýja 701 Supermotohjól á að vera eitt af hjólunum sem hjálpa á við þann áfanga. Eins og mörg önnur hjól var hjólið kynnt til sögunar á EICMA sýningunni á Ítalíu síðasta haust. Þetta hjól ætti að vera frábært fyrir þá sem vilja spara framdekk, mótor er eins strokka KTM mótor, stærð er 690cc, það er með alvörubremsum, WP fjöðrun á háum gæðaflokki, sem og góðum hjólbörðum. Blaðamenn segja að það verði tekið eftir ökumönnum þessara hjóla í umferð borga, af hverju jú togið er frábært og aflið nóg, þannig að menn eiga örugglega í vandræðum með að halda framenda niðri, sem og að engar beygjur verða teknar án þess að "slæda".
KTM það nafn þekkja örugglega allir "drullumallarar" landsins, nafn yfir gæði og endingu sem og frábær torfæruhjól af ýmsum útgáfum og það situr í áttunda sætinu. Nýja hjólið sem kynnt er til sögunar er meira ferðahjól við hinar ýmsu aðstæður eins og GS bimminn. Þetta hjól heitir 1290 Super Adventure. Það kemur með krúsi, hitahandföngum sem og hituðu sæti, bensíntankur er um 30 lítra (7.9 gallon), hlaðið allskonar tölvubúnaði sem stjórna nær öllu, kemur með WP fjöðrun. Vigtar um 505 lbs og því engin léttavara, græja fyrir alvöru karlmenn (konur). Það kemur með svona brekku haldara svo það renni ekki afturábak í brekkum. Hjólið er borið saman dúkkan Multistrada.
Nú er a.m.k. einn maður farin að spyrja hvað engin súkka í þessari upptalningu ?? Jú hjól númer níu er súkka og kallast GSX-S1000 ABS og ætti að koma í verslanir í heiminum seint á þessu ári. Þessi græja er með svona "streetfighter" útlíti. Er með þessum fræga 1000 mótor en knastás hefur verið útfærður fyrir meira tog og miðjuafl. Svo eru alls konar tölvustillingar til að halda mönnum uppréttu við inngjöf, hægt að stilla aflið í afturdekk á þrjá mismunandi vegu= 1. Byrjandi - 2. Telur sig geta ýmisleg - 3. Nú verður gaman !!! Grind er úr áli, bremsur eru ABS og fljótlega geta áhugasamir lesið samanburð í prufuakstri á þessu hjóli og Kawasaki Z1000.
Hverjum hefði dottið í hug að sjálfur Harley kæmist á þennan lista !! Jú í raun eina ástæðan fyrir því er að hjólið (númer 10) er ekki með hefðbundnum loftpressu V mótor, nei þetta er rafmagnshjól og er kallað Harley Davidson LiveWire. Það er ekki komið í framleiðslu fyrir almenning en blaðamenn hafa fengið að prufa prótótípur af nokkrum útgáfum og þau hjól hafa komið blaðamönnum verulega á óvart með nær allt. Hjólin eru með álgrind og þriggja fasa DC rafmagnsmótor (jafnstraums) og er gefin upp 74 hestöfl og rafhlöður eru lithium. Þar sem aflið kemur allt strax við inngjöf er hægt að reykspóla úr kyrrstöðu langa leið. Hjólin voru með hraðastillingu á hámarkshraða 95 mph og hjólið var ekki lengi að ná þeim hraða. Nær öllum kom þetta hjól á óvart og var líkara venjulegu mótorhjóli en menn bjuggust við. Þetta er engin krúser, nei miklu líkara hefðbundnu sporthjóli, verður spennandi hvort HD framleiði þessa græju fyrir almenning.
Stolið og stílfært af netinu
19.01.2015 00:08
Bísan og Boyer kveikjan.
Það eru komnir í hana nýjir Amal blöndungar og ný Boyer electronísk-kveikja.
Biggi Jóns kom kveikjunni í með mér og Tryggvi hefur einnig hjálpað mér mikið í hjólinu, það er einhvern veginn þannig að bretarnir hafa ekki verið mín deild, en Biggi og Tryggvi hafa stúterað þá svolítið í gegnum tíðina, og að fá aðstoð frá þeim er betra en allar þessar viðgerðabækur og youtube video til samans. En hér er smá videóklippa af gangsetningunni.
Það var mikið rennerí þennan dag og bara gaman af menningunni í kringum þessar hjólbeyglur okkar.
15.01.2015 13:36
Upprifjun frá síðasta sumri
Maggi breti við BSA Lightning hjól, samskonar hjól og hann átti þegar að hann fékk nafnið BRETINN hér um árið.
1/2 Oddgeir, Jón Steinar, Darri og Laugi.
Hér er Biggi á racernum, flottur Nortoninn hjá karlinum.
Óvenjuleg mynd af Bryndísi varaformanni, við Drullusokkar þekkjum hana betur með Pepsi dós í hendi.
Við fengum til okkar nokkra eðalgesti af fastalandinu. Hér er Óskar frá Skagaströnd í góðum félagsskap með eyjamanninum Bigga Jóns.
Hér er fleira gott fólk frá norðurlandi.
Afkomendur Geira heitinns #48 létu líka sjá sig.
13.01.2015 17:06
Nokkrar myndir frá Óla Sveins
08.01.2015 08:23
CBX-inn
Addi Steini og Darri eru þjáningarbræður þegar að kemur að HONDA CBX, og eru þeir búnir að græja sig heldur betur upp til að fá alla þessa tora sem eru í hjólunum til að vinna þokkalega saman.
En ef þeir verða ráðþrota er Stebbi Finnboga alltaf stand by við símann.
Þeir meiga nú eiga það að CBX-arnir þeirra eru orðnir asskoti þíðir.
04.01.2015 14:14
Gleðilegt ár.
Við byrjum árið á þremur myndum úr slúðurheiminum.
Þetta er hedd af tveggja cylendra mótor, hugsanlega breskum.
Jafnvel 850cc Norton.
The race is on (í vor) Honda vs Norton.
21.12.2014 15:11
Dagatal Drullusokka 2015
Út er komið Dagatal Drullusokka fyrir árið 2015. en það verður póstlagt til greiddra félaga eftir helgi. Um dagatalið þetta árið sá Bryndís Gísladóttir varaformaður okkar ásamt Jenna rauða en þau voru dagatalsnefndin þetta árið. Myndirnar koma flestar úr safni gamla kvikindisins.
20.12.2014 09:50
Jólahittingurinn....
Í kvöld 20.desember, ætlum við Drullusokkar að hittast í gullborgarhúsinu upp úr kl 18:30
Þetta verður bara spjall á léttu nótunum, aðal umræðuefnið verður að sjálfsögðu blöndungsstillingar á Honda CBX1000, ásamt öðru uppbyggilegu Honda-spjalli. Addi Steini og Darri byrja kvöldið á fyrirlestri um CBX-blöndunga en þegar líða fer á kvöldið mun Stebbi Finnboga vera með fyrirlestur á Skype fyrir lengra komna og fræða okkur enn meira um blöndungana, uppbyggingu, stillingar ofl. Svo að fyrirlestrum loknum, snæðum við á jólaflatbökum og skolum þeim niður með drykkjum af ýmsu tagi.
ATH. Það er bannað að ræða um samgöngumál, þetta á að vera skemmtilegt.
Kveðja
Stjórnin.
20.12.2014 09:44
Brandarahornið.
Ökumaður Hondu mótorhjóls kom að Gullna hliðinu og þar tók Lykla-Pétur á móti honum og spurði Hondu eigandann af hverju hann ætti að komast innum Gullna hliðið ??
Sko sagði Hondu eigandinn ég var að aka í rólegheitum uppí sveit og sá þar hóp manna sem höfðu stöðvað Harley hjólin sín og þeir litu sko skuggaleg út, allir í tattoo og klæddir leðurvestum og ég sá að þeir voru að "kássast" uppá unga stúlku svo ég stöðvaði Honduna mína og gekk að þeim stærsta og vígalegasta sló hann hnefahöggi í andlitið, reif nefhring hans úr nefinu, velti við Harley hjólinu hans og öskraði á hann: Ef þú lætur stelpuna ekki í friði þá lem ég þig í buff !!
Lykla-Pétri fannst þessi Hondu eigandi vera hetja og spurði hann: Hvenær gerðist þetta góði minn ??
Hondu eigandinn svarar um hæl: Bara rétt áðan !!!
17.12.2014 23:18
á ís.
16.12.2014 23:52
CB650 1981
Fyrir.
Eftir.
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember