M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

21.06.2012 11:51

Fundur í kvöld


Minni á fimtudagsfund okkar í kvöld kl 20,00 í Gullborgarkró. Þar verður farið yfir væntanlega ferð okkar á Snæfellsnesið um helgina en spáin er eins og áður sagði góð



Læt eina fljóta hér með frá fundi í vetur.



Öldungadeildin spáir í spilin



Hér er svo ein frá ferð Drullusokka í Borgarnes þegar Raftar heldu árlega mótorhjólasýningu sína, þarna var bautt en nú er bara lofað brakandi þurki.

20.06.2012 19:43

Travis Pastrana.

Hér er klippa úr heimildarmynd um Travis Pastrana (199 lives).
Í klippunni stekkur gaurinn tvisvar á mótorhjóli ofan í Miklagljúfur, sem er bara nokkuð svalt.


20.06.2012 00:04

Snæfellsnesið á laugardaginn.


Jæja það er bara góður áhugi fyrir ferð okkar Drullusokka næstkomandi laugardag en fyrikomulag ferðarinar er á þann hátt að við sem búum í Eyjum tökum Herjólf upp á land fyrstu ferð á laugardaginn og hittumst svo á Select bensínstöðini við vesturlandsveg kl 12,00 og leggjum svo í hann vestur fyrir kl 13,00. Það eru 15 heitir fyrir ferðini en gist verður eina nótt í Grundarfirði og dólað svo aftur í bæinn á sunnudeginum, spáin fyrir helgina er bara nokkuð góð og hægviðri og engin rigning í kortunum.
Ef það eru einhverjir að spá í þetta með okkur þá endilega hafið samband hér og höfum bara gaman af því að vera til.


Stjórnin.

18.06.2012 20:39

Oldwing burn......


Við höfum nú fengið allskonar myndir af allskonar æfingum hjá formanninum á hjólunum sínum í gegnum tíðina, en hvenær fáum við "burn out" mynd af honum á Gold-Wingnum (Old-Wingnum,Goldfingernum,stóra Daxinum eða what ever.)

Það er eins og gæinn á myndinni hér að ofan hafi fest hausinn í aparólunni.

17.06.2012 19:27





17.06.2012 10:56

Enn er gamli að paufast við prjón




Já hér er ein sem búið er að gera svart hvíta af sokk # 1 þótt myndin sé ný þá er kallin orðin gamall og hjólið líka og spurning hve lengi hann getur staðið í þessu þótt 750 sé enn spræk sem ungur foli..



Læt eina í lit fylgja með, enda gamli ánægður með æskuástina sína  750 Fourinn sinn.

14.06.2012 19:27

Meira af Binna og Erzberg

Binni tók með sér GoPro vélina og tók upp nokkrar klippur, en hér er video af fyrri tímatökudeginum. Videóið er 14 mín.  og virkilega gaman að horfa.

13.06.2012 15:43

Ótitlað

Til sölu Honda Elsinore árg. 76





Ég er með þessa glæsilegu Hondu til sölu. Uppl. í síma 8984334 Dr.Bjössi.... nánari lýsingu er að finna á Kvartmíla.is  sláið bara inn elsinore í search og þá kemur það :)

13.06.2012 09:03

Með Reyni Pétri í Grímsnesi






Það var ekki amalegt að fá göngugarpinn Reyni Pétur í heimsókn, kallinn er í fanta formi þótt orðin sé 62 ára gamall.

12.06.2012 17:29

Knútur Kjartans # 84 kominn á 1100 Hondu




Þá er Knútur Kjartansson sokkur # 84 kominn með 1100 Hondu myndina sendi okkur Guðmundur hirðljósmyndari drullusokka á Reykjavíkursvæðinu og þökkum við það.

12.06.2012 11:24

Hjörtur Jónasar á Triumph Tiger 650 í heimsókn.






Hjörtur Jónasar leit við í bústaðinn á Triumph Tiger 650cc árg 1972 en þetta hjól átti nýtt mágur hans Haukur Richardsson

10.06.2012 22:00

Binni Ben Erzberg-fari.


Hér eru Binni og Hermann að sýna hið klassíska kúkaprjón


Binni Ben lét heldur betur drauminn rætast. Hann skráði sig í vetur í enduro keppni í Austurríki nánar tiltekið Erzberg-rodeo ,þessi keppni er talin erfiðasta enduro keppni heims og ef keppanda listinn er skoðaður sjást þó nokkur heimsþekkt nöfn s.s David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton og Binni Ben.Á svæðinu eru svo á milli 45-50.000 manns.
Keppnin er í fjóra daga og kláraðist í dag.
Binni sendi hjólið sitt sem er af gerðinni GasGas 300 (og hefur hlotið nafnið Hermann) út með Eimskip og flaug sjálfur ásamt Jóni Högna liðsstjóra og viðgerðarmanni til Þýskalands þar sem tekinn var sendibíll á leigu, hjólið pikkað upp og brunað til Austurríkis þar sem keppnin hófst á fimmtudaginn með brekkuklifri, þrjár illfærar brekkur voru þrautir dagsins þar sem Vestannaeyjingurinn þaut upp þær allar og endaði nr ca. 250 af 500 keppendum. Á föstu-og laugardaginn fóru fram tímatökur þar sem 1500 manns keppast um að ná sem bestum tímum því að aðeins 500 manns komast svo í lokakeppnina á sunnudeginum, keyrður var þá 13 km kafli og þar náði Binni markmiði sínu þ.e.a.s. að komast í lokakeppnina, hann var nr. 499 af 1500 en eins og áður sagði þá komust fyrstu 500 í lokakeppnina sem haldin var í dag.

Hermann klár í ferðalagið (mynd tekin af http://erzberg.blogspot.com/2012_05_01_archive.html)

Sú keppni er keyrð í 4 klst. og reyna menn að komast á leiðarenda á þeim tíma sem er alls ekki sjálfsagður hlutur, þess má geta að aðeins 9 manns kláruðu brautina í fyrra. Keppnin var reyndar flautuð af þegar að um 25 mín. voru eftir af henni í dag vegna veðurskilrða.En Binni kláraði í 371. sæti sem verður bara að teljast frábær árangur. Þetta gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig þar sem hjólinu var stolið á föstudagskvöldinu, en eftir dágóða leit með hjálp öryggisvarða og lögreglu fannst Hermann greyjið nánast óskemmdur og þjófurinn handtekinn. En Binni náði ekki nema 4.tíma svefni þá nóttina.
Við Drullusokkar óskum Binna til hamingju með drulluflottan árangur í drullumallarakeppninni.

Hér er svo samantektarvideo frá keppninni í fyrra.


10.06.2012 21:28

Upp í Grímsnesi um daginn.




Hér eru tvær myndir teknar upp í Hraunborgum í síðustu viku þarna er félagi Símon Þór Wagfjörð # 34 í heimsókn  á Triumph Rocket hjóli sínu en það komu fleiri sem ég kem með seinna.



Hann er góður Rocketinn enda 2300 cc mótor um borð.

09.06.2012 11:06

Nýja og gamla lúkkið á Gold Wingnum



Hér eru bæði settin á gamla það er nú mun líflegra yfir honum með bláa litinn en kíkjum aðeins á þetta.





Hér í gamla svarta lúkkinu.





Og svo hér í nýja litnum, þetta er flott unnið hjá Sæþóri í Bragganum enda er hann löngu orðin profesional málari.
Sennilega er ekkert mótorhjól á landinu sem gegur undir fleirri nöfnum en þetta. Tökum smá dæmi með það. Fyrir norðan er það Svampurinn, hér í eyjum er það stóri Daxinn. Sumir segja Óld Winginn, og svo kórónar bókabúðin það því hún kallar það alltaf Góldfingerinn. En hvað um það þá er gamli flottur og frábær ferðafélagi.
Flettingar í dag: 564
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787576
Samtals gestir: 55899
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:43:39