M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.10.2015 16:16

Honda Dax

Draumahjól ungra (í anda) manna.

06.10.2015 14:36

Ótitlað

                               Meira af myndum.



                     .

05.10.2015 18:27

Ótitlað

                          Er ekki komin tími á myndir

Vantar nöfn og ár einhver?

14.09.2015 09:35

Frá aðalfundi

Aðalfundur klúbbsins fór fram síðastliðinn laugardag í sumarblíðu.
Dagurinn byrjaði með hittingi við Skýlið kl 16, þaðan var keyrður góður rúntur um eyjuna, samtals 26 hjól, næstum allt gekk vel í rúntinum kannski utan við að einn meðlimur klúbbsins stytti hjólið hjá sér um 2-3 tommur á miðjum Strandveginum.
Næst var hittingur í Gullborgarkrónni þar sem aðalfundurinn fór fram, á meðan á fundarhöldum stóð fíraði Kári Fúsa uppí grillunum. Síðan var étið, já og drukkið mismikið samt. Maturinn var flottur hjá Kára, úrbeinað lambakjöt í kryddlegi með kartöflu- og hrásalati, og val um pipar- og/eða bernaisesósu.
Móttakarinn sat í upphækkuðum hægindastól en við hin á trébekkjum, flott kvöld með allskonar skrýtnu fólki.

Það sem kom útúr fundinum var að stjórnin verður sú sama utan við að Jenni dregur sig úr stjórn og Daddi kemur inn í staðinn.

Ársgjaldið í klúbbinn verður hækkað úr 5000kr í 7500kr, í upphafi var talað um að halda ársgjaldinu á sama verði og líter af vodka, eftir stranga verðkönnun og útreikninga gjaldkerans, var komist að niðurstöðu um að meðalverð á liter af vodka er 7500kr.

Hugmynd er að desemberhittingi þar sem Geir Jón og Simmi  myndu segja frá route66 ferðinni sinni með myndasýningu og leikrænum tilburðum.

Stefnt er að 10 ára afmælissýningu á mótorhjólum meðlima klúbbsins, næsta vor ásamt meðfylgjandi fjöri, stjórnin þarf að finna dagsetningu fljótlega svo fólk geti tekið helgina frá.

Gústi lögga (Ágúst Birgisson) fékk inngöngu í klúbbinn og hefur hann fengið númerið 50, við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn í félagsskapinn.

Stórnarmeðlimir eru:
Darri formaður.
Bryndís varaformaður.
Siggi Óli (Jóakim)  gjaldkeri.
Sæþór.
Hermann.
Daddi.

Við þökkum fyrir nýliðið Drullusokkaár og hlökkum til þess næsta með von um gott veður og góða þátttöku.

Kv. Stjórnin. 

10.09.2015 15:33







Laugardagurinn 12.09.15





  • Mæting í Skýlið við Friðarhöfn kl 16:00 á hjóli, þaðan förum við í hópakstur um eyjuna kl ca 16:15. Veðurspáin lítur vel út.


  • Kl 17:30 verður aðalfundur Drullusokka settur í Gullborgarkrónni bakvið Braggann.


  • Um kl 19:00 verður boðið uppá grillmat og stór í dós á 500kr.


Vonumst til að sjá sem flesta.

09.09.2015 19:02

Um aðalfundinn



Jæja nú er að líða að aðalfundi, hann verður með svipuðu sniði og áður. Við förum yfir ársskýrslu og atburði Drullusokkaárs sem er að líða, einnig þarf að kjósa í stjórn og ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt í stjórnarstarfi þá endilega gefið ykkur fram í það.
10 ára afmælisár er framundan hjá okkur, við gerum kannski eitthvað í tilefninu.
 Svo þurfum við að finna útúr vefsíðumálum, þessi síða er orðin úreld að mörgu leiti, spurningin er hvernig við tæklum þau mál.
 
Það koma frekari upplýsingar um fundinn á morgun, vonandi sjáum við sem flesta.

Kveðja
Stjórnin.

25.08.2015 08:39

Aðalfundur Drullusokka 2015



Aðalfundur Drullusokka verður haldinn í Gullborgarkrónni (bakvið Braggann) í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. september næstkomandi.

Farið verður yfir Drullusokkaárið sem er að líða, komandi Drullusokkaár, ársreikning, kosið verður í stjórn og ýmis önnur málefni rædd.
Ef þú liggur á hugmyndum og/eða skoðunum þá hvetjum við ykkur til að mæta og tjá ykkur.

Vonumst til að sjá sem flesta (helst í góðu skapi)
Kveðja Stjórnin.

30.07.2015 08:40

Þjóðhátíðarrúnturinn

Tjöldunin í Herjólfsdal er í fjórum hollum, frá 11-12, 12-13, 13-14 og endað á efri byggðum frá 14-15, .
Við verðum að taka tillit til þess að fólk er að græja sig í dalnum, við förum því af stað um kl 14 frá Friðarhöfninni og vonum að Þingholtararnir verði fljótir að tjalda og nái okkur á rúntinum.


Gleðilega þjóðhátíð.

29.07.2015 17:53

Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð









Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð er á morgun,,, fljótt að líða maður,,, shiiit.
Þá er tilvalið að hittast í Friðarhöfninni uppúr kl 13:00 og taka smá hring saman.

Sjáumst þá.......

14.07.2015 00:10

Hjóladagar 2015 á Akureyri um næstu helgi

Stóra hjólaferð ársins

Við erum nokkrir harðir hjólarar úr Drullusokkum og Göflurum sem ætlum norður á Akureyris um næstu helgi. Nokkrir okkar ætla að fara suðurleiðina á fimtudagsmorguninn og verður lagt af stað frá Landeyjarafleggjara kl 09,30 næsta fimtudag og gist á Egilstöðum. Hjólað svo á Akureyri á föstudags morguninn. Nokkrir ætla að fara á föstudagsmorgni vestur fyrir og taka alla leið norður og ættu að verða á svipuðum tima á Akureyri og við sem förum austur fyrir landið. Veðurspáin er nokkuð góð í ferðalagið en gæti orðið svolítið kalt fyrir norðan. Sumarið er stutt og um að gera að fara eitthvað meðan enn er
 " SUMAR " á fróni og ekki rigning í kortunum.

En koma svo þeir sem vilja hinir sitja bara heima og bíða eftir snjónum sem styttist óðum í.

 

Hér er ein tekin í ferðini í fyrra. Þá var gaman og er ætlunin að endurtaka fjörið í ár.
Flettingar í dag: 3871
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291321
Samtals gestir: 80594
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 08:44:36