Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
05.09.2013 08:28
Brunapistill #2
Takk Óli !!!
Hjólið er ruddalegt, slip on kúta og þá er verkið fullkomnað.
Kawasaki ZX-14R ABS 2013, mótorhjól fyrir fullorðna
Það hefur verið smá della fyrir smærri mótorhjólum undanfarið, það er að segja allavega sum mótorhjólablöð og þessi "minni" hjól hafa í raun skilað öllu sem venjulegur hjólamaður þarf, er það ekki ?!, þarna er verið að tala um 600-750cc hjól. En svo eru það menn já og konur sem vilja alvöru græjur milli lappa sér ef segja má svo. Eyjamenn (suðureyjan) hafa í gegnum árin nær oftast átt öflugustu hjól landsins, þó að mig minni að lengsti vegur á eyjunni sé 3 km !!! En snúum okkur að Kawasaki ZX-14R með ABS, þarna er á ferðinni ofurhjólið frá Kawasaki og Busu eigendur standa og horfa á með tárin í augunum ! Að sjá virðist Zetan vera risastór og þunglamaleg, þá aðallega útaf því að hjólið er hulið plasti sem blaðamenn segja séu eins og "fairingar" á geimfari. Hjólið viktar lítil 591 pund (reikna svo), er með tveimur stórum hljóðkútum sem virðast líka betur eiga heima á geimskipi. En látum ekki útlitið plata okkur því um leið og hjólið er komið af stað gleymist allt sem snýr að þyngd og já frekar þungu yfirbragði. Undir þessu öllu er ofurhjól sem fer ¼ míluna undir 10 sekúndum, nú er Darri farin að brosa. Hjólið er sagt höndla virkilega vel og mjög lítið mál að halla því það hressilega í beygjum þannig að standpedalar snerti malbik og það hressilega. Ztan er sögð mjög þægileg í akstri og ásetu, eina mínútuna er þetta flott ferðahjól svo þá næstu hörku racer geri aðrir betur. Aflið kemur inn við um 3500 rpm og byrjar virkilega að taka við sér í 5000 snúingum að rauða strikinu í kringum 11000 snúninga, vélin er sögð um 200 hestar og nákvæm CC stærð er 1441. Vél hjólsins er sögð eins og hljóðlát túrbína og eins sú þýðasta á markaðinum í dag, tog er sagt 120 lbs. ft. semsagt vikilega gott já við erum með 1400cc þarna, togar hressilega frá kyrrstöðu í top, hvergi dauður punktur. Þeir sem hafa ekið hjólinu segja að hröðun hjólsins sé á við fíkn, manni langi alltaf í meira og meira. Hámarkshraði er sagður 186 mílur og ökuskírteinið nær alltaf í hættu því það finnst mjög lítið fyrir hraðanum því vindhlífar eru virkilega góðar. Það eru ýmsar stillingar á hjólinu til að stilla kveikju, afl, og átak til afturhjóls (traction control og ABS). Ztan á jafnt heima á svæðum þar sem mikið er af beygjum og sem venjulegt ferðahjól. Það þarf lítið að taka á hjólinu inní beygjur og ökumanni finnst hann í raun vera á miklu minna hjóli. Heldur mjög vel línu gegnum þröngar beygjur og virkar aldrei yfirþungt, en munum þetta er ekki 600 hjól nei hér erum við á 1400cc hjóli. Útúr beygjum vantar aldrei afl og eflaust fáir sem getað notað allt afl hjólsins. Á hraðbrautum (Helgafellsbraut !!) er hjólið einnig á heimavelli og nær engin titringur uppí stýri né standpedulum, sætið er þægilegt og góð áseta fyrir jafnvel hærri menn/konur, þú situr sem sagt ekki með hné við eyru, frekar í afslappaðri stöðu í smá framhallandi stöðu. Þó framrúða sé frekar lág þá skýlir hún ökumanni nokkuð vel, jafnvel þó hraði sé komin vel yfir löglegan hraða hér á landi. Stillanleg fjöðrun Zetunnar gefur þér nær alla möguleika að stilla fjörðun þannig að hún henti til allra ferða. Fer vel yfir hraðahindranir sem og ójöfnur í malbiki og þar skilar þyngd hjólsins sér vel ef segja má svo. Ztan er sögð "hegða" sér mjög vel við nær allar aðstæður jafnvel í hægum akstri innanbæjar, ekkert hikst eða kippir við inngjafir alltaf mjúkt. (innskot: sumir eru farnir að halda að þessi skrif séu pöntuð af Darra !!). Jafnvel þegar tekið er á inngjöf eins og þegar Tryggvi tók í hjól sonar síns hér um árið, þá má segja að Ztan fari frá því að vera lamb í urrandi úlf, en samt aldrei neitt sem ökumaður ætti ekki að ráða við, ja flestir og svo má eins og áður getið notað stillingar aflgjafar o.s.frv. Bremsur eru sagðar mjög góðar og með ABS, Nissin caliberar taka utanum 310mm hálf fljótandi diska að framan og það má taka hressilega í frambremsu án þess að hafa áhyggjur af því að renna til eða fara á hausinn. Kawasaki verksmiðjurnar hafa náð fram undraverðum árangri ekki bara í afli heldur líka bensíneyðslu,hjólið er sagt fara með gallon (ca. 4 ltr.) á 40. mílum ef ekið er skynsamlega, svona eins og Sæþór að öllu jöfnu ! Bensíntankur er sagður 5.8 gallon (rúmir 20 ltr.). Gírkassi er 6 gíra og tengdur við "slipper" kúplíngu svo skipta má niður hressilega án þess að læsa afturdekki. Kúpling sögð mjög létt í átaki, eins og áður sagt er fjöðrun stillanleg á þrjá vegu bæði framan og aftan, ekki neinar brautarstillingar hérna en henta Ztunni mjög vel. Sumir segja að minna sé betra en hér á það alls ekki við, hér er komin græja sem sumir kalla Busubana, en erlendir blaðamenn kalla Ztuna frábært hyperbike. Svo er bara skoða nákvæmlega allar tæknilega tölur á netinu áður en eitt stk. Zta er pantað. (til eyja).
Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni # 173
04.09.2013 19:42
Fyrrverandi formaðurinn
Eftir svaðilförina á Oldwingnum í bakkafjöru dreif hann sig í að modda græjuna upp, og getur hann ekki beðið eftir að prófa að þeysast um sandana í leit af handónýtum skipsflökum.
Hér er afraksturinn hjá karlinum, ekki slæmt.
Þessi náðist svo af svampnum á gamla hitaveitusvæðinu, þar sem Andri (sem rak Fjöruna um árið) var einmitt að mynda Volvo-inn sinn.
03.09.2013 14:13
Brunapistill #1
Aftur til fortíðar með Hondu CB 1100
Það eru nokkrir núlifandi Íslendingar sem muna eftir fyrsta ofurhjólinu frá Japan er það ekki, eða allavega hafa lesið um það þegar það leit dagsins ljós, við erum að tala um Hondu CB 750, fjögurra cylindra mótorhjól, einum yfirliggjandi knastás, fjórum blöndungum, rafstarti og diskabremsum að framan, fjórir hljóðkútar ofl. Þetta var árið 1968 þegar hjólið var kynnt á sýningu í Japan nánar tiltekið Tokyo var kallað KO. Gefið upp 68 hestafla og hámarkshraði sagður 125 mílur ?. Aumingja bretarnir vissu ekki hvað var að gerast komið ofurhjól og það lak ekki einu sinni olíu !! Maður einn í Vestmannaeyjum segir reyndar að þetta sé eina alvöru mótorhjólið í heiminum, svo kom Kawasaki Z1 nokkrum árum seinna og skildi Honduna eftir í rykmekki en það er nú önnur saga. En snúum okkar að endurfæddri CB Hondu sem er 1100 cc (í raun 1140 cc), tveir yfirliggjandi knastásar, 16 ventla og bein innspýting, með tvöföldum diskabremsum að framan og einum að aftan hægt að fá það með ABS, fimm gíra kassa, 18 tommu felgum, pústkerfið er fjórir í einn. Lúkkið á hjólinu er fortíðin eða eins og flestir vilja sjá mótorhjól er það ekki, þ.e.a.s. við viljum sjá mótor, pústið já bara alla þessa fallegu hluti sem ekki sjást þegar þeir eru faldir með plasthlífum, en allt er þetta smekkur manna. Prótótýpa þessa hjóls var sýnd árið 2009 og síðan selt almenningi í Japan og Ástralíu, en við hin þurftum að bíða aðeins. Þeir sem prufað hafa hjólið segja það ja svona tímalaust í útliti. Áseta er sögð góð og hlutlaus ef segja má svo. Hjólið dettur í fyrsta gír og mjög gott er að skipta því, eins og reyndar á við um flestar Hondur. Aflið og þá sérstaklega tog er mjög gott, hestöfl sögð vera í kringum 80 plús sem er ágætt fyrir hjól sem vigtar um 540-550 pund (reikna svo !) Ekki háar tölur en ef þetta dugar ekki þá bara fá sér CBR 1000 eða eitthvað annað. Bremsur virka vel, en diskar að framan eru 296mm og caliberar eru frá Nissin, hægt er að stilla framfjöðrun, en sagt er að hún mætti vera betri. Gott er að halla hjólinu í beygjum þó meira vinstra megin því þar er engin hljóðkútur. Menn eru almennt sammála um að þetta sé eitt best heppnaða "retróhjólið" í mörg ár, en það er samt með öllum nútíma græjum. CB 1100 ætti að koma til Íslands fljótlega og gaman verður að sjá það í raun og veru. Hugsanlega fer fyrsta hjólið til Vestmannaeyja hver veit, mörg fyrstu ofurhjólin fóru þangað.
Þverhaus (Ólafur R. Magnússon)
Núna eru þeir í Bernhard ehf búnir að fá 4 stk. og gaman að segja frá því að það eru tvö seld og bæði hjólin eru í eigu Drullusokka, annað í Eyjum (Sigurbjörn) og hitt á norðurey (Grétar Jóns)
02.09.2013 23:07
Jæja smá fréttir af aðalfundinum
En fundurinn fór vel fram og hin ýmsu mál rædd. Það varð smá uppstokkun í stjórninni og eftir uppstokkun lítur stjórnin svona út :
- Formaður - Darri
- Varaformaður - Viggi Gúmm
- Gjaldkeri - Siggi Óli
- Meðhjálpari - Jens K.M.J.R
- Sendiherra á norðurey - Hermann Haralds
- Síðustjórnun - Sæþór, Tryggvi, Viggi, Siggi Óli, Hörður Snær, ásamt innsendum pistlum frá öðrum góðum mönnum. (Svo ef fleiri hafa áhuga á að taka þátt í djobbinu, endilega hafa samband, þó að það sé ekki nema ein og ein grein.)
- " Sérstakur " (ráðgjafi) - Tryggvi
Það verða þrjár fastar ferðir farnar næsta sumar ; Hjóladagar á Akureyri og Samförin með Göflurunum og ein ný; Kvartmíludagur í Hafnafirði ( meira um það hér að neðan ) svo að sjálfsögðu verður einhverjum ferðum bætt inn í dagatalið sérstaklega ef útlit er fyrir gott veður. E-ð var talað um dagsferð í bakkafjöru næsta vor þar sem Tryggvi ætlar að testa Goldfingerinn á nýju skóflunni.
Kaffifundirnir verða áfram á fimmtudagskvöldum.
Aðalfundirinn verður framvegis haldinn síðustu heilu helgina í ágúst.
Hugmynd var um einhverskonar hjólahelgi í Eyjum, með dagskrá t.d. grill, útisýningu, einhverskonar spyrnu eða börnáti, svo eitthvað sé nefnt. Góð hugmynd sem vert er að skoða og þróa betur (hugmynd á frumstigi, engin niðurstaða komin enn).
Kvartmíludagur á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Samþykkt var að klúbburinn myndi leigja brautina í einn dag/kvöld næsta sumar, leiguverðið er 100.000kr. Gæti orðið skemmtilegt að fá tíma á græjuna sína, prófa ljósin og fá smá reis-fíling, um að gera fyrir alla að vera með. Það er jafnvel inni í myndinni að Gaflararnir leigji brautina með okkur sem yrði bara enn skemmtilegra. Sigurjón Gaflara-sokkur eða Drullu-gaflari ætlar að aðstoða okkur við að skipuleggja þennan dag.
Ef félagsmenn hafa ekki borgað árgjald í tvö ár þurkast þeir sjálfkrafa úr félaginu.
Félagsgjald verður óbreytt = 5000kr.
Þetta er svona það helsta sem kom upp af viti á fundinum, næst voru nokkrir baukar opnaðir og förinni heitið á Conero til Stebba, þar sem við borðuðum, sumir samt meira en aðrir. Næst var haldið í nöðrukot á Strandveginum þar sem var spjallað og bullað fram á nótt.
Takk fyrir samveruna Drullusokkar.
27.08.2013 08:42
Aðalfundur Drullusokka 2013
Eins og komið hefur fram áður að þá verður aðalfundur drullusokka fyrir árið 2013 haldin næskomandi laugardag í Gullborgarkró kl 1800. Svo gerum við eitthvað skemtilegt saman að vanda förum út að borða og opnum nokkra bauka og tökum smá bull saman . Það verður vonandi veður fyrir Herjólf svo félagar ofan að landi komist, en það eru þó nokkrir búnir að boða komu sína á fundinn
Með kveðju stjórn Drullusokka MC.
27.08.2013 08:37
Svampurinn fastur í sandi.
Það mátti litlu muna að ég hefði mist af síðustu ferð Herjólfs í gær, en ég hélt að gamli Góldfingerinn minn væri upplagður í að fara í fjöruferð við Landeyjar, Þetta gekk bara vel í fyrstu en svo sökk blessaður Daxinn en hann er stór og þungur og ekki viðlit að ná honum upp einn, svo gamli þurfti að labba töluverða leið til baka að Herjólfshúsinu og sækja sér aðstoð við að koma Old Winginum á flot aftur, og náði ég að komast um borð í tæka tíð. Það hefði ekki verið flott að þurfa að sofa á sandinum og bíða eftir að Herjólfur kæmi aftur um morguninn.
Hér situr 300 kílóa hlúnkurinn á mótornum og ekki viðlit að hreifa hann einn.
En mikið djöfull getur kallinn nú verið ruglaður. Enda mikill munur á krossara og Gold Wing
26.08.2013 15:47
Kvartmíla
10:30 Pittur lokar
11:00 Fundur með keppendum
11:15 - 12:10 Æfingarferðir
12:10 Tímatökur hefjast
13:20 Tímatökum lýkur
13:20 - 13:50 Hádegishlé
13:50 Keppendur Mættir við sín tæki
14:00 Keppni Hefst
15:30 Keppni lýkur - Kærufrestur Hefst
16:00 Kærufrestur liðinn
16:30 Verðlaunaafhenting á pallinum
26.08.2013 09:36
Meira af Samförini.
Það var fjölmennt í samför okkar Drullusokka og Gaflara á laugardaginn þrátt fyrir að veður væri ekki alveg upp á það besta en við vorum á 40 hjólum. Það rigndi ekki á okkur en það var oft úði og þetta slapp allt vel og allir komust heilir heim af aflokini ferð sem var bara flott í alla staði. Þetta er í þriðja sinn sem við förum svona dagsferð saman og fjölgar í henni ár frá ári. Set hér inn nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Fyrst er hér mynd af hópnum eftir þvílíkt Humarsúpu át hópsins og þurfti að laga sérstaklega meira af súpu enda á meðal oss margir mathákar í toppklassa.
Í Þorlákshöfn fundum við Ragga Power gamlan mótorhjóladút í toppklassa en Raggi var einn af þeim í harðari kantinum hér í den. Það má segja að allir á myndini hafi verið alvöru 750 hondu menn á lífsleiðini og flestir z1 900 Kawakallar líka.
Djöfull standa þeir sig vel þessir, það má nú segja. Frá vinstri Óli bruni. Daddi trukkur, Sigurjón yfirgaflari og Gulli gjalkeri og 750 eigandi.
Það er ekki mikið um að þrír bræður séu í drullusokkum en hér eru samt Valli, Guðni og Bergur allir sokkar með stæl.
Hér höfum við Dobúl Wogs, Þorsteinn og Símon Waagfjörð.
Þrír sokkar. Tóti Man, Arnar og Stebbi.
Símon. Hilmar, Kári og Gauji.
Hér eru gamlir skipsfélagar af Náttfara RE 75 Gummi Dolla og Arnar Sig.
Hér eru svo Höfuð og Hendur Gaflara Sigurjón og Gulli. Kem með meira síðar úr þessari fínu ferð okkar.
25.08.2013 12:56
Samförin
Ég setti heimsmet í sauðshætti hvað myndavélina varðar í gær, byrjaði á að gleyma minniskortinu heima, en Tryggvi reddaði mér öðru, en þá gleymdi ég vélinni í gangi í töskunni hjá mér þannig að hún var batteríslaus, húrra fyrir mér.
En ég tók nokkrar myndir á símakvikindið og svo tók nr 1. með e-ð af myndum.
En takk kærlega fólk fyrir flottan túr.
Svo er það aðalfundurinn næst, laugardaginn 31.08.13.
Sjáumst þá.
Þorlákshöfn.
Fyrir utan kaffihúsið á bryggjunni í Grindavík þar sem svangir hjólarar slátruðu 200 lítrum af humarsúpu.
Stopp við "landamærin"
Hér erum við stopp í Garðinum
Blade-ið virðulegt við vitann....
23.08.2013 18:50
Samförin á morgun.
Í fyrramálið ætlum við nokkrir að fara með fyrstu ferð með Herjólfi og halda okkar striki með ferðina en það vill svo skríngilega til að það spáir þuru á Reykjanesinu. Við sameinumst svo Göflurum í Þorlákshöfn um hálf ellefu leitið og ættum að geta þá lagt í hann um kl 1100. Þetta gæti orðið síðasta ferð sem við plönum að fara saman fyrir haustið sem er snemma á ferðini þetta árið. Við reynum svo bara að gera þetta Drullu Gafla gaman saman.
22.08.2013 19:59
Jæja, smá hugleiðing....
Eitt af þeim málum er framtíð okkar ágætu heimasíðu, hvað vilja menn gera í þeim málum ?
Heimsóknirnar eru yfirleitt um 200 á dag sem þykir ágætt á okkar mælikvarða enda er síðan yfirleitt uppfærð 6-7 sinnum í viku en samt sem áður tjá menn sig ekki mikið hér, en kannski er þessi tegund af heimasíðu bara að deyja út, maður spyr sig.
En ég er búinn að vera í þessu heimasíðu "djobbi" síðastliðin tvö ár og hef oft haft gaman af, en tíminn sem fer í þetta er sjálfsagt meiri en margan grunar.
Tryggvi hefur verið duglegur að setja inn færslur með mér (og hann sjálfur frá stofnun síðunnar).En staðan er þannig hjá mér að ég er orðinn svolítið hugmyndasnauður og þá er ekki eins gaman að þessu, ég vill alls ekki að síðan fari að dala þannig að mín hugmynd er að fleiri yrðu virkir í færslum á síðunni, ef það yrðu 5-6 manns sem kæmu að síðunni þá yrði hún fjölbreyttari og skemmtilegri og hver og einn þyrfti ekki að eyða ótæpilegum tíma fyrir framan skjáinn í "færslusköpun".
Þannig að á næsta fundi gef ég ekki kost á mér í vefsíðugerð nema að....... fleiri séu til í að taka þátt í djobbinu með okkur Tryggva.
Ég er til í að taka þátt í svona samvinnu því að síðan sem og síðustjórar verða þreytt/ir ef djobbið hvílir aðeins á tveimur meðlimum.
Vonandi taka menn vel í þessa hugmynd eða koma með aðra miklu betri hugmynd á aðalfundinum. Já eða í athugasemdum hér fyrir neðan.
Virðingarfyllst
Sæþór....
19.08.2013 23:43
Nýr Busu-sokkur
Yoshimura slip on kútar....................
Sko sjáið hvað Skarpi er ánægður með græjuna.....
19.08.2013 20:23
Fyrir utan Nöðrukot um helgina síðustu.
Hjólafólk er búið að vera duglegt við að heimsækja okkur hér í eyjum í sumar og nú er komið að okkur að sækja heim norðurey um næstu helgi en þá stendur til að taka Rekyjanesið fyrir ásamt Göflurum og stefnir bara í góða þáttöku ef veður verður hagstætt. Hér eru myndir sem ég tók um liðna helgi.
Hér eru bræðurnir frá Stokkseyri Gunni Gr.ði og Júlli
Hér er Iddi við 1200 Gold Winginn sinn en nú er spurning hvernig hann hefur það í löppini eftir að hafa sett hana óvart undir teppið stóra á myndini.
15.08.2013 11:24
Kvartmíla 27.07.13
Fyrir áhugasama þá er smá útskýring á skiltunum. Fyrsta talan sem kemur á skiltin er viðbragðstími ökumannsins, í íslandsmótinu má tíminn ekki fara undir 0.500sek þá er þjófstart, þannig að hið fullkomna start er 0,500sek. en í KOTS keppninni má viðbragðstíminn ekki fara undir 0,400sek því að þá er þjófstart. Svo þegar hjólin fara yfir endalínuna þá er efri talan tíminn og neðri talan endahraðinn í mílum.
Í videóinu sjást tveir Drullusokkar bregða fyrir öðruhverju, ég á Fireblade Hondu merkt S3 og Hörður Snær á MvAugusta merkt R1.
14.08.2013 10:49
Smá myndagáta.
Þessi ætti ekki að vefjast fyrir mörgum.
En hér er verið að spyrja um hjólaviðskipti sem áttu sér stað nýlega, en nöfn (viðurnefni) (viðskipta) mannana eru falin í myndinni.
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember