Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
15.05.2014 12:34
Sjómannahelgin 30 maí til 1 júní
Drullusokkafagnaður Sjómannadagshelgina
175 skoðað.
Það stendur mikið til hjá Drullusokkum í Vestmannaeyjum næstkomandi sjómannadagshelgi og ekki úr vegi fyrir hjólafólk að skreppa þangað í helgarrúnt. Á föstudeginum fer fram stóri skoðunardagur Drullusokka og Frumherja en þar er boðið upp á pulsur af grillinu. Um kvöldið er svo hjólahittingur á Skipasandi. Daginn eftir mun fara fram spyrna aldarinnar þar sem tveir landsþekktir hjólabræður munu berjast, annar á Honda CB750 og hinn á Honda CBX1000. Sama dag mun fara fram sýning Drullusokka sem verður með öðru sniði en áður. Að sögn Harðar Snæ, Drullusokk nr. 8 verður dagskráin með hjóladagasniði. "Sýningin verður ekki inni í íþróttasal eins og venjulega heldur erum við með sex trillukrær niður við bryggju, allar á sama blettinum þar sem við sýnum hjólin. Við erum þar að reyna að samtvinna þetta við dagskrá sjómannadagshelgarinnar" sagði Hörður í samtali við bifhjol.is. Seinnipart laugardags verður svo farin hópkeyrsla um eyjuna.
09.05.2014 20:16
Breskt er ...........
09.05.2014 20:11
Bacon
Þessi mynd er nú ekki mótorhjólatengd en á samt alveg heima hér á síðunni..........
02.05.2014 18:37
Hjólahelgi Drullusokka sjómannadagshelgina 2014
Hér eru drög að dagskrá:
Föstudagurinn 30.maí.
- Skoðunardagur Drullusokka og Frumherja. 13:00-17:00 í skoðunarstöð Frumherja í Vestmannaeyjum ( Skátaheimilinu ). Boðið verður upp á grillaðar pulsur/pylsur með tómatsósu/túmatsósu og fl.
- KL 19:30 hittumst við svo á Skipasandi og þar verður grilluð almennileg máltíð og menn geta spáð í spilin fyrir spyrnu aldarinnar sem fer fram daginn eftir, og ef svo einkennilega vill til að einhverjir nenna ekki að spá í spyrnu aldarinnar yfir matnum þá má ábyggilega reyna að finna annað umræðuefni.(Helst Hondutengt)
Laugardagurinn 31.maí.
- CBX vs. CB Bræður berjast........ Mæting 11:30 suður á eyju þar sem spyrna aldarinnar mun fara fram, stefnt er að því að loka götunni um hádegi.
- KL 14:00 byrjar sýning á helstu fákum okkar Drullusokka, sýningin verður með sérkennilegu móti í þetta skiptið því að planið er að hafa hana í 5 húsnæðum, sem öll eru nú samt á sömu torfunni. Þrjú hús á skipasandi og að auki Nöðrukotið hjá Tryggva og Goggakotið hjá Vélhjólafélaginu Goggunum, þar sem Goggarnir ætla að taka vel á móti fólki og sýna sína gripi. Á öllum stöðum verður boðið uppá kaffi og jafnvel með-ðí.
- Svo seinni partinn verður tekinn hópkeyrsla um eyjuna.
Allt hjólafólk er velkomið að heimsækja okkur þessa helgi.
Og allir bæjarbúar og gestir eru velkomnir á sýninguna okkar á laugardeginum.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Eins og stendur þarna efst eru þetta drög að dagskrá, okkur í stjórninni langar til þess að hvetja félagsmenn/konur til þess að mæta á fund næsta fimmtudagskvöld og klára að skipuleggja þennan viðburð. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Stjórnin.
01.05.2014 09:00
Gold Winginn af árg 1978
Gamli Góldfingerinn er klár í sumarið.
Og gamli líka. Kvótinn að verða búinn og nú á bara að leika sér í sumar og það út í eitt. Nammi nammi namm.
29.04.2014 00:02
Benni Guðna kominn á götuna.
Það er alltaf gaman þegar gömlu mótorhjólapeyjarnir koma aftur inn eftir margra ára hlé. Að vísu er Benni búinn að vera á drullumallara undanfarið. Benni Guðna er einn þeirra 5 sem versluðu sér nýtt Z 1000 Kawasaki hjól árið 1978 hjá Sverri Þóroddsyni. Þegar Benni fór að huga að hjóli þá langaði honum í eitt eins og hann átti nýtt svo hann verslaði sér þetta hjól í USA og flutti inn. Nú á að nota gripinn í sumar og svo þegar fer að hausta þá á að gera græjuna í upprunalegt stand og við sem þekkjum kappann vitum að þetta verður flott hjá honum.
En skyldi Óli vita að innfluttnings bannið var rofið með Kawa á Suðureynna.
Hér er ein tekin af 1000 Kawanum hans Benna árið 1980 en Benni er þriðji frá hægri. Það er gaman að geta þess að á þessari mynd sem orðin er 34 ára gömul að þá eru allir enn mótorhjólandi í dag og átta Drullusokkar að auki flott það.
28.04.2014 09:00
Vorhreingerningin hjá gamla
Eftir að nöðrurnar eru búnar að liggja allt haustið og veturinn þarf að taka upp sápu vatn og bón og skúra græjurnar. Tók þessar um síðastliðna helgi en þá var hreingerningardagur.
Hér er æskuástin min þrifin enda er það er lágmarkið að sú gamla verði hrein og fín þegar hún rúllar upp CBX Honduni hjá Adda Steina.
Að sjálfsögðu varð maður að þrífa Harald Davíðsson enda orðin vel rikfallinn eftir langa geymslu og hreifingarleysi síðasltliðin sumur. En nú verður hann sko notaður í sumar.
26.04.2014 19:55
Sumarið er komið.
Tók nokkrar myndir í dag af nokkrum hjólum sem voru að rúnta um í blíðviðrinu í dag.
Látum þetta duga í bili en kanski meira seinna.
20.04.2014 13:42
TT fílingur
Geggjað.
19.04.2014 15:07
Yamaha XS Brunastyle
Yamaha XS 650 árg. 1977= Street Tracker
Önnur myndin er fyrir og hin eftir, man ekki hvor.
Að gera upp gamalt mótorhjól er að öllu jöfnu mikið gaman, allavega þegar vel gengur og fyrir mig hefur þetta jafnast nær alveg á við að hjóla (ja svona hér um bil), allavega þegar vetur konungur hefur tekið völdin. Þennan Yamaha (heimaha segja sumir Hondu eigendur) keypti ég af þeim eðalmanni Jóni Ásgeiri í Kickstart búðinni. Jón hafði byrjað á því að rífa hjólið og látið "powderkóda" grind ofl. Ekki var í raun vitað um ástand mótors við kaup hjólsins. Ég byrjaði á því að fá vin minn Hjört Jónasson til að hjálpa mér við að koma Yammanum í gang og það gekk nú bara nokkuð sæmilega eftir að við komust að því að "sviss" hjólsins virkaði ekki svo það var bara tengt beint á start "relay" og gripurinn fór í gang, gekk bara nokkuð vel (ath. ný olía var sett á) og ekki furða því blöndunga sérfræðingur einn sem gengur undir nafninu Torfi Gull hafði komið við þessa tvo öldnu blöndunga frá hrísgrjónalandi. Eftir gangsetningu var mótor rifinn úr í annað sinn og byrjað að rífa hann til að sjá ástand innihalds og jú til að glerblása og mála það sem þurfti. Í ljós kom að nær allir slitfletir voru í góðu standi, meira segja tímakeðja. Efri hluti mótors þ.e. "cylinder" og "hedd" voru máluð með svörtu hitalakki og kantar slípaðir. Sveifarhús var einnig málað sem og mótorhlífar, sem sagt allt gert ORGINAL. Mótor í aftur og gagnsettur, en þess má geta að í hann er komin ný kveikja og "altenator". En áður en mótor var gangsettur þá ákvað ég að fjarlægja allt sem viðkemur karlastarti (kickstart) og ætla að halda mér við konutakka (rafstart). Maður einn á suðureyjunni er líka búin að segja mér að hjól frá Japan þurfi ekki startsveif aðeins bresk hjól þurfi slíkt hjálpartæki þó þau séu með rafstarti. Framdemparar voru teknir í gegn, nýjar pakkdósir og olía, síðan var neðri hluti þeirra málaður. Allt nýtt í bremsur, sem og barki og dæluhús, allir nýir rofar á nýtt stýri. Ný keðja og tannhjól, nýir teinar í felgur, nýir hjólbarðar. Nokkurn tíma fór í að hugleiða hvaða pústkerfi ætti að vera á hjólinu, en flest hjól með þessu útliti þ.e.a.s. Street Tracker eru með pústkerfi tveir í einn og hljóðkútur á hægri hlið, en þá er hjólið hálf nakið vinstra megin, en allt smekkur manna. Því ákvað ég að þetta á hinn veginn þ.e. hljóðkúta á báðum hliðum. Allt pústkerfið kemur frá bestalandi (Breskt er best) og var svona aðlagað að Yammanum, pústgreinar skornar sundur og soðnar saman aftur, síðan voru þær vafðar með pústbandi, útbúnar festingar fyrir kúta o.s.frv. Það voru alls konar mælar og ljós fyrir ofan framljós, þetta var tekið í burtu og settur einfaldur hraðamælir og settar ljósa "díóður" í lukt til að segja manni til um stefnuljós, aðalljós, hlutlausan og annað fyrir eldri borgara. Það var smá hausverkur að fela allt þetta rafmagnsdót sem hafði verið falið undir hliðarhlífum, eins og t.d. startpungur og annað, en tel að það hafi heppnast ágætlega. Nokkur pæling var í því hvort fela ætti rafgeymi en hætt var við það og hann sést í öllu sýnu veldi. Úr því að þetta útlit var valið þ.e. Street Tracker þá var að finna bensíntank (sumir nota orginal) og sætiskúpu, nokkrir aðilar framleiða þetta en er misjafnt eins og gengur og gerist.
Ég fann einn sem er á vesturströnd USA og pantaði hjá honum ýmislegt dót í endaðan september 2013 og í stuttu máli er ég ekki enn búin að fá allt=góð reynsla !!! Frambretti var lagað og afturbretti sett uppí hillu. Smá tíma var að ákveða sig með lit, en niðurstaðan varð Ferrari gulur. Maggi Jóns í Keflavík hefur málað allt fyrir mig í fjölda ára og síðustu ár hefur hans aðalmálari verið Alli, ég hef í raun bara eitt um þeirra vinnu að segja: Bestir og þakka þeim enn og aftur. Svo voru það svona smáatriði eins og stefnuljós eða ekki, en aftur öryggið á oddinn og ég setti "áttaleiðbeiningarljós" á hjólið. Fullt var af öðru gert eins og allir þekkja sem gera upp hjól ORGINAL !! En látum þetta duga, nokkra ljósmyndir fylgja þessari sögu og látum þær enda þessa sögu, reyndar verð ég að bæta við að þegar síðasta ljósmyndin var tekin var eftir að setja afturljósið á og setja rafgeymi á sinn stað. Nú er bara eftir að sjá hvernig græjan virkar, ekki verið hægt enn því hann Kári getur ekki ákveðið sig hvort það sé enn vetur eða að koma vor.
Óli bruni (orginal)
Þetta er ógeðslega flott hjá karlinum þó að hann haldi enn að þeir séu bestir á Keflavíkursvæðinu....... heheh.
Gaman að fá söguna svona í rituðu máli og myndir með sem eru einmitt hér.....
19.04.2014 13:00
Þær geta verið rándýrar 750 Hondurnar.
Þessi Honda CB 750 var seld um daginn á Ebay fyrir litlar 16,7 millur Íslenskar
Smá alveg "sönn" saga frá Hondu eiganda á suðureyjunni = Eyjahjól
Fyrir ekki svo mörgum dögum ræddi ég við Drullusokk nr. 1 og Hondumann Íslands um já hvað annað en Hondur, hann sagði mér í mjög svo stuttu ókrydduðu máli frá því að milli túra (já já hann er sko sjómaður með stóru ESSI) þá væri hann að teina felgur á Hondur, já svo fá líka önnur óæðri hjól/felgur að fylgja með, svo væri hann að gera upp eitt stk. mótor úr CB750 Hondu sem væri með alltof stórum stimplum og öðru dóti sem passar engan vegin í götuhjóli sem nota á dags daglega.
Já það virðist alltaf vera nóg að gera í því að gera upp Hondur, ætli þær bili mikið eða bara gaman að taka þær í sundur og setja saman aftur. Sumum eins og mér t.d. líður bara best í bílskúrnum að gera eitthvað (hér bætir Tryggvi við) já þú bara eyðir fimm klst. í skúrnum á móti einni í akstur þegar þú átt Breta (Breskt er best)!!! Við félagarnir ræddum einnig um önnur hjól en Hondur, meira segja Kawasaki og hverslag ofurhjól það væru, þau kæmi líka með yfir þrjátíu ára ábyrgð, þau væru bara svo góð.
En þá vildi Hrr. Bacon snúa máli sínu aftur að Hondu og bað mig sko að átta mig á því að nú nýverið hafi CB 750 Honda selst á Ebay í guðs eigin landi (USA) á litlar: 148.100 dollara sem er í kringum sautján milljónir og sjöhundruð þúsund: 17.000.000 og það voru yfir 100 manns sem börðust um gripinn. En sagan er ekki öll sögð, því þarna var um að ræða prótótípu sem smíðuð var árið 1968 og voru aðeins fjögur svona hjól smíðuð af Honda og þessi fjögur hjól voru í raun handsmíðuð og voru þau í fjórum litum, rautt, gulllitað, dökk grænt og eitt blágrænt. Aðeins er vitað um að tvö af þessum fjórum hjólum og þetta sem seldist á Ebay er eitt þeirra. Rauða hjólið var eyðilagt fyrir 1990, það gulllitaða endaði einhversstaðar í Evrópu þar sem það hvílir í pörtum, ekki er vitað um afdrif græna hjólsins en þetta blágræna er það sem selt var á Ebay. Þessi fjögur hjól vöktu strax mikla athygli þegar þau voru sýnd í USA. Mótor 736cc með rafstarti og diskabremsu að framan.
Öll fyrstu hjólin voru með mótor sem kallaður er Sand kast (=lekur olíu) og voru um 7000 Sandkast hjól framleidd og Tryggvi segir að þau seljist líka á fullt af dollurum. Þessi fjögur fyrstu hjól voru líka með öðruvísi mótorhlífar, önnur pústkerfi og engan ádrepara. Selda Ebay hjólið er ekki uppgert heldur í orginal standi.
Óli # 173
Það er oft betra að eiga gamla cb enda greinilegt að hún stendur vel fyrir sínu og næst er að standa upp i hárinu á cbxinum.
18.04.2014 09:13
Gleðilega Páska kæru Drullusokkar
Hér er Addi Steini á CBX Honduni 1000 cúpika græju frá árinu 1979.
Og gamli á cb 750 Honduni frá árinu 1974. Svo nú er það stóra spurningin hvor tekur þetta litla eða stóra Hondan ?
14.04.2014 08:19
CB 750 í tætlum.
Guðmundur nokkur Dolla á eina eða já tvær cb 750 Hondur og varð önnur þeirra lasin svo gamli fór í að kíkja á gripinn og spaðaði mótorinn fyrir Gumma. Verður maður ekki að þakka fyrir rafstuðið sem hann var svo góður að gefa mér þegar ég var 13 ára gutti með skellinöðrudellu á mjög svo háu stigi.Tók nokkrar myndir af mótornum í frumeyndum..
Hér er græjan vélarlaus og fín.
Og mótorinn sundurrifinn.
Ég segi bara eins og Óskar á Frá skipstjóri sagði við mig um árið þegar ég var búinn að rífa niður aðalvélina í Frá VE og hún lá út um allt "Þessi vél fer aldrei aftur í gang"
12.04.2014 16:26
HONDA... en ekki hvað
Honda NC700X 2014= Eyjahjól
Já ég tel rétt að ná einu nafni yfir Hondur= Eyjahjól, því eins og vitað er þá er eina mótorhjólið í heiminum Honda og ekki segja eyjamenn ósatt eða segja ósannar sögur það er sko vitað. En snúum okkur að þessu aðhliða hjóli Hondu NC700X, það lítur út í fyrstu sýn fyrir að vera svona hálfgert torfæru/endúró/ferðahjól í svipuðum stíl og t.d. V-Storm Súkka eða GS BMW og já Kawi Versis, en látum það ekki plata okkur, þetta er "pjúra" götuhjól þó mölin væri eflaust lítil fyrirstaða fyrir Xinn frekar en flest önnur hjól. Þessi græja ætti að henta nær öllum sem alhliða mótorhjól, ja þegar þú ert búin að venjast því að mótorútsláttur er við já 6500 rpm, svona svipað og Harley, nei aðeins ofar. Þessi lági útsláttur kemur flestum á óvart og því er gott að hafa augun með snúningshraðamæli.
Áseta er sögð mjög góð og þú situr svona uppréttur (sitja og biðja) og þar sem hjólið er mjög létt í meðförum segja sumir mótorhjólablaðamenn að þetta sé eitt heppilegasta hjólið í innanbæjarakstur sem til er (Hondu áróður!!) en líka megi fara á hraðari vegi án þess að líða ílla. Sætishæð er uppgefin 32.7 tommur svo ætti að henta flestum, hjólið er sagt með mjög góðu togi, þungamiðja er neðarlega og því er mjög gott að aka hjólinu á þröngum vegum, sem og bílastæðum. Eins og áður sagt er hjólið frábært til innanbæjarakstur, líka hægt að leggja hjólið vel í beygjum svo mörg afmeiri hjól ættu í vandræðum að elta þessa viðráðanlegu græju. En það verður samt að fara hratt í gegnum gíra til að ná sem mestu útúr hjólinu en muna eftir útslætti mótors.
Er ekki hægt að fara í ferðalag á græjunni, jú jú, þar á Xinn líka heima og þó umferð sé mikil þá er lítið mál að smeygja sér milli bíla, því ekki þvælist stærð hjólsins fyrir ökumanni, þú situr uppréttur og sérð vel yfir. Og togið hjálpar líka til með að þurfa ekki alltaf að vera hræra í gírkassa, en gírar eru sex og gott hlutfall milli gíra. Mótor er í raun 670cc og því skulu ökumenn ekkert að vera að reyna halda í einhverjar plastgæjur með langt yfir hundrað hestöfl.
Vindhlífar eru ágætar en "framrúða" mætti vera hærri/stærri en hún er til og kostar ekki mikið. Það sem við höldum að sé bensíntankur er geymsluhólf og tekur þó nokkuð mikið, engar aukatöskur nei bara opna bensíntankinn, meira segja hægt að koma fyrir lokuðum hjálm í fullri stærð sem er mjög heppilegt miðað við verð á alvöru hjálm.
Bremsur eru ágætar þó það sé aðeins einn diskur að framan og þó þú pantir hjólið ekki með ABS þá eru bremsur þannig að jafnvel óvanur ætti ekki að fara í götuna við snögga hemlun (orð blaðamanns). Fjöðrun er sögð góð og nær um sex tommu bæði framan og aftan, svona hátt í enduró fjöðrun, lítið hægt að stilla fjöðrun en hún telst fullnægjandi á hefðbundnum götum, en eins og áður sagt þetta er ekkert utanvegar mótorhjól en eigendur getað notað það í nær allt annað. Hjólbarðar eru frá Bridgestone og heita Battleax BT023 Sport Touring. Hægt er að fá allskonar orginal hluti frá Hondu á hjólið, harðar hliðartöskur, top box, hærri framrúðu, og miðjustandara. Hjólið vigtar um 470 pund, bensíntankur er undir sæti og tekur um 16 lítra og að hafa bensíntank þarna færir þyngdarmiðju neðar í hjólinu. Sagt að það sé mjög þægilegt að setja bensín á hjólið þ.e. svipað og á bíl bara stinga stútnum í og fá sér rettu á meðan rennur á, nei nei bara smá bull með rettuna. Hægt er að fá Xið með hálfsjálfskiptingu og ABS en það kostar. Blaðamenn segja að þeir hafi ekið hjólinu þúsundir km án þess að hjólið bilaði en það er nú nokkuð eðlilegt með allt frá Hondu, eina sem kvartað var yfir var kveikjuláslykill/sviss virtist endast ílla. Já þarna er komið heppilegt hjól fyrir nær alla bæði byrjendur og lengra komna, svo lengi sem þú ert ekki að leita að ofurafli eða torfærugræju. Lesa má um allt tæknilegt og meira til á netinu.
Stolið og stílfært af netinu
07.04.2014 17:53
Felgudagar í Honduheimum
Nú erum við búnir af vera á kafi í felguteiningum en þarna eru 6 felgur á stokkunum.
Meirihlutinn er að sjálfsögðu í Hondur þótt Súkkan hans Bogga sé með eina gjörð.
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember