M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

07.05.2013 10:12

Smá meira frá 1 maí í ár.






Hér eru tvær myndir af skoðunarmanninum okkar honum Jónasi sem mætti þarna á V Maxinum sínum. Nú fer að styttast í skoðunardeginum okkar drullusokka en hann verður í lok mánaðarins með grilli og alles.



Hér  eru þrír flottir saman. En hvað er Hjörtur að gera í Harley jakka ég spyr ?



Þarna er Valdís frænka á CBX hjóli sínu sem hún er búin að eiga í mörg ár.

06.05.2013 20:00

Þetta er alltaf hressandi.

Crash samantekt úr superbike og supersport race-um ársins 2011.

04.05.2013 10:50

Drullusokkar 7 ára í dag.


M/C Drullusokkar 7 ára í dag

Í dag þann 4/5 eru kominn 7 ár frá þvi að við stofnuðum mótorhjólaklúbbinn M/C Drullusokka. Það hefur ymislegt verið brallað á þeim tíma sem liðinn er og margar ferðir verið farnar. Það var löngu orðið tímabært að mótorhjólastrákar hér í Eyjum stofnuðu sinn eginn klúbb enda löng og mikil hefð fyrir mótorhjólum hér á eyjuni okkar litlu. Set hér inn nokkrar myndir frá árinu 2006 í tilefni tímamótana.





Hér eru þeir félagar Geir Valgeirsson og Haukur Richardsson en þeir eru nú báðir látnir.



Hér er Jenni á kappakstursgrindini sinni.



Fyrir utan Kaffi María.





Læt þetta duga en myndasafn okkar Drullusokka telur orðið nokkur þúsund myndir svo af nógu er að taka hvað það varðar. En Dullusokkar til hamingju með 7 ára afmælið.


02.05.2013 09:07

1 maí 2013


Þurfti að skjótast aðeins í borg óttans í gær og kom við þar sem hópkeysla mótorhjólafólks endaði við Kirkjusand að sjálfsögðu var ég ílla klæddur og á innskóm að vanda enda orðin staðalbúnaður hjá kvikindinu. En hvað um það þá tók ég nokkrar myndir og koma þær hér í tveimur syrpum eða svo nú og svo kanski á morgun. Þótt stoppið hafi verið stutt að þá hitti maður fullt af flottu og umfram allt góðu fólki sem maður er búin að þekkja í áratugi, en hér er fyrsta syrpan.



Það var talað um að það hefðu tekið hátt í 700 hjól í þessar fyrstu hópkeyrslu ársins og var það bara ótrúlegt því skítkallt var í borgini.





Við Drullusokkar áttum fullt af fulltrúum þarna sem héldu uppi merki okkar. en frá vinstri talið eru þarna Siggi Árni, Viggi Eggerts, Hilmar og Adólf Adólfssynir, og bræðurnir Bergur, Valli og Guðni Guðnasynir og vélstjórinn okkar á Herjólfi, Arnar Sigurðs.



Þarna er Dr Bjössi að passa upp á formenn Gaflara, Drullusokka og syni þeirra Atla Má og Sigga Árna..



Þessi er nú ekki mjög Líklegur en þó, Hér er Hjörtur Líklegur harður mótorhjólagaur og blaðamaður.



Þarna var líka Valdís Geirs, frænka á CBX hjóli sínu en kem með meira í næstu færslu.

30.04.2013 18:28

Grams


Höldum aðeins áfram að róta í albúmunum okkar, nóg er til af myndum þannig að um að gera að birta nokkrar gamlar og góðar á forsíðunni.

Stjáni Nínon og Sigurjón Sigurðs á sitthvorri 650 Bísunni.

Siggi Árni á 600 Súkku að spara framdekkið.

Tveir góðir......

Hvar er Dolli ???

Þrír góðir; frændurnir Darri og Gunni og þessi fíni lappi fyrir aftan þá.

Suzuki Bandit Gúmm-edition.

30.04.2013 11:31

Flakkað á ebay

Það er hægt að finna ýmislegt sniðugt á ebay.
Hér að neðan er mótorhjólafatnaður sem hentar sumum félagsmönnum okkar ágætlega.

Alpinestars galli á  $900.

Dainese jakki á $330

Hausskál á $50

Íþróttaálfagalli á $53

Þessir fínu sanddalar á $20


Alltaf hægt að gera góð kaup á ebay.......

29.04.2013 19:40

John McGuinness

Hér eru nokkrar myndir af þessum grjótharða TT keppnismanni ; John McGuinness.
Hann er fæddur 16.apríl 1972 í Englandi. Hann hefur keppt á Mön frá 1996-2000 og 2002-til dagsins í dag, hann hefur unnið 19 TT titla á ferlinum í hinum ýmsu flokkum og er óhætt að segja að hann sé lifandi goðsögn í roadrace heiminum. Hann var fyrsti maðurinn til að ná hringnum á Mön á yfir 130 mílna meðalhraða (árið2007) og á núgildandi hraðamet frá 2009 sem er 131,578 mph ( ca. 211 km meðalhraði á einum hring.) Aðeins einn maður hefur unnið fleiri TT titla en McGuinness eða 26, það er Joey Dunlop sem vann þessa titla frá 1977-2000.











28.04.2013 15:23

Einn jútjúpari í viðbót með crash þema.

28.04.2013 14:57

Hugsanlega fyrstu mótorhjólastöntararnir sem náðust á filmu.

Hér er stunt video frá árinu 1938, tekið á vegi í Oregon í USA.
Strax 1938 voru menn byrjaðir að stönta ógallaðir úti í umferðinni.
Töff klippa og ekki skemmir tónlistin fyrir.
 

28.04.2013 14:44

Indian

Hér er skemmtileg auglýsing frá Indian mótorhjólaframleiðandanum góða.
Ekki er tekið fram síðan hvenar hún er gerð og ekki hef ég nógu góða þekkingu á þessum hjólum svo ég geti sagt til um árgerð, en engu að síður er auglýsingin góð.

26.04.2013 20:16

Shhiiiii

26.04.2013 09:30

Fundurinn í gær.


Við Drullusokkar höfum verið að hittast í vetur á fimtudagskvöldum og slá á létta strengi bulla töluvert og bíða sumarsins sem nú er loks að bresta á. Það var góð mæting í gær og voru 3 gestir ofan af Norðurey á svæðinu. Það var aðeins spáð í væntanlegar ferðir okkar en sú stærðsta í ár verður hringferð með helgarstoppi á hjóladögum á Akureyri í júlí næstkomandi. Einig var Jóa Danska gerð góð skil enda litríkur karakter með eindæmum en vonandi verður þetta okkur öllum gott hjólasumar.Hér eru svo myndir sem ég tók í gær.



Hér er hópurinn sem mætti í gær.







Verðum við ekki að hafa eina mynd af Kawanum hans Dadda með en hann ætlar að kenna formanninum að þrífa mótorhjól af hippagerð.
Flettingar í dag: 725
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824542
Samtals gestir: 57678
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:18:14