M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

20.12.2014 09:44

Brandarahornið.
Ökumaður Hondu mótorhjóls kom að Gullna hliðinu og þar tók Lykla-Pétur á móti honum og spurði Hondu eigandann af hverju hann ætti að komast innum Gullna hliðið ??

Sko sagði Hondu eigandinn ég var að aka í rólegheitum uppí sveit og sá þar hóp manna sem höfðu stöðvað Harley hjólin sín og þeir litu sko skuggaleg út, allir í tattoo og klæddir leðurvestum og ég sá að þeir voru að "kássast" uppá unga stúlku svo ég stöðvaði Honduna mína og gekk að þeim stærsta  og vígalegasta sló hann hnefahöggi í andlitið, reif nefhring hans úr nefinu, velti við Harley hjólinu hans og öskraði á hann: Ef þú lætur stelpuna ekki í friði þá lem ég þig í buff !!

Lykla-Pétri fannst þessi Hondu eigandi vera hetja og spurði hann: Hvenær gerðist þetta góði minn ??

Hondu eigandinn svarar um hæl: Bara rétt áðan !!!


Eldra efni

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 305
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 4862561
Samtals gestir: 640469
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 07:13:20