M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2009 Júní

21.06.2009 16:07

Ísafjörður 2009

Kæru Drullusokkar, nú styttist óðum í hina árlegu Drullusokkaferð um norðureyjuna. Í ár er ætlunin að heimsækja Ísafjörð og ætlum við að leggja í hann frá bensínstöð select við vesturlandsveg þann 10. júlí kl. 13.00. Ef veðurspá verður óhagstæð fyrir helgina þá reynum við að finna sólina í öðrum landshlutum, en að öllu óbreyttu er það Ísafjörður sem við stefnum á. Við væntum þess að þeir sem hafa hug á að koma með, tilkynni sig (í bloggið hér að neðan) vinsamlega tímanlega svo hægt sé að gera ráðstafanir með gistingu. Þeir sem eru öryggir nú þegar í ferðina eru: Jenni #7, Hörður Snær #8, Siggi #6, Bjössi #105, Tryggvi #1, Siggi Óli #69, Daddi #129. Okkur þykir líklegt að fleiri eigi eftir að boða komu sína í blogginu. Að lokum skal það tekið fram að áætlað er að gista eina nótt á leiðinni vestur, annaðhvort á Hólmavík eða í Reykjanesi. Komaaaaa svoooooo félagar, njótum helgarinnar til hins ýtrasta. 

Kveðja: Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 680
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 780772
Samtals gestir: 55307
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:12:34