M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

19.01.2015 00:08

Bísan og Boyer kveikjan.

Á milli jóla og nýárs var Bísunni minni loks komið almennilega í gang.
Það eru komnir í hana nýjir Amal blöndungar og ný Boyer electronísk-kveikja.
Biggi Jóns kom kveikjunni í með mér og Tryggvi hefur einnig hjálpað mér mikið í hjólinu, það er einhvern veginn þannig að bretarnir hafa ekki verið mín deild, en Biggi og Tryggvi hafa stúterað þá svolítið í gegnum tíðina, og að fá aðstoð frá þeim er betra en allar þessar viðgerðabækur og youtube video til samans. En hér er smá videóklippa af gangsetningunni.
Það var mikið rennerí þennan dag og bara gaman af menningunni í kringum þessar hjólbeyglur okkar.


Eldra efni

Flettingar í dag: 891
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 640
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 5177914
Samtals gestir: 670238
Tölur uppfærðar: 23.1.2021 05:19:43