M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2015 Desember

14.12.2015 23:30

Laugardagurinn 19.12.15 kl 18:00

Jólahittingur Drullusokka verður næsta laugardag kl 18:00 í félagsaðstöðu okkar bakvið Braggann. Við ætlum að næra okkur með pizzu og vökva okkur með öli og/eða einhverju öðru. Geir Jón  (stóri) mætir galvaskur með ameríkusöguna sína. Þetta verður gaman og vonandi sjáum við sem flesta.                         Kveðja  stjórnin.

09.12.2015 21:20

Litlu jólin

 


Laugardaginn 19.desember verða litlu jól Drullusokka haldin í Gullborgarhúsinu bakvið Braggann. Þar ætlum við að hittast og gera okkur glaðan dag, fá okkur að borða, bulla smá og hlusta á Geir Jón (stóra) segja frá ameríkuför sinni á mótorhjóli, með myndasýningu og tilheyrandi tilþrifum. Tryggvi ætlar að lesa upp úr vélstjóradagbókinni úr Frá VE, ef hann verður kominn í land. Jenni verður með kynningu á skeggvörum frá Viktori rakara (frá Proraso). Svo jafnvel skreytum við piparkökur (eða ekki) .

Tímasetningin á litlu jólunum verður rædd og ákveðin á kaffifundi annað kvöld.
  • 1
Flettingar í dag: 4019
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291469
Samtals gestir: 80600
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 10:31:56