M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.09.2012 12:17

Elsta Honda Gold Wing hjól Islands
Hér eru nokkrar myndir af elsta Honda Gold Wing hjóli landsins en þetta hjól kom nýtt á Blönduós árið 1977. í dag á það Isleifur Ástþórsson # 76 en lengst af var það í eigu Geirs heitins Valgeirssonar # 48 á Stokkseyri.Sá gamli er í flottu standi hjá Idda.

Hér er svo ein mynd sem ég tók um 1990 en þarna var hjólið í eigu Geirs frænda sem notaði hjólið gríðarlega mikið og hjólaði á milli Reykjavikur og Stokkseyrar allt árið en sá gamli bjó á Stokkseyri en vann í RVK og það var farið af stað í öllum veðrum enda var sá gamli grjót harður hjólari og lét vel af Góldaranum en sagði ég hefði nú átt að setja á það hærra stýri, það hefði farið betur með mig svoleiðis.

09.09.2012 01:05

Tveir gamlir og góðir í heimsókn til Eyja.Hér er Ragnar Jónsson # 71 á Kawasaki 650 hjóli sínu en Raggi var fyrsti eigandinn af Hondu mótorhjóli hér en hann verslaði sér Hondu 125 cc um 1964 en þá voru bara til 50 cc Hondu nöðrur á Islandi.Hér mátar Raggi Gold Winginn og fannst hann koma bara þræl vel út í bláa litnum, en hann átti hjólið á undan mér.


Með Ragga í för var mágur hans Guðmundur Adólfsson # 58 á Yamaha Seca II 600 hjóli sínu. Þeir félagar stoppuðu yfir daginn og var tekið smá bílskúra ráp með þeim.

08.09.2012 19:06

Gummi Dolla hittir tvær flottar.
Hér sjáum við Guðmund Adólfsson eða Gumma Dolla. En þarna er sá gamli að endurnýja kynni sín við CB 750 Hondur, Kallinn átti eina svona hér fyrir 40 árum síðan og fór víða á grænu eyja Honduni um og eftir gosið 1973, Gummi sagði þá og segir reyndar enn að það sé fátt sem toppi þessar græjurGummi fór einn rúnt á þeirri gyltu og hafði á orði að þær hafi hækkað með árunum ég náði alveg niður hér í den á Honduni en ekki nú, ég sagði þig vantar bara háhæluðu Bítlaskóna þá lækkar ásetan.Svo fékk Gummi að prufa Harley Davidsson í fyrsta skipi á ævini og eftir þá lífsreynslu þá náðist ekki Sólheimasmælið af smettinu á kvkindinu svo mikið smælaði hann að hann fékk frítt í Herjólf til baka enda héldu starfsmenn Herjólfs að hann væri af sambýli á frímiða.  

08.09.2012 10:44

Tvær af Darra og Hermanni

Hér eru frændurnir Darri og Hermann síðasta laugardag.Hér er svo önnur af þeim frændum en þessi er tekin 37 árum áður. Þarna er Darri á Súkku AC 50 og Hermann á Hondu SS 50

06.09.2012 23:16

Vandamál með liti.


Það getur stundum verið vandamál að fara út að hjóla hvenig á ég að hafa það á litinn í dag ? En hvor liturinn er nú betri það er stóra spurningin.Svo er sama dæmið uppi með Góldfingerinn enda hægt að skipta um lit á 5 mínútum. Þetta er kanski ekki mikið mál á miðað við hjá frænda á Stokkseyri en þar hefur Gunni graði úr fjórum litum að moða á CBX Honduna sína, svo þetta er ekkert grín hjá frænda.

06.09.2012 07:07

Katana Súkkan þá og nú.


Við fengum sendar þessar myndir frá félaga # 220 Arnari Sigurðssyni af Katana hjólinu sem hann átti um tíma og Adólf Adólfsson # 141 átti einnig, en skoðum þetta nánar.Hjólið þótti vel speysað þegar það kom og var orkan mikil í 1100 cc mótornum,Hjólið bar þarna númmerið V 2055.Hér er Adólf að spyrna Katana Súkkuni á míluni við Hondu 900 en það voru algeng hjól á þeim tíma Ekki þekki ég knapann á Honduni.Hér eins og hún var.Og hér eins og hún lítur út í dag, sum hjól eru bara heppnari með eigendur en önnur.

05.09.2012 20:33

Lekur hann svona mikið ?
Ja hérna getur verið að Rocketinn hans Bigga leki svona mikið eða flæði væri kanski frekar spurningin og allt þurt í kring skrítið.

04.09.2012 23:30

Kvöldvaka Drullusokka með meiru.


Smá af myndum frá aðalfundardeginum síðasta.Hér eru Darri og Huginn í góðum málum, Tói Vídó fylgist grannt með.Hér er svo Gummi Rikka kominn í málin líka.Eitthvað er nú Krúgerinn að pæla þarna. Kanski í nýju hjóli hver veit ?Bryndís og Sigga létu sig ekki vanta.Og svo frændurnir og endilega þarf Biggi að vera þarna á milli enda vanur að passa upp á óþekktarormana.Hér er svo hersingin öll í Weddinginu.
04.09.2012 14:22

Meira frá helginniSvenni #222 á 900 Hondunni sinni.

Maggi með Gunna vélstjóra og meðhjálparinn.

Hulda og Huginn

Fiddi og Tryggvi

Þetta kvikindi er nýsokkur #86

04.09.2012 10:24

Dagvakt Drullusokka á fundinum.
Hér eru fundarmenn að koma sér fyrir áður en fundur er settur.Það var líka fjör fyrir utan Gullborgarkró.Hilmar Hjalti og Biggi.Magni og Helgi.Aggi og Biggi.Og aldursforsetar fundarins Hilmar og Biggi báðir bara flottir.

03.09.2012 19:31

Enn meira af sokkum og sokkalausum.
Hér er fjármálaráðherra þeirra gaflara Gulli Hondu 750 eigandi og Yamaha FJR 1300 sem hann situr hér.Hér er Óli Bruni # 173 við Hondu sína af 1000 cúbikum en Óli var gestkomandi í samförini okkar þetta árið.Þarna var líka gamli sokkurinn á Harley Davidson hjóli sínu enda bara Harley og aftur Harley þegar hann er í þessum buxunum, ekkert hrísgrjóna Hondu dót í boði þarna.Hér er hluti hópsins í Hvalfirði.

03.09.2012 09:56

Brúðarvöndur Bókabúðarinar.
Hér er hinn mjög svo glæsilegi brúðarvöndur Bókabúðarinar. Höfundurinn sokkur #1 er búinn að sækja um einkaleyfi á hönnuninni, en hún sýnir vel aðdáun hans á drullusokkum.

03.09.2012 07:07

Drullusokkasumar 2012

Myndasýningin sem gerð var fyrir aðalfundinn.

02.09.2012 19:46

Óger á litla Daxinum.


Eins og komið hefur frám áður að þá var haldinn aðalfundur okkar Drullusokka fyrir árið 2012, Þetta var gert með stæl og var byrjað á hópkeyrslu um bæinn. Það mættu nokkrir félagar ofan af Norðurey hjólausir og var farið í að redda nokkrum þeirra hjólum í hópaksturinn. Einn þessara ágætu manna var sjálfur Timer eða Óger eins og Tótusteini kallar kappann yfirleitt. Óger var sjúkur í að fá að aka litla Daxinum þótt sá stóri stæði honum vissulega til boða. Þarna fann kallinn sig algjörlega og smælaði út að eyrum enda vel öflug græja undir hin gamla en þreytta botnn.Sjáið hvað kallinn er grobbinn að vera á alvöru græju en á eftir honum fygldi 30 hjóla strolla um bæinn.Hér spítir svo kvikindið í svo við sem á eftir komum áttum fullt í fangi með að halda í kallinn.Það er alveg sama hvað maður setur inn margar myndir af Óger á Daxinum alltaf er hann með límt Sólheimaglott á smettinu.Þetta er alveg snilli litli Daxinn virkar stærri en stóri Daxinn undir kallinum. En haft var á orði að þeir Hilmar og Daxinn smell pössuðu saman svona rétt  eins og Pulsa og Kók.
Flettingar í dag: 3453
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 2435
Gestir í gær: 176
Samtals flettingar: 961461
Samtals gestir: 69657
Tölur uppfærðar: 19.6.2024 22:18:03