M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.07.2013 08:10

Breskt er best !!!!!!!


Hér er smá grein um magnaðan grip sem Óli bruni var að fá í hendurnar nú á dögunum.
Karlinn ákvað að fara alla leið í cafe racer pælingunum, hann ætlaði sér að byrja frá grunni þ.e.a.s. kaupa stakt stell og smíða hjólið sjálfur. En vegna mikils flutningskostnaðar og tolla á stökum pörtum endaði með að breytingarsjoppa í Bretlandi tók að sér að smíða hjólið.
Verkefninu var startað fyrir tæpum tveimur árum og nú loksins er hjólið komið heim.
Hjólið er af gerðinni Triton skráð 1969, stellið er af Norton Featherbed wideline og mótorinn er Triumph preunit (upphaflega 650cc) strókaður í 750cc, Morgo kitt og 10 bolta hedd af nýrri mótor. Heddið er portað og ásarnir temmilega volgir, gírkassinn er meiri að segja race,
Norton close gear ratio kassi, belt drive og roadholder framdemparar sem eru spes, með utanáliggjandi gormum. Frambremsan er 4 leading 260mm, afturbremsan er með loftkæligötum, Bensíntankurinn og olíukannan eru úr áli.
Triton græjurnar eru svona toppurinn á cafe racer hjólunum, engin verksmiðja hefur verið til undir merkjum Triton, allt eru þetta "heimatilbúin" hjól sem eru samsoðin úr Triumph og Norton og fátt sem toppar það nema kannski góð cafe racer CB750 Honda............



Græjan er hin glæsilegasta, og algerlega smíðuð eftir hugmyndum Óla.

Nú er kannski kominn nýr andstæðingur í 750 Hondu spyrnuna, maður spyr sig.

Til hamingju með hjólið Óli, það er glæsilegt...

09.07.2013 12:27

Gamalt eyjahjól á Ystafelli i Kinnunum




Hér er Triumph Bonneville 650 cc af árg 1967 hjólið kom nýtt hingað til eyja og átti það þá Sverrir heitinn Jónsson. Núverandi eigandi er Óskar Þór Kristinnsson eða Kögurjakkinn eins og mótorhjólafólk þekkir hann best undir. En hvað um það Triumph hjólið er glæsilegt hjá Óskari.



Eins og sjá má þá ber hjólið V númer eins og í den.







Læt hér tvær fjóta með af hjólinu árs gömlu en þarna má sjá Sverrir á Triumpnum undir Ingólfsfjalli

08.07.2013 14:14

King Of The Street 2013



   The race is on !!!!!!                                                                                                     Mynd B&B Kristinsson

Næstkomandi laugardag verður King Of The Street keppnin á kvartmílubrautinni, skráning er til kl. 22:00 á miðvikudaginn. Þónokkrir Vestmannaeyjingar segjast vera heitir fyrir því að keppa þannig að gaman verður að sjá hvað er mikil meining á bakvið það. Ég er ekki viss um að ég komist sjálfur en ætla að reyna það. Það eru tveir eyjapeyjar sem ætla að vera með á bílunum sínum og vonandi nokkrir á hjólum líka. Og ef menn hafa áhuga á að koma að horfa þá væri gaman að taka dagsferð á laugardaginn í það.

Og endilega ef það er einhver áhugi fyrir þessu, tjáið ykkur þá í athugasemdum hér að neðan.

06.07.2013 22:16

Cadwell Park the hill.....

Bretarnir eru létt geggjaðir, þessi braut er líka algjör snilld fyrir sjónvarpið.....

04.07.2013 09:58

Stóra ferðin okkar Drullusokka 2013.



Hjóladagar á Akureyri 2013





Set hér inn pistil varðandi væntanlega ferð okkar Drullusokka. En alveg frá stofnun sokkana höfum við farið eina stóra ferð á hverju sumri og verður engin undantekning á því nú í ár. En nú ætlum við að fara á Hjóladaga á Akureyri helgina 19 til 21 júlí. Sennilegast verður þetta tvískipt hjá okkur í ár því sumir ætla að leggja af stað miðvikudaginn 17 júlí um hádegi og fara austur fyrir land gista eina nótt á Hornafirði og eina á Egilstöðum og vera komnir svo upp úr hádegi á föstudegi til Akureyris. Eins ætla nokkrir að fara norðurleiðina og leggja þá af stað frá eyjum á föstudagsmorgni. Sökum gamals vandamáls þá er erfitt fyrir okkur að panta gistingu einfaldlega vegna þess að við höfum barasata ekki hugmynd um hve margir ætla að mæta með. En samt eru þó nokkrir búnir að tilkynna sig og væri frábært ef að þú hefðir hug á að koma með að tillkynna hér um þáttöku. Eins er hægt að hringja í Tryggva í síma 896-3429.
 
Með hjólakveðju stjórnin.



01.07.2013 05:22

Enn meira af kvartmílu.....

Við vorum tveir frá Eyjum á kvartmílubrautinni um helgina, ég (Sæþór) og Björgvin #65.
Þetta var fínasti keppnisdagur þó svo að ég hafi ekki náð taktinum þennan daginn. Bjöggi bætti sinn persónulega tíma um 0,3 sek. sem er hellingur.
Gaman af þessu. hér er smá klippa sem tekin er á hjólinu mínu.....

28.06.2013 23:00

25.06.2013 16:39

Bjöggi #65 á æfingu um helgina

Björgvin fór á kvartmíluæfingu síðastliðinn laugardag.
Hann náði reyndar ekki nema þremur spyrnum því hann lenti í smávægilegu brasi á Dúkkanum. En engu að síður fannst honum þessar þrjár ferðir þrusu skemmtilegar og ekki skemmdi fyrir að snillingarnir B&B Kristinsson náðu flottum myndum af karlinum. Vonandi lætur hann bara sjá sig á næstu keppni núna á laugardaginn.



25.06.2013 11:12

Skuggar frá Akranesi


Á laugardaginn síðasliðinn heimsóttu okkur mótorhjólaklúbburinn Skuggar frá Akranesi og smellti ég af þessum myndum af þeim. Viðar okkar Breiðfjörð sá um að sína eyjuna en hann or orðin okkar opinberi Móttakari og sendur sig bara með sóma í nýja djobbinu.



Hér er hópurinn saman komin fyrir utan Nörukot en gamli er á fullu að skvera kofann að utan fyrir 40 ára goslokarafmælið sem haldið verður efrir tvær helgar. En það verður haldið þarna á strandveginum eða þar sem gömlu slipparnir voru.







Hér er svo okkar maður það er að segja "Móttakarinn" Viðar Breiðförð á Kína hippanum sínum En hann og Gísli í Betel eru báðir á eins græjum og þökkum við almættinu vel og innilega fyrir að það skuli ekki vera fleiri svona gripir norðan Alpafjalla.

24.06.2013 20:51

Smá meira kvartmílutengt

Hér er ein ferð með Rickey Gadson á "léttpreppuðum" Kawa.
Plasthlífarnar splundruðust af hjólinu og gæjinn sló ekki einu sinni af.
Töff klippa.

24.06.2013 20:41

ZX14R

Dúddarnir í  OnTwoWheels tóku nýja fjórtánhundruð Kawann í smá test. Markmiðið var að koma hjólinu undir 9 sek. á kvartmílunni.

20.06.2013 19:07

Veggjaskraut

Hér eru nokkrar hugmyndir af flottu stofuskrauti.





Þetta er ansi töff,, en maður spyr sig af hverju Ducati eigendur hengja hjólin uppá vegg....

17.06.2013 19:55

Hér er stutt video sem var tekið upp af motorsport-photos.net, þetta er hálfslöpp spyrna hjá mér en virkilega gaman af videóinu.


Við Drullusokkar áttum þrjá fulltrúa í Shell götuspyrnunni á Akureyri um helgina ; Hörð Snæ á MV Augusta, Grétar Már á Repsol CBR-inu og Davíð Einars á busunni.
Ef einhverjir eiga video eða myndir þá væri gaman að fá að birta það hér.
Flettingar í dag: 3993
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291443
Samtals gestir: 80599
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 10:10:20