M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 21:27

Bryggjuhittingurinn

Það voru nokkrir sokkar sem létu sjá sig í kvöld og skrúfuðu saman 14 vagna á bryggjunni. Það var mikið líf þarna niðurfrá og veðrið frábært. Bæjarbúar duglegir að hjálpa til, fyrirtæki, klúbbar og einstaklingar, því var tilvalið að drullusokkarnir tæku að sér eitt verkefni. Mætingin hjá okkur hefði alveg mátt vera betri en þeir sem mættu stóðu sig hrikalega vel. Við skiptum hópnum í tvö lið og svo var keppni hvort liðið myndi klára fleiri vagna.
Sigurliðið var skipað Darra, Guðna Ingvari, Kása, Óla Vestman, Magga á Drangavík og mér, en tapliðið bað um að nöfn keppanda yrðu ekki byrt. En staðan eftir puðið var að ég held 12-2.
Takk fyrir kvöldið drengir.31.05.2012 15:03

Fundurinn í kvöld.

Ég heyrði í Frosta Gísla núna rétt í þessu. Og planið er þá að hittast í Gullborgarhúsinu kl.19:30 með rafmagnsborvélar, við þurfum einnig 4 & 5 mm. bora og torx bita 25. Þá erum við klárir í slaginn. Við keyrum svo saman inná bryggju og skrúfum saman nokkra vagna, og á bryggjunni bíður tökulið og við verðum bullandi frægir í sjónvarpsþætti á rúv ef heppnin er með okkur.
Vona að sem flestir geti tekið þátt í verkinu, það er nú bara gaman að þessu.

30.05.2012 10:41

MERKJAVARA

VILL MINNA Á VARNING MERKTAN KLÚBBNUM OKKAR SEM ER TIL SÖLU. STUTTERMABOLIR, BJÓRGLÖS OG KAFFIKÖNNUR. TIL SÝNIS OG SÖLU Í BRAGGANUM Í EYJUM OG ÞEIR SEM ERU Á NORÐUREYJU GETA NÁLGAST ÞETTA HJÁ HERMANNI Í
SÍMA 8920420.
ER MEÐ VÖRUR Á FLATAHRAUNI Í HAFNARFIRÐI OG HEIMA Í GRAFARVOGINUM. DRÍFIÐ Í AÐ FÁ YKKUR FLOTTA STUTTERMABOLI FYRIR SUMARIÐ OG BJÓRGLÖS FYRIR GRILLVEISLURNAR. SVO ER NAUÐSYNLEGT AÐ HAFA MERKTAR KAFFIKÖNNUR Í VINNUNNI.
 KOMA SVO DRULLUSOKKAR - STYÐJIÐ VIÐ KLÚBBINN YKKAR!

29.05.2012 21:13

Getraun!!!!!

Hvert er hjólið ?

Og verðlaunin eru ekki af verri endanum. þ.e.a.s. rúntur aftan á hjólinu með eigandanum frá Skýlinu að fiskmarkaðnum og til baka.

29.05.2012 17:33

Næsti fimmtudagsfundur


Eins og áður hefur komið fram þá verður næsti fimmtudagshittingur með aðeins öðru sniði en vanalega. Við Drullusokkar ætlum að taka þátt í smá verkefni á bæjarbryggjunni, þannig að gaman væri ef menn gætu komið á hjólunum um 19:30 í Gullborgarkrónna, og svo myndum við keyra saman niður á bryggju kl. 20:00 þar sem okkar verk er að skrúfa saman trébekki. Þannig að ekki væri verra að þeir sem tök hafa á að mæta með rafmagnsborvél með sér myndu gera það.
Linkur á frétt um verkefnið á eyjafrettir.is

28.05.2012 10:00

Útför Hauks Richardssonar


Útför Hauks Richardssonar verður gerð út frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag kl 15,00 en hann ber upp á 1 júní. Það verður mikið af mótorhjólafólki sem kemur til með að fylgja honum Hauki enda vinamargur maður, það eru uppi hugmyndir um að hafa hópkeyrslu honum til heiðurs eftir útförina. Við erum nokkrir vinir Hauks hér í eyjum sem ætlum að fara á mótorhjólum suður og vera við jarðarförina. Til minningar um góðan og traustan félaga týndi ég hér til nokkrar myndir úr safni okkar af Hauki og nokkrum félögum hans í gegnum árin. Hér er fyrst mynd af þeim Eðalvinunum til margra áratuga Ólafur R Magnússon ( Óli Bruni ) og Haukur.Hér eru þeir saman Haukur og Hilmar Lúthersson ( Tæmerinn) en þeir stúderuðu margt saman og fóru í margar ferðirnar út um allt land.Frá vinstri talið Biggi Jóns, Haukur, Óli Bruni, Hjörtur Jónasson mágur Hauks, Hlöðver Gunnarsson og Óli Sveins. Á góðri stundu með félögunum, Haukur, Biggi, Jenni Rauði, Hilmar, og Geir Valgeirsson heitin.Þarna liggur vel á köppunum.Hér með Darra í Bragganum.Haukur hefur átt mörg mótorhjólin í gegnum árin og hér er eitt þeirra Yamaha FJ 1200En í mestu uppáhaldi hjá Hauki voru Kawasaki mótorhjólin. Hér er hann með gullmolann sinn Z 1000 árg 1978.Hér er það Yamaha FJR 1400.Hér er ein frá bretaárunum þarna er það Triumph Trident 750 cc.Og hér er ein í lokin þar sem undirritaður Drullusokkur # 1 er með félaga Hauk # 79 aftan á Hondu að sjálfsögðu.
 Þeir Drullusokkar sem hug hafa á að fylgja Hauki eru beðnir að hafa samband svo við getum skipulagt ferð með Herjólfi upp á land.

27.05.2012 22:23

Berglind (hans Gauja #16)


Hér er Berglind í reynsluakstri suður á eyju á Honda CB550 1976 sem þau hjónin fluttu inn nýlega. Og af svipnum að dæma þá er hún nokkuð sátt við gripinn.

27.05.2012 18:51

Met aðsókn á síðuna.

 

Takk fyrir heimsóknirnar á þessa mótorhjólasíðu

Í gær 26/5 fór gestafjöldi síðunar í 1809 heimsóknir og hefur það ekki farið nærri því svo hátt áður, og er þetta sennilegast í gegnum Facebookina sem tengd er hér inná. Dullusokkar voru í hæðsta sæti yfir allar 123 síðurnar og munaði tæpum 1300 gestum í þann sem var í sæti no 2. Yfirleitt eru gestir síðunar í kringum 300 manns á dag og erum við bara þakklátir fyrir það hvað margir líta hér inn til okkar Sokka, enda er þetta vinsæl mótorhjólasíða sem bæði Sæþór og ég pössum upp á að sé með nýtt og gamalt efni á hverjum degi.

26.05.2012 20:22

Næsti fimmtudagsfundur 31.maí

Planið er að mæta í Gullborgarkrónna eins og vanalega en kl. 19:30 í stað 20:00, gott væri ef menn myndu mæta á hjólunum og með rafmagnsborvél í bakpoka og ekki væri verra að láta bitasett fylgja.

En meira um þetta síðar.....

Daddi og Kási segja að Hitachi sé málið,, en Daddi segir það sjálfsagt af því að það er sama litanúmer á Kawanum hjá honum.

26.05.2012 12:07

Frá skoðunardeginum 2012


Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók á skoðunardegi mótorhjóla í Vestmannaeyjum árið 2012.Það var ekki eins góð mæting og var í fyrra en samt gaman og voru skoðuð hátt í 100 hjól. Mönnum bar öllum saman um að pylsurnar hafi smakkast enn betur en í fyrra enda grillmeistari enginn annar en Jenni Rauði # 7 og grillaði hann ekki bara ofan í mannfólkið því ferfættlingarnir í nágreninu nutu góðs af grillinu hjá Jenna.

Simmi í Betel á Harley hjóli sínu.
Svenni # 222 mætti þarna á Hondu sinni.Gétar Már á stoltur eigandi að Randafluguni.Óli G mætti með konuhjólið Suzuki Savage 650.Smári skurðlæknir mætti með Sportster Harleyinn sinn og spændi í sig pulsum í leiðini enda góðar frá Jennanum.Og Björgvin Björgvins á 1100 gpz Kawanum sem hann hefur átt frá árinu 1982.Og Óli Venna þarna á öðru af hjólum sínum. Hvernig er þetta með hann Óla hann eldist bara ekkert eins og við hinir kallinn er alltaf eins og peyji sama hvað áratugunum fjölgar.
 

 


25.05.2012 13:24

Andlát félaga Hauks Richardssonar


Í gær lést félagi okkar Haukur Richardsson en hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði. Haukur var virkur félagi í félagi okkar Drullusokka og eins einn af stofnendum vélhjólafélags Gamlingja. Með Hauki er fallinn frá góður og tryggur félagi sem bjó yfir hafsjó af fróðleik um sögu Mótorhjóla á Islandi enda eitt hans helsta áhugamál frá unga aldri. Við sem eftir sitjum sjáum á eftir góðum vini og erum fátækari á eftir.
Við í mótorhjólafélagi Drullusokka viljum votta aðstandendum Hauks okkar dýpstu samúðar við skyndilegs fráfall góðs félaga og vinar.
Hér eru myndir af Hauk Richardssyni eða Hauk tollara eins og hann var gjarnan kallaðurÖll hjólin hans Hauks voru miklar mublur og hvert smáatriði útpælt og þaulhugsað enda var það ekki hans að aka um á einhverju sem var ekki í topphirðu á allan hátt.

Hér er mynd tekin þegar aðalfundur okkar var haldin í sept 2011. En Haukur # 79 var duglegur að mæta á allar uppákomur okkar í gegnum árin og erum við þakklátir fyrir það.

24.05.2012 18:59

Tóti frændi Jenna kominn á Vespu.
Þarna er Tóti Maggason á Grundó kominn á forláta vespu.Og hjálmurinn tekin af fyrir myndatökuna.Tóti er flottastur.

23.05.2012 20:12

CB 750 í Borgarnesi.
Sá þessa gömlu 750 Hondu af árg 1972. það má taka vel til í henni en samt er hún nú mun flottari en þegar ég sá hana síðast.Hér er Doddi sem hefur umsjón með græjuni þessa dagana en hjólið á enn Einar Marlboro maður.Svo varð gamla dýrið að fá mynd með sér við hlið þessa forláta grips sem vel má eyða í 1 kúlu af aurum þá yrði hún nú fín blessunin.Hér er svo ein gömul mynd af sömu Honduni en hún er tekin í eyjum Árið 2008 og gott ef Doddi og frú eru ekki þarna í bakgrunnin, Þarna er enn á hjólinu ógeðshlífin á gripnum en þetta er ein sú ljótasta vindhlíf sem ég hef nokkurtíman augum litið. Gaman hefði samt verið að fá að prjóna svolítið með þetta allt framan á hjólinu.

22.05.2012 12:49

Prjónandi CBX Honda


Þótt  1000cc CBX Hondunum hafi fjölgað úr 3 í yfir 50 á landinu í árana rás að þá voru bara til þrjár sem komu hingað nýjar á sínum tíma af árgerð 1979. Hér er ein þeirra sem þá voru til árið er 1982 og er eigandinn Gunnar Hreinsson hann  tekur tröllið upp á afturhjólið sem er mjög sjaldséð í dag á svona foríðargræju sem CBX inn svo sannarlega er.Flottur þarna Gunnar Hreinsson Hvar ætli hann sé í dag ?


Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1243
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 1081144
Samtals gestir: 74173
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 01:29:28