M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.05.2012 13:44

Frétt úr DV í gær.


Í mál við BMW vegna sístöðu

Stanslaus standpína eftir mótorhjólaferð
21:55 > 2. maí 2012
Það gerist vart furðulegra en þetta.

Það gerist vart furðulegra en þetta.

Bandaríkjamaðurinn Henry Wolf hefur höfðað mál á hendur ökutækjaframleiðandanum BMW og fyrirtækinu Corbin-Pacific. Wolf þjáist af því sem kallað er sístaða (e. priapism) sem gerir það að verkum að hann er með stanslaust holdris.

Wolf heldur því fram að þetta hafi gerst eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð hans á hjóli sem BMW framleiðir. Sætið á hjólinu er framleitt af Corbin-Pacific og heldur hann því fram að hönnun sætisins hafi valdið sístöðunni. Í stefnu hans kemur fram að hann geti ekki lengur stundað kynlíf og sé í raun hálfgerður öryrki í dag.

Hann hafi misst mikið úr vinnu og þurft að greiða háan sjúkrakostnað.


02.05.2012 19:12

Helgi FagriHér er ein flott tekin af sigurgeir.is, af Helga fagra, myndin er tekin 1978, þetta hjól á ég í dag, en það er ósamsett hjá mér. Markmiðið er að koma B.S.A-inu mínu á fætur og svo þessari mögnuðu græju í kjölfarið. En alltaf frestast þetta hjá mér ár eftir ár...........
En ég læt fylgja eina mynd sem tekin var af hjólinu 2003, en fljótlega eftir að myndin var tekin var hjólið rifið og töluvert pantað í það, ég á eftir að taka eina pöntun í viðbót svo að ég geti gert það eins og ég vill hafa það.


Hjólið er af gerðinni HONDA C50 árg. 1969 en gengur undir nafninu Helgi Fagri. Helgi Fagri er fyrsta mótorhjólið sem ég keypti mér, árið 1993 á 10.000kr af Didda í Svanhól.

02.05.2012 10:47

Víkursokkar í heimsókn á 1 maí
Já við fengum fína heimsókn í gær 1 maí, en þá komu félagar okkar úr Vík í Mýrdal. Það er virkir sokkar í Vík og tengingin við okkur hér í eyjum mikil en aðalstrumpur er eyjamaðurinn Símon Þór Waagfjörð sem nýtur diggrar aðstoðar hjónana Bárðar og Huldu sem oftast koma með Símoni  hingað yfir. Það smá prjónast svo fleiri og fleiri inní þetta enda vel við hæfi þar sem ein stærðsta prjónaverksmiðja landsins er eimitt í Vík.Hér eru hjól þeirra Víkurbúa fyrir utan bækistöðvar tveggja sokka úr eyjum.Við vorum að ræða um að setja á eina góða dagsferð til Víkur í Mýrdal og taka hring með þeim kanski austur á klaustur hver veit.Þetta er fyrsta heimsókn mótorhjólafólks hingað til eyja í sumar og vonandi á það á eftir að mikið af  tveggja hjóla gestum hér á eyjuni okkar í sumar.


01.05.2012 21:05

Til sölu

HONDA CBR1000RR Fireblade 2007 Repsol edition.......
umboðshjól, einn eigandi, nýskr.d. 18.04.07 ekið 6000km.
lítur út sem nýtt, aukahlutir : hlíf í staðinn fyrir aftursæti (solo sæti) og
hugger; custom málaður, hrikalega töff.
Verðmiðinn er 1.500.000kr.
Upplýsingar í síma 6980377
Gummi.


01.05.2012 19:58

Sumarið er komið

Það er heldur betur að lifna yfir hjólamenningunni þessa dagana, veðrið er búið að vera flott þó svo að það vanti nokkrar gráður uppá hitann. Það hafa margir verið að taka rúnti á hjólunum síðustu daga, sem er bara vinalegur vorboði. Við fengum meira að segja heimsókn frá nokkrum hjólurum frá Vík í dag.
Ég fór reyndar ekkert sjálfur að hjóla í dag en ég treysti á að Tryggvi hafi smellt nokkrum myndum. En í staðinn eru hér nokkrar myndir frá dagsferð sem ég, Rúnar og Sigurjón fórum sumarið 2008, þennan dag keyrðum við c.a.550km, fórum meðal annars á Þingvelli, keyrðum Hvalfjörðinn, inná Akranes og göngin til baka.Sigurjón að tilbiðja Yammann eins og hann gerði fyrir hvern rúnt.30.04.2012 22:28

1.Maí..

Sniglar munu halda sína árlegu hópkeyrslu þann 1. maí næstkomandi eins og venja er. Safnast verður saman á Laugaveginum kl. 11:30 og lagt af stað kl. 12:30. Keyrslan endar svo við Kirkjusand þar sem tekið verður á móti hópnum með kaffi og með'ðí. Á planinu mun fara fram keppni í akstursleikni á vespum/skellinöðrum og eru verðlaun í boði fyrir færasta ökumanninn. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er best gallaður með tilliti til öryggis. Sniglar hvetja allt vespu- og skellinöðrufólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt í keyrslunni með okkur. Munið eftir klinkinu í Sniglabaukinn og að sjálfsögðu góða skapinu! Einnig viljum við biðja ykkur að taka sölumönnum Bláa naglans vel en þeir verða á svæðinu að safna fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er við geislameðferð krabbameins. Sjáumst hress á 1. maí!

 

Sniglabúðin verður með "útibú" á svæðinu.

 

Akstursleið keyrslunnar er:

Lagt af stað frá Laugavegi - hjólað um Lækjargötu, Vonarstræti, Suðurgötu, Hringbraut, Ánanaust, Mýrargötu, Geirsgötu, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartún og endað á Kirkjusandi.


Tekið af sniglar.is


Ef vel viðrar þá tökum við góðan hring hér á skerinu okkar.
29.04.2012 18:34

Nokkrir félagar á rúntinum í dag
Hér er Óli Már # 52 á Hondu CBR 1000 græju sem hann er núbúinn að versla sér.Halldór Ingi á Kawasaki ZZR 1100 en þetta hjól kom hingað nýtt árið 1992 og er enn sem nýtt þótt þeir séu orðnir fimm eigendurnir á hjólinu frá upphafi.Hér er Bergur Guðna # 136 á 600 Súkku sonarins en guttinn er ekki enn komin með próf á græjuna.Björgvin Hlynsson # 65 á nýja Dukkanum 999. Það sándar vel í þurkúplinguni í hjólinu.Og meistari Kási # 146 er kominn á ferðina eins og farfuglarnir enda fer hlýnandi með hverjum deginum sem líður.... sem betur fer.


27.04.2012 21:01

Gamall gullmoli.
Hér er áður óbirtur gullmoli frá liðini tíð. Þessa mynd fékk ég senda frá Óla Sigurvins sem fékk hana frá Óskari Einarssyni en þannig er hún komin hingað í safn Drullusokkana sem stækkar ört sem betur fer, enda eitt stærðsta myndasafn landsins alla vega hvað mótorhjóla myndir varðar.
En aftur að myndini hér eru það æskufélagarnir saman en frá vinstri er Ægir Jónsson á Hondu 125 sem Raggi bróðir hans átti, og svo til hægri Ólafur Sigurvinsson á Hondu cb 160 en þarna er Óli greinilega ný búinn að kaupa hjólið af Róbert Sigurmundssyni sem verslaði það nýtt árið 1965. myndin er sennilegast frá árinu 1967 eða 1968 að ég tel. Það er frábært ef menn vilja lána okkur svona myndir til birtingar hér enda fjöldi manns sem skoðar síðuna okkar daglega.
Það er gaman frá að segja að báðir eru þeir félagar Ægir og Óli enn hjólandi og báðir í Drullusokkunum Ægir # 28 og Óli # 30.

26.04.2012 17:39

Hittingur í kvöld.


Að venju verður hittingur í Gullborgarkró í kvöld kl 20,00, nú er fínt veður og upplagt að mæta bara á hjólinu svona til að fagna sumrinu.
Sjáumst sem flest og tökum kanski smá rúnt á eftir.

Sokkamálaráðuneitið.

26.04.2012 14:42

Hjólatúr

Ung kona í Hveragerði er bráðum að fara að gifta sig manni sem hún kynntist á þjóðhátíð í eyjum. Í því tilefni á að gæsa hana á laugardaginn næsta. Agnar Helga  Drullusokkur ætlar að taka hana aftan á hjólið sitt í Hveragerði og keyra með hana til Reykajvíkur þar sem hún fær að njóta síðustu stundanna sem einhleyp kona! Af því tilefni og tengingunni við eyjar datt einhverjum í hug að gaman gæti verið að fá fylgd fleiri Drullusokka og er því óskað eftir fylgdarhjólum  ef einhverjir hafa áhuga á að taka rúnt á laugardaginn (þeas ef veður leyfir).
Þeir sem áhuga hafa á að vera með mæta á N1 stöðina í Hveragerði kl.10 á laugardagsmorguninn.
Skemmtilegt tilefni til að hjóla saman í góðum hóp og hver veit nema Séð og heyrt frétti af þessu!

24.04.2012 18:36

Leynimótorhjólagæjinn Gísli í Betel.
Hér er leynimótorhjólatöffarinn Gísli í Betel eða eins og Steini Tótu kallar hann Gí.Be. Hér er Gí á eðal græju sinni 125cc frá Kína af fínustu gerð.Okkar maður í Eyjum tekur sig bara vel út í þessu nýja hlutverki sínu en hann er þekktur fyrir að vera fréttaritari okkar hér í Eyjum.Heyrst hefur að þetta sé næsti formaður Hells Angels á Islandi. En það er að vísu alveg óstaðfestar fréttir.

23.04.2012 18:46

Björgvin #65 kominn á Ducati 999

Björgvin Hlyns seldi 750 súkkuna sína núna um daginn og verslaði sér svo eitt stk. Ducati 999s árg. 2005. Hann renndi við í Braggann í dag og hjólið er ansi röff, hlaðið aukahlutum, þar á meðal á carbon felgum.

Til hamingju með flotta græju drengur.

Röff !!!!!

21.04.2012 23:37

Frá síðasta fimmtudagsfundi.....

Það var ágætislíf í Gullborgarhúsinu síðasta fimmtudagskvöld, og spjallað í öllum hornum um allt og ekkert. Nú geta menn farið að huga að því að mæta á hjólunum á fundi og tekið rúnt saman. Maggi Rikka kom reyndar hjólandi núna á síðasta fund í flottu veðri, þó svo að það sé enn þá heldur kalt.

21.04.2012 12:06

Ef fólk hefur áhuga......

Haustlitir á hjóli - Denver

Verð á mann í tvíbýli í 8 nætur kr. 176.900

Haustlitir á hjóli - Denver

Haustlitaferð til Colorado. Mótorhjól í viku um sveitirnar við rætur Klettafjalla þar sem haustlitirnir eru þá í hámarki. Gist verður í smábæ sem heitir Frisco, sem er frá tímum gullæðisins um 1879 og er íbúafjöldi nú aðeins 2700 manns. Hægt er að fara í dagsferðir út frá Frisco í allar áttir. Í boði eru 5 skipulagðar ferðir með farastjóra og eru dagleiðirnar um 250-330 km. Hitastig á þessum tíma er um 12 - 16°c. Hjólin eru pöntuð hjá farastjóra [email protected] og eru frá Harley Davidson og eru ekki innifalin í verði ferðar.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Fyrir pakkabókun til Denver fást á bilinu 5.400 til 8.640 Vildarpunktar


Verð

Verð á mann í tvíbýli kr. 176.900
Verð á mann í einbýli kr. 229.300

Lágmarksþátttaka 20 manns

Ferðalýsing

Laugardagur 22. september
Flogið til Denver með FI 671. Brottför frá Keflavík kl. 16.45 og áætluð lending í Denver kl. 18.40. Farið með rútu til Frisco, á Hotel Best western Lake Dillon Lodge.

Sunnudagur 23. september
Hjólin afhent, frjáls hjóladagur

Mánudagur 24. september
Í boði ferð með farastjóra

Þriðjudagur 25. september
Í boði ferð með farastjóra

Miðvikudagur 26. september
Í boði ferð með farastjóra

Fimmtudagur 27. september
Í boði ferð með farastjóra

Föstudagur 28. september
Í boði ferð með farastjóra

Laugardagur 29. september
Frjáls hjóladagur

Sunnudagur 30. september
Hjólum skilað, farið með rútu til Denver og flogið heim með FI 670. Brottför kl. 17:15 áætluð lending í Keflavík kl. 06:35 (næsta dag, 1. október)

Innifalið

Flug
Flugvallarskattar
Gisting í 8 nætur á Best Western Lake Dillon Lodge
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
Íslensk fararstjórnLinkur á síðu Icelandair

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1243
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 1081196
Samtals gestir: 74174
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 01:51:23