M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

25.07.2012 07:33

Akureyri.Smá stopp eftir Hvalfjarðargöngin.

Blönduós.

Varmahlíð.

24.07.2012 21:11

Byrjun Akureyrarreisurnar.

Þá er ég orðinn nettengdur, þá er um að gera að henda inn smá bulli.
Síðastliðinn fimmtudagsmorgunn fóru 3 sokkar með fyrstu Herjólfsferð frá Eyjum.
Um leið og við komumst uppá fasta landið var farið með hjólið hans Magna í slipp því að karlinn var gersamlega dekkjalaus.

Jón í JHM-sport reddaði Magnanum svo hægt væri að setja stefnuna á Akureyri.

Við töfðumst um ca. 90 min. þannig að nr 1. fékk aðgang að tölvu svo hægt væri að halda 123.is/batarogskip síðunni á lífi.

24.07.2012 20:58

Á hjóladögum 2012
Jenni, Steini Tótu, Einar Sigþórs, Guðni og Gunnar löggi snöggi.Þarna erum við Jenni með Erni Arnarsyni, Einars á Brekku en  hann er sokkur # 191Örn, og Jenni.Hér eru það Baddi Ring, Stebbi Finnboga og Jói Mara,Hér er Örn # 191 á Honda CB 650 Custom og lítur hjólið þræl vel út hjá Vestmannaeyjingnum norðlenska.

23.07.2012 10:28

Spyrnusokkar á Akureyri 2012


Tók nokkrar myndir af þeim strákum sem tilheyra okkur sokkum og tóku þátt í 100 metra spyrnuni á Akureyri um helgina.

Fyrst er það Gummi Páls á Repsol Honduni 1000 cc.

Og Sæþór Gunnarsson síðustjóri okkar neglir hérna áfram á einu dekki í restina.Hér eru Það Davíð Einarsson og Jói Rækja nær.Davíð á 1300 Suzuki Hayjabusa.
 Hér er Akureyringurinn Kristján Skjóldal á nýja VMaxinum


23.07.2012 01:05

Í Héðinsfirði 2
Hér er Siggi Óli við Maxinn sinn.Og Magni alveg magnaður og sló kall ekkert af alla ferðina þótt votviðri hafi verið á köflum og líka í Sjallanum.Og önnur hattamynd af Magna en hattin fundum við í Héðinsfirði einhver ólansamur hestamaður sennilega gleymt honum þar. Og í kjölfarið var Magna okkar breitt með hraði í Freddy Kruger úr myndini Nigthmer on Elmstreet.Davíð á Busuni sinni og það án gullmerkisins.Sæþór á CBR 1000 Honduni sinni.Undirbúningur fyrir fluttning á BókabúðiniBókó komin um borð í Svampinn eða stóra Daxinn eða bara hvað hann nú heitir aftur.

22.07.2012 03:12

Í Héðinsfirði 2012


Set hér nokkrar úr Héðinsfirði sem við tókum í gær.Það eru allir greinilega í góðum gír enda frábær ferð hjá okkur í alla staði. Meira seinna.

20.07.2012 21:10

Nokkar frá í gær.
Hér er Magni nýkominn úr slipp en það þurfti að setja undir nýja barða enda gömlu eins og Yul Brynner var um höfuðið slveg sköllóttur.

 

Hér er Gummi Páls á Repsol græjuni sinni.Við minnismerkið hans Heidda í Varmahlíð.Fallið heitir þetta frábæra  minnismerki um látna mótorhjólamenn. Höfundur verksins lést í mótorhjólaslysi ári eftir að verkið var sett upp árið 2005.Meira síðar úr ferðini en við erum 12 drullusokkar á hjólum ásamt fylgifiskum sem telja fullt af glæsilegum konum.

20.07.2012 12:41

Á Akureyri 1976
Nú eru Vestmannaeyjiskir Drullusokkar á Akureyri og því upplagt að koma með eina mynd frá fyrstu heimsókn okkar til Akureyrar árið 1976. Þarna eu allar fjögura cylindra Hondur á Islandi á þessum tíma saman komnar, á myndini eru frá vinstri talið Steini Tótu, Bragi Fimboga og Svenni Guðmunds.Þarna eru Steini Tótu og Einar Arnars. í Skagafirði að undirbúa dráttinn til Akureyrar en keðjan hjá Steina brotnaði inn í mótorinn.Hér er svo ein tekin á sama stað 36 árum síðar,svo það er eins gott að ath keðjuna.

17.07.2012 19:42

Smá uppstilling.


                                                                                                                Myndataka Sindri G.

17.07.2012 13:47

Akureyrarferð Drullusokka 2012


Akureyri 2012Jæja þá er ferðin okkar til Akureyrar um næstu helgi en eins og áður hefur komið fram verður hver og einn að sjá um sína gistingu sjálfur þar sem við hreinlega getum ekki áætlað hve margir ætla með og frekar fúlt að panta og borga fyrir 20 til 30 manns og svo mæta bara 10 eða 15 við vitum ekki fjöldan fyrir fram sorry. Ég og Erla leigðum íbúð fyrir mánuði síðan og geta 4 gist hjá okkur. Og var það þannig að fyrstur kemur fyrstur fær eins og komið hefur fram áður. Þeir sem með okkur verða eru eftirtaldir 
 Jenni # 7,Siggi Óli # 69, Hermann # 59, Darri # 61.
Við ætlum að fara með Herjólfi fyrstu ferð á fimtudaginn og leggja í ann frá N 1 í Mosfellsbæ kl 12.00 þar sem reiknað er með að fara Þingvallaleiðina frá Landeyjarhöfn. Það eru allir velkomnir að koma með okkur norður enda ætlun okkar að hafa bara gaman af enda sumarið stutt á Islandi.

16.07.2012 22:12

Katana hittir fyrrum eiganda

Bræðurnir Hilmar og Adólf kíktu í skúrinn hjá Sigga Kollþrykktum til að kanna ástandið á æskuástinni hans Adólfs.

Adólfi minnir að það hafi verið í skárra standi þegar að hann átti það.

Það væri gaman að fá myndir af hjólinu frá því í gamla daga.

Þarna gæti hann verið að hugsa ; Jú veistu það leit betur út.

16.07.2012 20:34

Þrautabraut á hjóladögum 2010

Hér er sigurvegarinn í keppninni 2010.

16.07.2012 07:40

Um helgina nýliðnu.
Stebbi Jóns heimsótti Eyjarnar um helgina og hengdum við að sjálfsögðu nælu á kallinn.Sko hann Stebbi var mótorhjólamaður þegar ég var á Honda 50 og það er sko langt síðan og aldrei slittnaði ferillinn hans Stefáns og ef naðran bilaði hjá manni þá reddaði Stebbi því ekki málið sagði hann.

 Þessir byrjuðu allir að hjóla fyrir meira en 40 árum síðan.En samt svona ungir......skrítið.
Það er aldeilis búin að vera brakandi blíðan ekki bara síðustu viku heldur vikur.

15.07.2012 12:39

Syllukallarnir í Drullusokkunum


Flestir muna eftir Prúðuleikurunum úr sjónvarpinu í den en þar voru ofarlega Syllukallarnir sem sátu í stúku og tuðuðu svona í gríni um sýninguna. Nú eru drullusokkar búnir að eignast sína eigin syllukalla en kíkjum aðeins á þetta nánar.Hérna eru kvikindin.Og hérna eru syllukallarnir á sylluni þessir orginal.Hér eru svo syllukallarnir okkar Drullusokka, Biggi og Gilli báðir flottir og standa ávalt þétt saman á móti formanninum. Það skal skýrt tekið fram að þetta er allt í góðu enda bara gaman að vera til.
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1243
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 1081196
Samtals gestir: 74174
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 01:51:23