M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.10.2012 08:00

Sokkar árið 2007 part 2.




Gylfi Úranusson á Norton 750cc hjóli sínu.



Hermann Oddsteinsson á Kawasaki 600 cc Ninja hjóli sínu.



Fanney Gisladóttir á Honda 750 cc hjólinu sem hún átti þarna.



Aggi Hjálmars hennar Ingu Hönnu á Yamaha 535cc hjólinu sem hann átti þarna.



Siggi Konn á Yamaha Dragstar 1100cc hjóli sínu.



Hjörtur Bollason á 1100 cc dragstar Yamanum sínum sem hann átti þarna.


25.10.2012 13:53

Sokkar árið 2007 part 1.


Hér koma nokkrar gamlar myndir frá fimtudeginum fyrir þjóðhátíð árið 2007. Skipti þessu í þrjá parta þar sem þetta eru margar myndir en hér er fyrsti hlutinn.



Svenni Matt á V maxinum sínum.



Einar Sigþórs á Kawasaki 1400cc hjóli sínu.



Rúnar Birgis á Suzuki Intruder 1400cc hjólinu sem hann átti þarna.



Sævar Binnason á Suzuki Intruder 700cc sem hann átti þarna.



Siggi Árni á CB 750 Honduni sem gamli á.



Og Freyr Atlason á Harley Davidson hjóli sínu.

24.10.2012 11:50

Barnabörnin á Daxinum.




Hér eru Erla litla og Tryggvi litli á Daxinum og bíða eftir að stækka smá svo hægt verði að fara að hjóla á Daxinum sem bíður bara rólegur.



Hér er svo Halldór Breki kominn í hópinn með stóru systur sinni Erlu Rut og Tryggvi Elí sér um stýrið. Það er nú ekki hægt að hrópa húrra fyrir netsambandinu hér austur af landinu og ekki er það símasambandið heldur. Já það þarf að vinna líka gamli ekki hægt að lúra hjá konuni á nóttuni ens og sumir. Darri minn þú veist þú skilur. 24 tímar á sólarhring og ekki orð um það meira.

23.10.2012 17:37

Ducati Monster 2013

Á næsta ári eru 20 ár frá því að Ducati kom með fyrsta Monsterinn á markað, að því tilefni bjóða þeir uppá afmælisútgáfu af öllum þremur Monsterunum sem í boði eru,
696, 796 og 1100EVO.

1100Evo hjólið, verkleg græja. Ætli að Biggi ætli að yngja upp ??

Hér er svo 2013 Monster flotinn.

Monsterinn kom árið 1993 og sló nýtískuleg hönnun hjólsins í gegn, nútíma naked græja. Ducati hefur nú selt 250.000 eintök og er Monsterinn mest selda Ducati hjól frá upphafi.

22.10.2012 20:03

Isle of man TT slow mo.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta video alveg grjótmagnað. Tekið á Mön í HD (háskerpu, ekki Harley Davidson) og sýnt í slow motion,, grjótmagnað..

21.10.2012 10:00

Tvær frá Mön 1983




Hér eru Biggi og Dolli við raceaðan CBX



Biggi, Addi Steini og Gylfi Úr við Kawasaki 900 Z1.



Hér eru svo Hermann Haralds og Ómar Sveins við 750 græjuna mína myndin er tekin sumarið 1977 fyrir utan Hótel Holt í Rvk en þar var slett rækilega úr klaufunum eftir vertíð.

19.10.2012 11:31

meira af árinu 1985 í sögu Suzuki

Suzuki var með sérstaka græju á teikniborðinu árið 1985.

Suzuki Falcorustyco concept.

Takið eftir stýrinu....

19.10.2012 10:56

Suzuki GSX-R síðan 1985

Í tilefni af því að búið er að framleiða 1.milljón GSX-R hjóla hjá Suzuki, bjóða þeir uppá sérstaka minningar týpu af 1000 súkkunni 2013. Hjólið verður framleitt í 1985 eintökum til að minna á að fyrsta GSX-R hjólið kom á markað árið 1985, það hjól var GSX-R 750, það hjól var í rauninni nr.1 race hjól og nr.2 götuhjól, svoleiðis hjól höfðu aldrei komið á markað fyrr.




 

Endum svo á einni mynd af upphafinu.

GSX R 750 1985

19.10.2012 10:00

Biggi Jóns og heilsuhælið.


Það spurðist út hér í gær að hann Biggi Jóns VINUR ætti vagúmmælasett. Það var eins og við manninn mælt skúrinn hanns fylltist af 750 Hondum sem vildu bót meina sinna og fá vagúm tott á blöndunga, eftir að gulu herskipinn fengu bót á blöndungum þá var ráðist á breska heimsveldið af alefli. En svona í alvöru þá varð mikil breiting á þessum elskum öllum við að fá stillingu á blöndungunum.

Takk Biggi minn. Þú ert bestur.




Hér er Japanski flotinn frá 1974 í endurhæfingu á Breska heilsuhælinu, þar var gælt við stelpurnar.sem enn eru vel sprækar rétt um fertugt.



Hér bíða þær allar 3 á biðstofuni  eftir aðhlynningu



Allar eru þær af árg 1974 tvær enn með Kanaljós og ein Evrópu græjuð minna afturljós og stefnuljósin lika.

18.10.2012 09:12

Á Isle of Man 1983




Hér er ein tekin úti á eynni Mön árið 1983 búið að versla sér bjórkyppur sem þótti á þessum árum mikill munaður á Islandi enda bjórbann hér.

17.10.2012 11:22

Magni Kruger Hauks.




Hér er nýleg mynd af Krúgernum en þessi mikli gleðigjafi býr eins og menn kanski vita á Elmstæti 3 hér í bæ.Þar er hann í góðu yfirlæti og hefur að sögn kunnugra boðið sjálfum Brad Pitt í glas eða réttara sagt glös.

15.10.2012 19:30

Litli Jenni á litlu Honduni




Hér sjáum við litla Jenna eða Jóhannes á litlu Honduni á heimilinu.



Og hér er stóri Jenni á stóru Honduni á heimilinu, báðir í góðum málum eins og Biggi sagði.
Flettingar í dag: 9896
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 2916
Gestir í gær: 215
Samtals flettingar: 1433839
Samtals gestir: 87279
Tölur uppfærðar: 1.12.2024 18:09:29