Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2015 Apríl
24.04.2015 18:31
Hver er maðurinn ?
Laugi sendi okkur þessa skemmtilegu mynd.
Hver er maðurinn, já og jeppinn ?
Hver er maðurinn, já og jeppinn ?
Skrifað af Sæþór
08.04.2015 08:29
RR motos
Óli bruni hefur verið að dudda sér í skúrnum ásamt tengdasyni sínum, verkefnið er Yamaha XS650 sem var síðast gulur í street tracker lúkki en er nú búið að breyta og hefur fengið nafnið RR motos, því að Óli og tengdasonur hans eiga það sameiginlegt að heita báðir Róbert !
Þeir breyttu hjólinu algerlega eftir eigin höfði og er sætið t.d. hjólabrettabotn sem Auðunn Jóns bólstraði, handföngið og rafgeyma"hlífin" er einnig handsmíði, ásamt mörgum smáatriðum sem þeir félagar hafa föndrað við. Útkoman er ansi flott.
Hér er hjólið eins og það var áður en Óli byrjaði að fikta.
Svona var hjólið í fyrra.
Svona er það í dag.
RR motos
Töff tæki, RR tengdafeðgarnir geta verið stoltir af þessu.
Þeir breyttu hjólinu algerlega eftir eigin höfði og er sætið t.d. hjólabrettabotn sem Auðunn Jóns bólstraði, handföngið og rafgeyma"hlífin" er einnig handsmíði, ásamt mörgum smáatriðum sem þeir félagar hafa föndrað við. Útkoman er ansi flott.
Hér er hjólið eins og það var áður en Óli byrjaði að fikta.
Svona var hjólið í fyrra.
Svona er það í dag.
RR motos
Töff tæki, RR tengdafeðgarnir geta verið stoltir af þessu.
Skrifað af Sæþór
08.04.2015 08:12
Sjúsjúski
Á meðan við bíðum eftir næsta kafla í ferðasögu Steina og félaga þá getum við rennt yfir samantekt um nakta Súkku, ekki slæmt það.
Suzuki GSX-S750 2015
Jæja
það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og nú sit ég sveittur við að
læra allt uppá nýtt í ritumhverfi sem ég þekki bara ekki neitt þ.e.a.s.
MAC umhverfi, ég hef bara unnið á PC, en hvaða bull er þetta nú er ekki
fjallað um mótorhjól á þessari heimasíðu !! En ekki einhverja
ritvinnslu. En þessi inngangur er til að afsaka allar villur sem fram
munu koma í þessari umfjöllun um tegund sem talin er í guðatölu hjá
a.m.k. sumum= SUZUKI.
Þetta
mótorhjól þ.e.a.s. nýja súkkan sem ber heitið GSX-S750 sem er nakið
hjól þar sem þú sérð allt sem gaman er að skoðan ekki falið bakvið
eitthvað plastdót ha ! En að sjálfsögðu allt smekkur manna hvernig við
viljum hafa hjólin okkar, það eru jafnvel til menn sem sjá bara bresk
mótorhjól og svo aðrir sem telja H frá Japan það eina sem er umræðuhæft,
en nóg af bulli snúum okkur að þessu flotta hjóli. Það má rekja sögu
þess mörg ár aftur í tíman þ.e.a.s. allt aftur til ársins 1986 þegar
GSXR750 hjólið var kynnt til sögunnar í USA, en sú græja er meira svona
fyrir þá sem eru með hugann meira við að líta út eins og alvöru
kappaksturshetjur.
Þetta
nýja hjól er með ásetu sem ætti að henta flestum, þú situr nokkuð
uppréttur og þungi efri hluta líkama þíns hvílir ekki á úlnliðum þínum.
Hjólið er með fjögurra strokka línumótor sem er vatnskæld. Vélin er ný
hönnun í raun, þetta er ekki "afturkreistur" GSXR mótor, heldur er þessi
mótor hugsaður fyrir aukið tog og aðeins minna afl en stóri bróðir R
hjólið. Þetta er gert með öðrum knastásum og tímingu á ventlum sem og
önnur bein innspýting, gefur einnig betri nýtingu á eldsneyti, allt
hentar þetta betur hefðbundum götuakstri sem og hugsanlega eldri hóp
ökumanna eða hvað ??!!
Hjólið
er mjög þægilegt í akstri og fer vel með ökumann, hefðbundin sex gíra
Súkku gírkassi og þægileg létt kúppling sem og gott tog hefur þau áhrif
að mjög þægilegt er að taka af stað sem og að gefa inn í hærri gírum á
lágum snúning án þess að hjólið fari að hiksta og skjálfa, á 85 mílum er
snúningshraði mótors um 6000 rpm. Hjólið er ekki mikið tölvustýrt
heldur er það ökumaður sem ber ábyrgð á því að taka af stað án þess að
spóla (þið þekkið þessar stillingar á stýri sem gefa þér ca. þrjá
möguleika að nota afl mótors) sem og að stöðva án aðstoðar ABS. Mælar
eru LCD (digital) og vel læsilegir. En hjólið tekur hressilega við sér
ef tekið er á því, þetta er engin miðaldra letigræja, nei svona okkar á
milli gæti örugglega verið með Banditt eigendur á baksýnisspeglum !!
Það
má kalla það smá afturför að grindin í hjólinu er úr járni/stáli en
ekki áli, framfjöðrun er KYB upside down/inverted, en bæði fram og
afturfjöðrun er bara stillanleg í aðra áttina (preload), sem sumum þykir
dapurt á svona hjóli, en miðað við hámarkshraða hér á landi þá ætti það
ekki að koma að sök !! En þá eru það núverandi aðstæður hér á
suðurhorninu sem og annarsstaðar, vegir eru líkari því sem gerist í
vanþróaðri löndum= Hola við holu, frá holu til holu. Nú úr því maður er
byrjaður að tala um ástand vega, þá er meira af sandi, möl og lausu
malbiki á yfirborði "slóða" hér á stór Hafnarfjarðarsvæðinu en ég hef
nokkurn tíma séð og þó ég hafi bara tekið einn stuttan rúnt hér um
daginn, þá snérist sá rúntur aðallega um að forðast holur, sem svipar
til keiluaksturs sem kannaski gerir okkur bara að betri ökumönnum, sem
og að forðast allt hitt "jukkið", já það má allaf finna eitthvað jákvætt
í öllu !! Semsagt öll hefðbundin götuhjól verða til sölu fljótlega og
allir fá sér svona GS Bimma sérbúin til utanvegaaksturs.
Óli bruni
stolið og stílfært af netinu
Mótor 749cc DOHC inline-4
Gírkassi Six-speed
Framfjöðrun Inverted fork, adjustable preload
Afturfjöðrun Single shock, adjustable preload
Frambremsa Twin discs
Afturbremsa Single disc
Framdekk 120/70ZR-17
Afturdekk 180/55ZR-17
Bensínmagn 4.6 gal.
Heildarlengd 83.3 in.
Breidd 30.9 in.
Bil milli hjóla 57.1 in.
Hæð frá jörð í lægsta punkt 5.7 in.
Sætishæð 32.1 in.
Vigt 470 lb.
Skrifað af Mr. Burn / Sæþór
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar