M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

20.12.2014 09:50

Jólahittingurinn....

Þá er komið að jólahittingnum.

Í kvöld 20.desember, ætlum við Drullusokkar að hittast í gullborgarhúsinu upp úr kl 18:30 
Þetta verður bara spjall á léttu nótunum, aðal umræðuefnið verður að sjálfsögðu blöndungsstillingar á Honda CBX1000, ásamt öðru uppbyggilegu Honda-spjalli. Addi Steini og Darri byrja kvöldið á fyrirlestri um CBX-blöndunga en þegar líða fer á kvöldið mun Stebbi Finnboga vera með fyrirlestur á Skype fyrir lengra komna og fræða okkur enn meira um blöndungana, uppbyggingu, stillingar ofl. Svo að fyrirlestrum loknum, snæðum við á jólaflatbökum og skolum þeim niður með drykkjum af ýmsu tagi.

ATH. Það er bannað að ræða um samgöngumál, þetta á að vera skemmtilegt.

Kveðja
Stjórnin.
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 362
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 4772868
Samtals gestir: 624661
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 01:37:04