M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2014 Júní

29.06.2014 21:46

Frá skoðunardegi drullusokka þann 26 júní.


Set hér nokkrar myndir inn frá skoðunardegi okkar um daginn. En það stendur til að Drullusokkar fjölmenni á hjóladaga á Akureyri sem haldnir verða dagana 17 til 20 júlí næstkomandi en það verður stóra ferðin okkar í ár. Undanfarin tvö ár höfum við farið norður og haft mikið gaman af enda sumarið okkar stutt í báða enda. En nánar um Akureyrar ferðina síðar.



Janus yfirgrillari að störfum. en hann á núgildandi Islandsmet í ýtingum mótorhjóla eftir að hafa slegið metið með því að ýta henni Maríu sinni allan Landeyjarafleggjarann sem er jú 13 km að lengd, geri aðrir betur.



Hér er búið að skoða Bryndísi varaformann og Janus sem fékk að vísu akstursbann á sig.



Viðar yfirmóttakari Drullusokka sporðrennir einni af grillinu.



Það er árlegt að Geirfuglarnir mæti á skoðunardaginn en annars sjást þeir örsjaldan á ferðini. Hér er Diddi í Svanhól yfirgeirfugl með eðal Hondu sína sem er CX 500 með V2 mótor.



Hér er Gauji á Látrum en hann er nýfarinn að hjóla aftur eftir 45 ára hlé en kallinn átti í den Hondu CB 450 black bomber af árg 1967.



Hér er Gauji Guðna en hann er svolítið á ferðini hér í eyjum.



Simmi í Betel kominn í Race fíling með R1 Yamaha.



Hér er ein vel táknræn af Adda Steina en þarna má vel sjá að hann er komin yfir á götuhjól af drullumallaranum.



Hér eru Biggi Jenni og Óli í skílinu flottir saman.



Og Hlynur Rikka á græjuni sinni.


25.06.2014 12:26

LOKSINS Í VESTMANNAEYJUM.....



Loksins bifhjólanámskeið í Eyjum ef næg þátttaka fæst!

 

Njáll Gunnlaugsson bifhjólakennari ætlar í samstarfi við Drullusokka að standa fyrir bifhjólanámskeiði í Vestmannaeyjum í júlí ef næg þátttaka fæst.

Kennt verður á allar gerðir hjóla, frá 125 rsm til 600 rsm 100 hestafla mótorhjóla með ABS bremsum. Miðað er við að lágmark 10-12 manns skrái sig á bóklegt námskeið sem kennt verður í Eyjum fyrripart júlí og bóklegt próf tekið beint í kjölfarið. Njáll mun svo koma langa helgi til að kenna verklega, líklega18-20 júlí sem lýkur með verklegu prófi mánudaginn eftir.

Áhugasamir þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] sem inniheldur nafn, kennitölu og GSM númer, eða sömu upplýsingar í SMS á númerið 898-3223 með fyrirsögninni "Eyjapróf". Verður látið vita strax eftir goslokahelgina hvort af þessu verður eða ekki svo það er um að gera að skrá sig strax.


23.06.2014 15:50

Skoðunardagur



Jæja, þá er það taka 2.
 Skoðunardagur Frumherja og Drullusokka verður haldinn næstkomandi fimmtudag frá kl 13:00- 18:00 og jafnvel lengur ef það hentar.
Skoðað verður í skátaheimilinu.
Vonumst til að sjá sem flesta.


12.06.2014 09:53

Smá meira spyrnutengt


Tvær myndir frá Gauja af startinu.

Geir Jón flottur.

Svo er hér stutt video frá Gulla, þar sem #1 er að hita kettlinginn fyrir spyrnuna, yfirlýsingin í lok klippurnar er nokkuð góð.

10.06.2014 22:17

Silkiprent

Sveinbjörn hjá Silkiprent hafði samband við okkur.
Þar eru tilbúnir 10 borðfánar + stangir og tveir stórir fánar, en vandamálið er að hann veit ekkert hver pantaði þetta.

silkiprent_undirskrift

10.06.2014 11:56

Hugmynd að ferð.




Okkur í stjórninni datt í hug að auglýsa nýja tegund af Drullusokkaferð.
Ef áhugi er fyrir ferðinni verður farið með fyrstu ferð Herjólfs kl. 8:30 næstkomandi laugardag (14.06.14).
Ferðin verður með öðru sniði en vanalega og ber yfirskriftina " Gengið með hjólin".
Planið er að labba með hjólin að Seljarlandsfossi og fá sér að borða þar, spjalla saman og teygja á, svo verður rölt til baka og komið heim með kvölmatarferðinni.
Fararstjóri er Jenni rauði og ætlar hann nú að ganga með Yammann.
Svo verður Eyþór Þórðar á pikkanum sínum með spotta svona til öryggis ef menn verða þreyttir.

Þetta verður rætt á næsta fundi Drullusokka á fimmtudagskvöldið, þar verður Jenni með kynningu á ferðinni ásamt reynslusögu.


Kveðja


Stjórnin.


09.06.2014 10:04

Frá síðustu helgi...............


Norðan-mennirnir að græja sig heim.

Feðgarnir flottir á Hallanum.

Annar racer-inn, CBX-inn hans Adda.

Og hér er hinn racer-inn, CB-inn hans Tryggva.

Kawinn hans Björgvins.

Gamli búinn að setja gamla í svarta búninginn.

04.06.2014 14:15

Kaffifundur annað kvöld


Við minnum á kaffihittinginn á fimmtudagskvöldum kl 20:02 í Gullborgarhúsinu (bakvið Braggann)
Við vonum að Gaui og Bryndís fari að láta sjá sig.

Kveðja

Stjórnin.

02.06.2014 18:30

Nokkrar myndir frá helginni


Afkomendur Geira heitins Heiðursfélaga #48.

Bretarnir.

Binni og Gústi að skoða ringdingara með dömutakka.

Biggi og Nortoninn.

Óli á CBX-inum.

Darri og CBX-inn hans.

01.06.2014 22:36

Spyrnan

Hér er video frá Gauja Engilberts af spyrnunni ógurlegu.

Sándið í CBX 1000 með Kerker 6 í 1, já sæll hvað er að frétta, bændurnir á suðurlandi hringdu og kvörtuðu yfir hávaða,, geðveikt hljóð..

Honda from GE Verk sf on Vimeo.

01.06.2014 21:53

Hjólahelgin..

Jæja, þá er hjólahelgi okkar Drullusokka afstaðin.
Hún heppnaðist bara ágætlega. Skoðunardagurinn frestaðist, en grillið og hittingurinn á föstudagskvöldinu var ljómandi. Veisluþjónusta Einsa kalda sá um matinn og var hann hrikalega góður. Við borðuðum í húsinu hans Rabba (ekki lengur) á Dala-Rafn á Skipasandi og svo var spjall fram eftir kvöldi.
Á laugardeginum var svo spyrnt, lögreglan lokaði fyrir okkur veginum suður á eyju svo að Addi og Tryggvi gætu útkljáð sín mál, en ég hef grun um að umræðan um hvort hjólið sé öflugra upp þessa brekku muni taka sig upp aftur.
Næst buðu Tryggvi og Erla uppá dýrindis humarsúpu í Nöðrukoti.
Síðan var græjuð sýning í Dala Rafns húsinu, húsinu hans Darra, Nöðrukoti hjá Tryggva, Goggaheimilinu (þar sem boðið var uppá dýrindis vöfflur ) og svo var Jón í JHM-sport með sölubás í Bjargar húsnæðinu. Bernhard menn voru svo með fjögur ný hjól í Bragganum ásamt fatnaði, Stebbi í Eyjablikk lánaði okkur einnig sitt bil en ekki komu nægilega mörg hjól til að raða í það húsnæði. Síðan var tekinn rúntur um bæinn til að loka deginum.

Helgin heppnaðist ágætlega en veðrið setti samt strik í reikningin, sýningin hefði verið úti á Skipasandi, rúnturinn verið fjölmennari og spyrnan hefði notið sín betur, en við búum á Íslandi. Þetta var kannski frumraun okkar Drullusokka í að halda svona prógram og hef ég fulla trú á því að hjólahelgin okkar muni bara þróast og verða skemmtilegri á næsta ári.

Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að halda þetta kærlega fyrir, öllum þeim sem mættu á sýninguna og einnig viljum við þakka öllum þeim Norðureyjingum sem komu kærlega fyrir komuna, það var virkilega gaman að fá ykkur.

Takk fyrir helgina, þetta var frábært og þetta verður enn betra næst.


Gauji og Daddi.

Básinn hjá JHM-Sport.

Dala-Rafns húsið.

Inni hjá Darra.

Óskar og Biggi.

Þeir eru í öllum stærðum Drullusokkarnir.

Já og reyndar Akureyringarnir líka.

CBX-inn.

Ef einhverjir eiga myndir eða myndbönd frá helginni, þá væri gaman að fá afrit inná síðuna okkar.
  • 1
Flettingar í dag: 680
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 780772
Samtals gestir: 55307
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:12:34