M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Félagsreglur

1.gr. Heiti félagsins
Félagið heitir M.C. Drullusokkar

2.gr. Tilgangur og hlutverk félagsins
Að efla kynningu og viðhalda félagsstarfi félagsmanna
Að stuðla að skemmtikvöldum svo sem leikhúsferðum, spila- og myndakvöldum ásamt öðrum skemmtunum.
Að sjá um tækifærisgjafir

3.gr. Félagsaðild
Til að gerast félagi þarf maður/kona SANNARLEGA að vera skráður eigandi bifhjóls. Sótt er um aðild að félaginu til stjórnar.

4. gr. Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir maí lok ár hvert og skulu þá lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Reikningsárið skal vera frá 1.september til 31 ágúst.

5. gr. Stjórn félagsins
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi ár hvert og skulu hana skipa þrír aðilar þ.e. formaður, sem skal kosinn sérstaklega,meðstjórnandi, gjaldkeri og ritari. Þá skal kjósa tvo endurskoðendur. Stjórnin skal kosin til eins árs í senn. Stjórn skal geta leitað til félagsmanna eftir þörfum.

6. gr. Fundarboðun
Stjórn félagsins skal boða til almennra funda svo oft sem henni þykir þörf á.
Aðalfundur skal boðaður með minnst 7 daga fyrirvara og telst löglegur ef 2 % félagsmanna mætir.

7. gr. Verkefni stjórnar

Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld, greiðir reikninga félagsins eftir tilvísun formanns og færir bókhald fyrir félagið. Stjórnin skal varðveita sjóði og aðrar eignir félagsins er það kann að eignast á eins hagkvæman hátt og unnt er.
Hafi félagsmenn einhverjar tillögur eða hugmyndir sem þeir hafa áhuga á að koma á framfæri, skulu þeir snúa sér til stjórnar félagsins.

 

8. gr. Fjáröflun
Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi eða félagsfundi sem boðaður er til með sama hætti og til aðalfundar.
Beita skal öðrum fjáröflunarleiðum eftir því sem henta þykir að mati stjórnar.

 

9. gr. Félagsslit
Við félagsslit skulu hugsanlegar eignir félagsins renna til líknarfélaga sem stuðlar að bættri heils manna, en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu frá dagsetningu félagsslita.

 


10. gr. Félagsgjöld

_______________

Sá félagsmaður sem ekki hefur greitt félagsgjald Drullusokka í samfelt í 2 ár segir sig sjálfkrafa úr félaginu.

Flettingar í dag: 3898
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291348
Samtals gestir: 80595
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 09:06:01