M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.12.2013 22:23

Cafe racer !!!!

Cafe racer dellan hefur heltekið íslendinga nú í þónokkurn tíma, en ekki náð almennilega að breiða sér út í Eyjum,, þar til einmitt núna þessa síðustu daga.
Ég veit til þess að tveir grjótharðir orginal-menn í klúbbnum eru aðeins að breyta hjólunum sínum og svipar breytingin til cafe racer menningarinnar að mínu mati.


Sko nýtt stýri á Kawann hjá formanninum, þetta er byrjunin.

Jæja Óli ég vona að þú getir komið með nokkur vel valin orð.

Svo veit ég af öðru hjóli hjá öðrum manni og hefur það hjól fengið smá cafe-andlitsliftingu en hef ég ekki náð papparazza skoti af því,,, enn þá.

09.12.2013 23:59

Nurburgring

Fyrir þá sem hafa þolinmæði í einn hring á Nurburgring þá er þetta geggjað video.


08.12.2013 15:16

1800 Trúderinn....

Suzuki Intruder 1800, það eru nú e-ð af þessum hjólum hér í Eyjum, fín samantekt þetta, þó hún sé skrifuð með Gaflara í huga, þeir eru ágætir greyjin.

Í eigu Bergs Guðna.

og í eigu Lilla.

Suzuki Intruder 1800:  Mótorhjól sem lætur menn vita af því mótor er milli lappa þeirra, sem og nær skildueign til að komast í stjórn Gaflara MC.

Við ungu mennirnir segjum þetta mótorhjól er hrikalegt og meinum þá að það sé flott "töff" o.s.frv.  Og það er óhætt að segja að Trúderinn sé hrikalegur með sinn 1783 cc mótor, það er sko alvöru V 2 mótor með stóru vaffi. Hjólið vigtar nær fjögurhundruð kílóum, nákvæmlega 347 kg og þessi samsetning segir: Mótorhjól fyrir alvöru karl- menn (og konur). Trúderinn var kynntur til sögunar árið 2006 og árið 2010 kom M1800R á götuna.  Blaðamenn segja að þvermál strokka 112 mm sé með því stærsta í heiminum ef þá ekki það stærsta, þ.e. af fjöldaframleiddum hjólum. Tog er á við stóran skuttogara 118 ftlb og veitir eflaust ekki af miðað við þyngd. Sumir segja (þeir sem eiga ekki) að Trúderinn sé bara eftirlíking af Harley, ekki leiðum að lýkjast þar og blaðamenn bæta við að hjólið sé betur framleitt og með meira afl heldur en Harley. Miðað við þennan stóra V mótor 1783cc, þá er hjólið í raun virkilega þýðgengt. Kúplingsátak er mjög létt miðað við búnað og það þarf aðeins tvo fingur á kúplingshandfang og rennur hjólið í gíra við skiptingar. Eins og hefðin hefur verið hjá Suzuki þá er beina innspýtingin og kveikjukerfi með því betra sem til er á markaðinum. Ekkert hik eða hikst vegna innspýtingar sem er nú nokkuð algengt. Í raun frábær hönnun á V mótor og flestir blaðamenn mótorhjólablað gefa mótor fjórar stjörnur af fimm og eigendur Trúdersins nær oftast fimm stjörnur. Svo eru einhverjir sem tuða yfir því að vatnskældur V mótor sé ekki alvöru "krúser", dæmi hver fyrir sig. Miðað við stærð hjólsins þá "höndlar" það virkilega vel, sætishæð er góð fyrir lappastutta aðeins 705mm svo jafnvel varaformaðurinn nær niður á gatnamótum þegar stöðvað er, reyndar segja "vinir" hans að Trúderinn hans sé að skjóta rótum. Sama má segja um fótpedala meðalmenn ná vel á þá og áseta er þægileg, nema fyrir þá sem nota buxur með skálmasídd undir 29 tommum. Þyngd hjólsins liggur mjög neðarlega og gerir það að verkum að hjólið situr vel og ekki svo þungt í meðförum jafnvel á bifreiðastæði, en "vinir" ritara klúbbsins segja að hans hjól standi mest á bifreiðastæðum því hann sé alltaf upptekin við að bæsa sumarbústað sinn (ljóta bullið í þessum vinum). Bremsur eru sagðar ágætar, tveir diskar að framan með fjögurra stimpla bremsudælum, en mættu vera betri, það þarf að taka vel á þeim við neyðar-hemlun, en gleymum ekki þyngd hjólsins, en ekki má gleyma mótorbremsunni þ.e. mótornum sjálfum. Trúderinn er hlaðinn krómi svo miklu að gott er að eiga rafsuðu-hjálm segja sumir. Þó Suzuki verksmiðjurnar séu þekktari fyrir sporthjólin sín eins og GSX-R hjólin (uss gleymdi Bandit) þá er krúser framleiðsla þeirra alveg jafn vinsæl í USA og Þýskalandi, tala nú ekki um Ísland. Eina sem blaðamenn hjólablaða setja útá er svona endafrágangur og sparnaður í vali í boltum og róm, mætti vera betra. Í samanburði við aðra krúsera í þessari mótorstærð t.d. Harley þá þyrftu menn í raun að fara í custom Harley CVO/Screaming Eagle til að fá svipað magn af krómi og dóti, en verðið já tveir Trúderar fyrir einn CVO Harley. Blaðamenn mótorhjólablaða gefa nær allir hjólinu fjórar stjörnur af fimm í heildareinkunn. Nú er bara að sjá hvort þessi grein sem og "vinir" varaformanns og ritara Gaflara ýti þeim ekki útá malbikið meira heldur en hefur verið, en þeim til varnar verð ég að segja að það ringdi bara í allt sumar og að bóna allt þetta króm uss maður bara svitnar við tilhugsunina. Lesa má meira um þetta frábæra hjól á netinu.

Stolið og stílfær af netinu:  

Óli bruni


Þó svo að það sé mikið af krómi á hjólunum þá er alltaf hægt að breyta einhverju.

Þessa sætishlíf fékk ég einmitt í "glærun" á föstudaginn, málað af Ýrr, hrikalega töff gert.

Á eftir að koma fínt út á Trúdernum.



06.12.2013 21:29

Einn flottur að græja sig í hjólatúr.

Þetta er óborganlegt videó af eldri manni að finna sig til fyrir ökuferð á hjólinu sínu, sem að mér þykir reyndar ansi flott, Honda Dream 50 1997 með tveimur yfirliggjandi kambásum o.fl. fíneríi. En takið eftir því hvernig dúddinn vippar hjálminum á hausinn.


06.12.2013 20:46

Counter steering

Hér að neðan útskýrir Keith Code hjá California Superbike School "counter steering" (kannski öfugstýring á íslensku) á skemmtilegan hátt.

06.12.2013 16:53

Smá upprifjun frá aðalfundi 2011

Þar sem megnið af félagsmönnum okkar eru annaðhvort gamlingjar eða mjög gleymið (illa gefið segja sumir) fólk þá er tilvalið að taka smá upprifjun.

Aðalfundur Drullusokka 02.09.2011


Víkursokkarnir okkar í upphitun hjá nr #1.

Auminga Hilmar, eins og hann er nú góður karl....

Óli "pistlahöfundur" Bruni á ansi vígalegum Harley-Davidson.

Björgvin dúkki á 750 Súkkunni sem hann átti.

Hún er seig Hondan hjá Bryndísi, með heilan trukk aftan á.

Jói Sæm. #227

Líf í bænum.



Þessi er góð af tveimur eðalkörlum og æskufélugum.

Formaðurinn og K1 Hondan hans.

Þarna var Dr-inn (Bjössi sko ekki Rossi) á GPz 900R

Sigurjón, Alli og Óli eftir fundinn....

04.12.2013 07:08

Ein grein fyrir Hörð og Dadda...


2013 Honda CBR1000RR Fireblade

Jæja enn ein sagan um Hondu, en nú verður fjallað um alvöru hjól: 2013 Honda CBR1000RR.

Við fyrstu sýn er nær engin munur á 2012 hjólinu og 2013, já í raun sama hjólið og kom á götuna 2008, en því að breyta vel heppnuðu hjóli. Öfugt við flest önnur súperbækin á markaðinum þá er CBRinn ekki með neinu rafmagnsdóti til að stilla afl til afturhjóls eða annað takkadót á stýrinu, þetta er hjól fyrir alvöru karlmenn (ekki satt Sæþór). Jú hægt er að fá hjólið með ABS. Einn galli er þó á þessari íhaldsemi hjá Honda það er það að afl Hondunnar er nokkuð að baki hinna súperbækanna og spurt er ? getur þetta hjól í raun lengur keppt við hin súperbækin ? Stór spurning það !! En hvað er nýtt á hjólinu, jú litavalið og nýjar feringar, ný fjöðrun, nýjar felgur, uppfærð bein innspýtingin sem og bremsur. Fjöðrun er nú frá fyrirtækinu Showa og telst með því betra og talið alveg jafn gott og t.d. Ohlins TTX36 eins og er á Ducati 1199 Panigale S sem er reyndar örlítið já örlítið dýrara. Þessi nýja afturfjörðun kemur betur í veg fyrir "skopp" á afturdekki í átaki, einnig að átak á afturdekk útúr beygjum er miklu betra og með því betra sem þekkist og þá án allrar rafmagnstölvustýriaðstoðar (nýtt orð?!). Nýtt mælaborð er á hjólinu og mjög gott að lesa af því hvort sem mikil sól er eða myrkur. Eins og áður sagt var beinu innspýtingunni breytt og það finnst aðallega þegar slegið er snögglega af og gefið hressilega inn. Nýju felgurnar eru tólf bita og sagðar léttari en stífari. Nýir bremsupúðar eru notaðir og þeir virka vel eru ekki eins viðkvæmir við átaki þó ekki þurfi að hafa áhyggjur af því þegar hjólið er pantað með ABS, en það kerfi er talið gott og þá aðallega hvernig átak er milli fram og afturhjóls, en nota alvöru hjólamenn ABS, já hinir hafa allir farið í götuna er það ekki !! Hjólið er uppgefið 175 hestöfl sem eins og áður sagt með því minnsta sem gerist með 1000 cc súperbæk frá Japan, en samanburður er samt ágætur t.d. er R 1 Yamminn 180 hestöfl en nokkuð þyngri, Hondan er 439 lbs. en Yamaha hjólið vigtar 454 lbs. Hvað segja prufuökumenn um akstureiginleika hjólisins, munum að þessir prufuökumenn eru flestir alvöru fagmenn sem eru betri en nær allir venjulegir hjólamenn. Þessir blaðamenn tala í míkrósekúndum sem á oftast lítið skilt með raunveruleikanum. Á götunni þá erum við þessir venjulegu (ekki þú Sæþór) ökumenn ánægðastir með gott hressilegt tog, ekki endilega hvað hjólið gefur okkur á topp snúning. En á braut er þetta allt annað mál þar skiptir fjörðrun og gerð hjólbarða miklu meira máli og þegar þessum míkrósekúndum og hestaflatölum o.s.frv. er sleppt þá stendur CBRinn sig virkilega vel og betur en flest önnur hjól. (ekki skrifað fyrir Tryggva). Við fyrstu kynni virðist nýja fjöðrunin frekar mjúk en þegar á reynir er hún ekkert síðri en miklu dýrari Ohlins fjöðrun. Hjólið fjaðrar vel jafnvel útúr beygjum jafnvel þar sem yfirborð er virkilega óslétt, heldur hjólinu vel á sinni línu. Bremsurnar hafa batnað verulega og hjólið sem prufað var með ABS og þeim er hælt. Afl er virkilega gott og kemst vel til skila í afturdekk án þess að eiga hættu á því að missa hjólið í óþarfa spól. Ökumenn segjast ekki finna neinn sérstakan mun í þessu á milli hjóla þ.e.a.s. með eða án ABS. En ekki spurning að það er sama hvað þú ert góður ökumaður eða telur þig vera það þá ætti ABS að vera skildubúnaður á öllum mótorhjólum (uss uss segja sumir núna). Á CBRinu kemur ABS kerfið ekki í veg fyrir að ökumaður geti í raun "slædað" inní beygjur með því að stíga bara léttilega á afturbremsu. Með þessari góðu fjöðrun og bremsum þá finnst ökumanni strax að hann "höndli" hjólið vel og þar með verður betri ökumaður. Gott er að komast að stillingu afturfjöðrunar og eins og marg oft sagt áður þá er hún frábær og virkar það vel að hún er jafnvel á pari við hjól með TC kerfi (traction control). Flestir eigendur nútíma súperbæka vilja að allt sé rafmagnstýrt, en CBRinn "höndlar" það vel að nær engin þörf er á slíku. Það er sama hvar hjólinu er ekið það fer vel með ökumann svarar öllu án átaka, fjöðrun frábær og nær alltaf nóg afl. Frambremsur eru fjögurra stimpla og diskar eru tveir 320mm og með þeim betri sem þekkjast og mjög "vinsamleg" í notkun ef segja má svo. Áseta er góð en ekki má gleyma því að þú ert á súperbæki með rassinn uppí loft, þungan á únliðum og hné við eyru (smá bull). En samt ekki þannig að þú þurfir að leita til sjúkraþjálfara eftir dags akstur. En það má alltaf finna eitthvað neikvætt við öll hjól já jafnvel Hondu og hvað eru helstu gallar: Jú eins og á eldri CBRum þá er má enn lagfæra það hvernig mótor bregst við inngjöf og þegar slegið er af, þ.e.a.s. þetta má enn bæta og á því herrans ári 2013 ætti þetta ekki að þekkjast. Svo smá tal um aðeins of hæg viðbrögð við snögga inngjöf útúr beygjum. Verð á hjólinu er sagt virkilega gott miðað við svipuð hjól og þeir enda þetta með því að segja að enn sé CBRinn skemmtilegasta súperbækið sem kemur frá Japan. Niðurstaða:  Það er sagt hálf fyndið að segja að súperbæk sé þægilegt, auðvelt í notkun og geri menn í raun betri ökumenn, en þetta er samt staðreynd sem gerir CBRinn hraðskreiðan jafnvel þó ökumaður heiti ekki Valentino Rossi eða Sæþór (nú fæ ég frítt málað næst hjól !!!). Eins og alltaf er allur frágangur frá Honda einu orði sagt frábær, sama hvað er skoðað. Nú er bara að bíða og sjá hvenær við sjáum 2014 hjólið og það fari til suðureyjunnar í hendur ungs manns sem vinnur með pabba sínum, nei reyndar er pabbi hans svo upptekin við að panta í nýja Oldvænginn að þeir vinna lítið saman þessa dagana, en svona er bara Hondudellan hún heltekur menn svo hressilega að það fyrsta sem Hondu eigendur segja þegar þeir vakna er Honda og það síðasta sem þeir segja áður en farið er að sofa er HONDA.

Óli bruni # 173

HONDA-menn eru búnir að kynna 2014 hjólið og er það svo sem ekki mikið breytt frá 2013 hjólinu að undanskildu SP-hjólinu sem er flott útfærsla af Blade-inu.
Með Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum, special málningarjobbi, öðru heddi, öðruvísi pústkerfi, öðruvísi stimplum, öðru triple clampi, léttara sub frame-i og e-ð fleira.
Spennandi útfærsla...

03.12.2013 07:47

Gamall XL

Viggi #124 kíkti í skúraheimsókn hjá Árna félaga sínum. Árið 1977 átti Árni Honda XL 250 sem hann keypti aftur síðastliðið sumar og er nú að gera upp.
Hjólið er komið vel á veg og sendi Viggi okkur tvær myndir sem hann tók á Nokia símann sinn.

Flott verkefni,

en Viggi er væntanlega ekki með nýja Nokia símann með 41m.pixel camerunni.

Alltaf gaman af svona skúraverkefnum.

02.12.2013 14:38

VTX 1800


Honda VTX1800

Nokkrar svona Hondur í eigu meðlima klúbbsins, þar af leiðandi tilvalið að fá eina Brunagrein um gripinn.


Honda VTX 1800C  krúser með stóru K i sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi sem og annars staðar, já gömul grein en miðað við lestur um nýrri VTXa þá hafa ekki orðið gríðarlegar miklar breytingar í gegnum tíðina. Það kemur bara önnur grein seinna um eitthvað nýrra.

Þegar menn sem og konur leita sér að alvöru krúser þá kemur margt til greina, því mikið framboð er af hinum ýmsu hjólategundum, þ.e. í krúser stílnum jafnvel Ducati skellti sér í þann slag með Diavel hjólinu sem verður örugglega fjallað um seinna. En snúum okkur að Hondunni sem er hjól með V 2 mótor og stærð mótors er sagður 1795cc og á tímabíli var VTXinn sagður með stærsta fjöldaframleidda mótorinn í krúser flokknum. Honda var lengi  að ákveða sig að skella sér í hóp stóru strákanna í krúserdeildinni, en sagan segir að það hafi tekið Hondu um fimm ár að hanna hjólið áður en það var sett á markað, góðir hlutir gerast hægt segja Kawasaki menn. VTXinn er nú kannski nær V-Max eða jafnvel V-Rod, en það er alltaf erfitt að setja viss mótorhjól í flokka. En þessi stóri mótor 1795cc kom strax með beina innspýtingu. Hestöfl eru gefin upp 88.9 miðað við 5250 snúninga og togið er sko ekkert smá 100.3 footpounds á 3000 snúningum, bara hægt að draga heilan her af Harley á verkstæði (uss ekkert svona bull). VTXinn sýnir sig líka hressilega á ¼ mílunni og er þar hraðari en flestir krúserar fer þetta á 12.3 sekúndum og endahraði er 105.5 mílur, eina hjólið sem eitthvað klórar í bakkann í krúserdeildinni er önnur Honda Valkyrjan sex strokka sem fer þetta á 12.13 sekúndum og endahraði er 107.0, reyndar tekur V-Maxinn þetta með stæl og skilur þessar Hondur eftir í reykmekki en Maxinn fer þetta á 10.87 og endahraði er 124 mílur, en Maxinn er líka V 4. Svo er eitthvað talað um Harley FXDX sem fer þetta á 13.62 og endahraði er 92.6 mílur (öruggt að Nr. 1 færi þetta miklu hraðar). Skemmtilegur samanburður en eru menn og konur sem kaupa sér VTXinn nokkuð að hugsa um hraðakstur eða ¼ míluna ??!!. En við lestur um VTXinn þá kemur hann prufuökumönnum hressilega á óvart þá sérstaklega þetta ótrúlega tog sem hreinlega reynir hressilega á handleggs og hálsvöðvar þegar gefið er hressilega í. Eins og áður er getið þá er mótor engin smásmíði, hver stimpill er 101mm í þvermál og slaglengd er 112mm, en þrátt fyrir þessa sleggju í hjólinu er það sagt þýðgengt og titringur sagður lítill uppí stýri eða fótstig, þetta er að þakka tveimur Counterbalenserum, sem og fjórum mótorpúðum. Það er jafnvel hægt að sjá úr speglum hvað er fyrir aftan hjólið í hægangi. Beina innspýtingin virkar mjög vel ekkert hik. Miðað við allar þessar kröfur frá grænu kerl%&/&%um þá heyrist vel í hjólinu þetta fallega V 2 hljóð, sem er eitt fallegasta mótorhljóð sem til er, nema kannski CB 750 !! Hægt er að snúa mótor í 6000 snúninga áður en útsláttur kemur inn. Gírkassi er fimm gíra og með góðum hlutföllum og lekur bara í gírana, jafnvel þegar mikið liggur við. Útlit hjólsins hrífur flesta í krúserflokknum og er með því nútímalegra. Prufuökumenn segja að það sé aldrei leiðinlegt að aka hjólinu jafnvel á löngum beinum köflum. Áseta er sögð góð og sætishæð er 27.3 tommur. Reyndar eins og flest mótorhjól í þessum krúser flokki þá ertu ekki lengi að reka eitthvað niður ef beygjur eru teknar hressilega. Fjöðrun er sögð nokkuð góð og ekki of mjúk, sem oft fylgir krúserum, að framan eru öfugir demparar Upsidedown og tveir utanáliggjandi að aftan, hægt er að stilla fjöðrun eitthvað t.d. að aftan eru fimm stillimöguleikar. Sagt er að hjólið geti aðeins hrist hausinn ef hressilega er tekið á því útúr beygjum sem og að lenda í stærri holum í malbiki, höfum ekki áhyggjur af svoleiðis hér á landi frekar svona bleikum götum !! En ekki má gleyma þyngd hjólsins sem vigtar lítil 756 pund. Þrátt fyrir þyngd sína er VTXinn frekar léttur í meðförum og alltaf í gang í fyrsta starti, líður áfram án átaka hvort sem ekið er í gegnum beygjur eða á beinu krúsi. Aðeins talað um að menn verði þreyttir í öxlum á lengri vegalengdum þá vegna stýris, en það má nú alltaf skipta um svoleiðis smádót. Eyðsla er sögð frekar lítil miðað við þyngd hjólsins og stærð mótor, fer með 4 lítra á 45 mílum. Eins og alltaf hjá Honda er frágangur lýtalaus en mælaborð sagt frekar ljótt, en allt er þetta smekkur manna. Hægt að lesa miklu meira um þennan krúser/brúser á netinu.

Stolið og stílfært af netinu.

Óli bruni


02.12.2013 14:13

Jarvis

Graham Jarvis er lifandi goðsögn í enduró heiminum, fæddur 1975 í Bretlandi og er búinn að vinna nánast allt sem hægt er að vinna í enduro og endurocross.

Hér er klippa af kauða sem sýnir fáránlega leikni hans á misgengis Husaberg endurohjóli sínu.

01.12.2013 22:39

Nokkrar myndir frá Gamlingja sýningunni um daginn.



Vjelhjólafélag Gamlingja hélt sýningu um daginn og vorum við Drullusokkar að sjálfsögðu með mann á staðnum. Sá sem fékk það hlutverk er í "celeb" hópi klúbbsins, engin annar enn Viggi Papi (með einu p-i) eða Viggi Pappi (með tveimur p-um). Hér eru nokkrar myndir og fleiri í albúmi.


Harley 1933 að ég held, í eigu Dagrúnar.





Við könnumst nú flest við þessa CB750+ Steini Tótu.

Já og þessa GS Súkku, hans Idda.

CB450 Honda (LEA) þessi lúkkar fínt, allavega á mynd.

Við verðum að hafa Zephyr-inn hans Vigga með, virkilega flott hjól.


Svo erum við búnir að setja nokkur albúm inní 2013 möppuna, um að gera að skoða.

Og takk fyrir sendinguna Viggi.

01.12.2013 21:52

Christini all wheel drive

Christini fyrirtækið í Bandaríkjunum hefur hannað og framleitt framdrif í motocross og endurohjól í þónokkur ár með góðum árangri, og í videóinu hér að neðan er búið að setja svona kerfi í KTM 990 græju og taka almennilegt burn out......

Af hverju ?  af því að mótorhjóladekk endast of lengi og eru svo ódýr eins og góður maður sagði.


01.12.2013 14:48

Meira frá Steina

Smá pistill um hvernig gp áhuginn byrjaði hjá eina Drullusokknum sem er með nokkrar götuhjóla-keppnir á ferilskránni.


Motorcycle GP 1969

 

 

GP 1969!  Af hverju gæti einhver spurt? Svarið í mínu tilfelli er: Þetta GP Season breytti lífi mínu.

 Ég var 10 ára peyji með grenjandi mótorhjóladellu og senditík kjallarans á Boðaslóð 22 sem var Mótorhjól.com í Vestmannaeyjum þess tíma. Heimsfréttirnar voru í Motor Cycle News sem einhver í Breta genginu var áskrifandi að.

 Þarna lærði ég grunninn í ensku þar sem MCN var það eina sem maður nennti og langaði að lesa á enskunni fyrir utan Playboy og önnur klámblöð sem við komumst í.

 Hvað var að gerast í heiminum þetta árið? Í raun ekkert annað en CB 750. Það var yfirþyrmandi alls staðar. Allt of stórt, ónothæft með öllu á Íslandi, fáránleg belja með vélina út um allt o.s.frv. Og náttúrulega úti í heimi, allt of dýrt og langt í burtu til að hægt væri að hugsa eða tala um af einhverju viti.

  Þarna í haust blöðunum bárust fréttir af GP inu, sem þá var talað um sem Granpríið.  Þar var allt að gerast. Menn drápust út um allt. Það voru 100+ manns á ráslínu og tugir framleiðenda í hverju reisi og allt geðveikt! Two Stroke var að útrýma alvöru hjólum og Thumperar voru toppurinn í gær. Godrey Nash vann 500 keppnina í Yugoslaviu á Manx Norton, sem reyndist vera sú síðasta sem vannst á Thumper.

 

 Sennilega var það aldurinn, eða skortur á honum, sem varð til þess að ég fylgdist stíft með minni flokkunum á þessum tíma. 500 var fyrir fullorðna og langt í burtu og maður tengdi frekar við 50-125 og 250. Það var reyndar keppt líka í 350 á þessum árum þar sem 500 wannabees voru. Einhvern vegin var samt neyslustýring stjórnvalda þess tíma þannig að sala á 250 hjólum í evrópu var gífurleg og þess vegna rosaleg barátta um athyglina í 250.

 Þetta ár, 1969 var bara eitt fjórgengis hjól sem stóð í misgengis nöðrunum og það var Benelli four. Fannst það alveg hryllilega cool. Double overhead cam, 8 gíra og alles.

 

 Agostini varð heimsmeistari í 500 og 350 á MV Augusta og mínir menn með Kel Carrutheers heimsmeistara og Pasolini í fjórða sæti. Allir hinir í flokknum á Tvo Stroke!

 Kawasaki vann sinn fyrsta titil í 125 með Dave Simmonds og Angel Nieto á Derbi vann 50cc flokkinn.

 

 Framtíð mín var ráðin. Ég sá ekkert nema Benelli þennann vetur og skildi fyrr en síðar eignast svoleiðis. Þetta voru samantekin ráð guðanna. CB 750 yfir öllu, Benelli síðasta fjórgengis hjólið ever sem vann 250 GP og Kawasaki varð meistari í fyrsta sinn! Má segja að örlög mín hafi ráðist í MCN haustið '69?

 

 Seinna ætla ég aðeins að fara yfir 30 ára sögu þessa mótors sem endaði með GP titli og seinna, minnsta fjöldaframleidda "Four" hjólinu, Benelli 250 og 254 árin 1975-78

 


Steini Tótu 

4.cyl 250cc

1969 250cc gp græja

Flettingar í dag: 3898
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291348
Samtals gestir: 80595
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 09:06:01