M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.03.2016 08:30

Kaffifundur í kvöld
Fundurinn í kvöld og næstu fimmtudagskvöld verður í skúrnum hjá Dadda, að Hásteinsvegi 9.
Daddi er með stórglæsilegan bílskúr og tekur vel á móti Drullusokkum af öllum stærðum og gerðum.


21.02.2016 13:39

Fallinn félagi Þær slæmu fréttir bárust okkur fyrir helgi að Sigurgeir Kristinsson heiðursfélagi #114 (Geiri í Norðurgarði) hafi fallið frá. Geiri var flottur karakter og lét stundum sjá sig á hittingum hér í eyjum þegar að Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar þar sem hann var búsettur, því þá var lítið mál fyrir Geira að bruna á Peugeot-inum í skipið og láta sjá sig og sjá aðra. Geiri hélt uppá áttræðisafmæli sitt í desember síðastliðnum.

Hvíldu í friði vinur.

15.02.2016 17:53

Afmælissýningin

Laugardaginn 4 júní munum við Drullusokkar halda uppá 10 ára afmæli klúbbsins með mótorhjólasýningu. Planið er að hafa sýninguna á Skipasandi, ef veður leifir, annars er verið að leggja lokahönd á plan B ef veðurspáin mun ekki vera með okkur í liði þegar að nær dregur.  Það væri flott stemming í því að halda stórsýningu á Skipasandi í flottu veðri, líf og fjör í bænum og húsin hjá Darra, Eyþóri Rabba og Gauja Gilla Vals, opin.
Einnig verður pulsugrill og húllumhæ á meðan sýningu stendur.

Við tökum frá þessa helgi og höfum gaman saman.

Kv. stjórnin.

05.01.2016 23:41

Uppfærsla á myndaalbúmum.

Búið er að uppfæra myndaalbúmin töluvert,,, þá er að fara að skoða...
2014 & 2015


Samansafn snillinga að uppfæra þennan fína breta.

Djúpar CBX-pælingar í gangi.

Götumílan á Akureyri 2014

Hringferð 2014.

05.01.2016 23:18

Gleðilegt ár kæru félagar

Við hittumst laugardaginn 19 desember á litlu jólunum okkar. Sá hittingur heppnaðist virkilega vel. Geir Jón og Simmi sögðu ferðasöguna sína frá route66, þegar þeir flúðu land haustið 2008 þegar þeir voru búnir að frétta af yfirvofandi bankahruni, sem varð einmitt á meðan á ferð þeirra stóð. Geir Jón sagði frá með tilþrifum á meðan Simmi  sá um að varpa video-klippum og ljósmyndum upp á vegg. Þessi ferðasaga kveikti áhuga okkar á svona ferðalagi,, þvílík upplifun og lífsreynsla..... magnað.  Svo var étið drukkið og spjallað fram á kvöld,, þetta var virkilega skemmtilegt.


Geir Jón byrjaður á frásögninni.

Simmi og Viðar í tæknideildinni.

Menn klárir við kælinn.

Addi (CBX-inn), Darri, Geir Jón, Jón Steinar og Kári byrjaðir að plana ameríkuferð....

Og svo var étið.

Svo endaði kvöldið á að Biggi settist á HONDU, og sjáið hvað karlinn er ánægður.

14.12.2015 23:30

Laugardagurinn 19.12.15 kl 18:00

Jólahittingur Drullusokka verður næsta laugardag kl 18:00 í félagsaðstöðu okkar bakvið Braggann. Við ætlum að næra okkur með pizzu og vökva okkur með öli og/eða einhverju öðru. Geir Jón  (stóri) mætir galvaskur með ameríkusöguna sína. Þetta verður gaman og vonandi sjáum við sem flesta.                         Kveðja  stjórnin.

09.12.2015 21:20

Litlu jólin

 


Laugardaginn 19.desember verða litlu jól Drullusokka haldin í Gullborgarhúsinu bakvið Braggann. Þar ætlum við að hittast og gera okkur glaðan dag, fá okkur að borða, bulla smá og hlusta á Geir Jón (stóra) segja frá ameríkuför sinni á mótorhjóli, með myndasýningu og tilheyrandi tilþrifum. Tryggvi ætlar að lesa upp úr vélstjóradagbókinni úr Frá VE, ef hann verður kominn í land. Jenni verður með kynningu á skeggvörum frá Viktori rakara (frá Proraso). Svo jafnvel skreytum við piparkökur (eða ekki) .

Tímasetningin á litlu jólunum verður rædd og ákveðin á kaffifundi annað kvöld.

26.11.2015 08:26

Á döfinniNú fer að detta í jólamánuðinn hvað og hverju og eins og ákveðið var á aðalfundinum í september, þá ætlum við að hittast eitthvað kvöldið í desember og éta einhvern viðbjóð og hlusta á ameríkusöguna hjá sennilega hæsta manni klúbbsins.
Semsagt Geir Jón og Simmi í Viking tours keyrðu route66 fyrir nokkrum árum, þeir ætla að segja okkur frá ferðinni og sína okkur myndir.

Svo er verið að skipuleggja afmælissýningu klúbbsins sem haldin verður næsta vor, meira um það síðar. Klúbburinn verður jú 10 ára árið 2016.

Svo minnum við á fimmtudagshittinginn í kvöld kl 20:00.

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1243
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 1081220
Samtals gestir: 74174
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 02:12:27