M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 18:34

Áramótakveðjur


 M/C Drullusokkar vilja óska öllum félgsmönnum árs og friðar og farsældar á nýju ári og megi árið 2011 verða gott og farsælt hjóla ár.


31.12.2010 15:50

Félagatalið okkar tekur breitingum.


 Það var samþykkt á síðasta aðalfundi Drullusokka sem haldin var í september síðasliðnum að strika út þá sem aldrei hafa borgað félagsgjöld í félaginu okkar sem eru heilar 3 þúsundir á ársgrundvelli. þeir verða aðeins strikaðir út sem ekki hafa sýnt neinn lit í þau 4 ár sem félagið hefur verið til. þarna losna mörg númmer sem áhveðið var að úthluta aftur og hverjum og einum er frjálst að breita númmeri sínu ef það er eitthvað laust sem mönnum langar frekar í.

Við óskum öllum Drullusokkum gleðilegs árs og friðar og vonum að sumarið 2011 verði okkur öllum gott hjóla ár.

30.12.2010 00:18

SLAGSÍÐA

Það er orðin alveg ferleg slagsíða á þessu hérna ekkert nema myndir af Hondum ýmist sundurættum eða í jólagjafa umbúðum, mikið af Hondum hefur flætt inn í landið á síðustu árum allavega 5 stk af CB750 og ekki minna en 40 stk CBX 1000 það er alveg kominn tími til að hrista aðeins upp í þessu og ég set því hér inn myndir af eina almennilega GT550 Suzuki hjólinu sem til er í landinu, einnig er mynd af annari af tveimur GS650G Súkkum sem borist hafa til landsins....njótið piltar njótið, maður lifandi!
Suzuki GT550 INDY árg. 1976

GT550

Suzuki GS650G árg. 1981


Jólakveðja DR

25.12.2010 18:17

Flottasta Jólagjöfin í ár


Það var í oktober nú í ár að kona æskufélaga míns hafði samband við mig og sagði bónda sinn vera orðinn all órólegan því honum langaði svo í mótorhjól,og kom þá ekki nema ein tegund til greina hjá honum Honda cb 750 helst græn að lit eins og sú gamla var á sínum tíma og hann átti ég hafði narrað út úr honum þá Hondu árið 1975 og hafði ég smá samviskubit vegna þessa hann hafði alltaf sagt ég seldi þér aldrei Honduna mína þú bara keyptir hana.
Ég fór á fulla ferð að finna svona grip sem ligga nú ekki á lausu á þessum tímum kannaði flestar 750 Hondur á landinu en það virtist eingin vera tilbúinn að láta svona hjól frá sér þá var farið að kanna með innfluttning á einni sem er ekki gott á þessum hrun tímum einn hafði sagt við mig ég skal redda svona græju ekki málið þegar ég fór svo í hann sagði hann ( Gauji Engilberts ) ég á eina úti í skúr vill hún ekki bara taka hana ég flyt bara aðra inn fyrir mig í sumar. eiginkonan sló til keypti hjólið ég náði í það það þurfti að breita um lit svo hún yrði græn eins og sú gamla var einnig aðeins að dúttla í henni en verst var að fela hjólið fyrir eigandanum tilvonandi sem átti að fá harðan pakka í ár allt gekk þetta upp hjá eiginkonuni og þegar stundinn rann loks upp að þá má segja að bóndinn hafi vökknað aðeins um augun þegar hann gerði sér grein fyrir því að þetta var alvöru en ekki plat.
Svo ég segi bara til hamingju með Jólagjöfina í ár Hjalti minn.




Hér er svo Jólagjöfin góða



Komin í græna litin og í flottu standi



Hér er eigandin hún Sísí að máta gripinn og Hjalti bóndi hennar vissi ekki neitt.



Hér er svo stóra stundin runnin upp og má sjá á svipnum hans að konan hitti í mark þessi Jólin.



Svo er að máta.



Nú er það stóra spurningin nær hann að toppa þetta næstu Jól ?


24.12.2010 15:51

Jólakveðja 2010






Drullusokkar  M / C óska öllum landsmönnum Gleðilegra Jóla og óskir um að þið hafið það öll sem best um hátíðirnar

23.12.2010 17:03

Sú Hafnfirska 750 á fullri ferð saman aftur.
















Það er búinn að vera rífandi gangur í 750 Honduni frá Hafnarfirði mikið af nýjum hlutum vélin komin saman aftur og undir hjólið, Sæþór búinn að sprauta hlífarnar og tankinn og er það vægast sagt glæsilegt, það hefur verið nóg að gera hjá Gulla eiganda að taka upp veskið panta og borga og er hjólið komið á nýjar felgur nýtt pústkerfi hjólið allt skverað mótorinn sjænaður utan sem innan, en einhverra hluta vegna að þá finnst mér ég hafa gert þetta áður en það er kanski bara vittleysa í mér enda komin töluvert við aldur og mynnið farið að bresta.

23.12.2010 10:41

Hondur eru bestar í pörtum!

Það er greinilega vinsælt að tæta niður 750 Hondur i dag en svona lítur mín út í dag.
Kv. Bárður  #176












22.12.2010 10:35

Trident 1974 og Tiger 1971

Til gamans myndir úr skúrnum frá Hirti, verkefni vetrarins, Trident 1974 verður  í breta útfærslu með fallega ljóta bretatankinn sem var gerður útlægur í Ameríku.

Gott efni til að kjamsa á.

Tiger 1971 verður tekinn flótlega á eftir og komið í rétta litinn "Pacific blue".




Fleiri myndir í albúmi.

20.12.2010 01:12

Hondu áhugi á undanhaldi?

Það fréttist af Hondu Afanum uppi á landi að máta sig á nýlega Súkku...:)

Það er ekki annað að sjá en að kvikindið sé bara hæst ánægt með gripinn....

17.12.2010 16:59

Ótitlað




Gamlar Hondur eru gulls í gíldi hér er cb 160cc árg 1966



Hér er c 77 305 cc Honda árg 1966



Hér er cb 450 k0 árg 1966 betur þekkt sem Black Bomber


Hér er cb 750 k1 árg 1971



Hér eru svo allar fjögura cylindra Hondur á Íslandi árið 1976 þrjár 750 og ein 500 og eru þrjár af þessum fjórum með Vaff númmeri spáiði í því

09.12.2010 23:01

Geiri 75 ára

Geiri #114 varð 75 ára þann 6. des s.l. hann sendir öllum þeim sem komu í kaffi til hans á afmælisdaginn kærar kveðjur og þakklæti fyrir allar gjafirnar sem honum voru færðar. Tryggvi Bacon og Árni Johnsen  komu og tóku gamla eyja slagara....

06.12.2010 23:02

Addi Steini græjar gamla 750 Hondu




Það eru fleiri drullusokkar að vinna í gömlum hjólum hér er það Addi Steini að spaða niður 1980 módelið af cb 750  Hondu en þetta er hann að gera fyrir Steina Skipstjóra á Arnarfelli og tók Addi að sér að lóðsa hjólið í betra stand



hér er mótorinn komin úr og næst að rífa niður og senda stellið í lökkun



Það er nóg að gera í eyjum við að græja gömul mótorhjól fyrir komandi hjóla sumar



Hér eru Siggi Árni, Addi Steini,og Hjalti Hávarðsson gamall hjólapeyji sem er að koma sterkur inn aftur eftir 35 ára pásu en hann er ákveðinn í að verða kominn á hjól næsta sumar

 


02.12.2010 22:30

Stórafmæli

Sigurgeir ,,Heiðursfélagi" Kristinsson #114 verður 75 ára þann 6. des. Geiri ætlar að vera með afmæliskaffi í Kiwanis húsinu í Þorlákshöfn milli kl. 2 og 5 nk. sunnudag, þangað eru allir hans vinir og félagar velkomnir, sérstaklega Drullusokkar, er ekki tilvalið fyrir þá sem það geta að kíkja á aldursforsetann Geira í Norðurgarði
Ath Kiwanishúsið er í gömlu sjoppunni
Geiri #114

01.12.2010 23:11

Við félagarnir.




Þessi mynd var tekin á aðalfundinum 2009 frá vinstri Geir heitin Valgeirsson, Tryggvi Bacon og Hilmar Lúthersson allir í góðum gír enda skemtun seinna um kvöldið



Að sjáfsögðu var tekinn rúntur



Enda hálfgert elliheimili á hjólum eins og einhver sagði við þetta tilefni.
  • 1
Flettingar í dag: 3898
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 16114
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 1291348
Samtals gestir: 80595
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 09:06:01