M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2015 Júlí

30.07.2015 08:40

Þjóðhátíðarrúnturinn

Tjöldunin í Herjólfsdal er í fjórum hollum, frá 11-12, 12-13, 13-14 og endað á efri byggðum frá 14-15, .
Við verðum að taka tillit til þess að fólk er að græja sig í dalnum, við förum því af stað um kl 14 frá Friðarhöfninni og vonum að Þingholtararnir verði fljótir að tjalda og nái okkur á rúntinum.


Gleðilega þjóðhátíð.

29.07.2015 17:53

Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð

Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð er á morgun,,, fljótt að líða maður,,, shiiit.
Þá er tilvalið að hittast í Friðarhöfninni uppúr kl 13:00 og taka smá hring saman.

Sjáumst þá.......

14.07.2015 00:10

Hjóladagar 2015 á Akureyri um næstu helgi

Stóra hjólaferð ársins

Við erum nokkrir harðir hjólarar úr Drullusokkum og Göflurum sem ætlum norður á Akureyris um næstu helgi. Nokkrir okkar ætla að fara suðurleiðina á fimtudagsmorguninn og verður lagt af stað frá Landeyjarafleggjara kl 09,30 næsta fimtudag og gist á Egilstöðum. Hjólað svo á Akureyri á föstudags morguninn. Nokkrir ætla að fara á föstudagsmorgni vestur fyrir og taka alla leið norður og ættu að verða á svipuðum tima á Akureyri og við sem förum austur fyrir landið. Veðurspáin er nokkuð góð í ferðalagið en gæti orðið svolítið kalt fyrir norðan. Sumarið er stutt og um að gera að fara eitthvað meðan enn er
 " SUMAR " á fróni og ekki rigning í kortunum.

En koma svo þeir sem vilja hinir sitja bara heima og bíða eftir snjónum sem styttist óðum í.

 

Hér er ein tekin í ferðini í fyrra. Þá var gaman og er ætlunin að endurtaka fjörið í ár.

07.07.2015 00:11

Landsmót

Kíkt í skúrinn,,,,

Kíkið á þennan þátt, viðtal við Darra formann og flott umfjöllun um landsmótið.

01.07.2015 11:47

Tjöldun á veitingatjaldiTjöldun á veitingatjaldinu mun fara fram kl 17:00 á morgun fimmtudag.


Endilega látið það berast, koma með 17mm lykil eða topp og skrall.
  • 1
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1243
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 1081196
Samtals gestir: 74174
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 01:51:23