M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.09.2013 08:28

Brunapistill #2

Óli bruni hefur boðist til að hjálpa til við síðugerð og hér er grein nr 2. frá karlinum. Hann sagði mér að það væri lítið mál fyrir hann að klambra saman stolnum greinum af netinu á milli þess að bóna gamla brunabíla. Það er bara mjög gott mál, það lífgar uppá síðuna okkar og alltaf gaman að lesa umsagnir um mótorhjól. Hér fyrir neðan er svo smá samantekt um magnaða græju.
Takk Óli !!!

Hjólið er ruddalegt, slip on kúta og þá er verkið fullkomnað.




Kawasaki ZX-14R ABS 2013, mótorhjól fyrir fullorðna


Það hefur verið smá della fyrir smærri mótorhjólum undanfarið, það er að segja allavega sum mótorhjólablöð og þessi "minni" hjól hafa í raun skilað öllu sem venjulegur hjólamaður þarf, er það ekki ?!, þarna er verið að tala um 600-750cc hjól. En svo eru það menn já og konur sem vilja alvöru græjur milli lappa sér ef segja má svo. Eyjamenn (suðureyjan) hafa í gegnum árin nær oftast átt öflugustu hjól landsins, þó að mig minni að lengsti vegur á eyjunni sé 3 km !!! En snúum okkur að Kawasaki ZX-14R með ABS, þarna er á ferðinni ofurhjólið frá Kawasaki og Busu eigendur standa og horfa á með tárin í augunum ! Að sjá virðist Zetan vera risastór og þunglamaleg, þá aðallega útaf því að hjólið er hulið plasti sem blaðamenn segja séu eins og "fairingar" á geimfari. Hjólið viktar lítil 591 pund (reikna svo), er með tveimur stórum hljóðkútum sem virðast líka betur eiga heima á geimskipi. En látum ekki útlitið plata okkur því um leið og hjólið er komið af stað gleymist allt sem snýr að þyngd og já frekar þungu yfirbragði. Undir þessu öllu er ofurhjól sem fer ¼ míluna undir 10 sekúndum, nú er Darri farin að brosa. Hjólið er sagt höndla virkilega vel og mjög lítið mál að halla því það hressilega í beygjum þannig að standpedalar snerti malbik og það hressilega. Ztan er sögð mjög þægileg í akstri og ásetu, eina mínútuna er þetta flott ferðahjól svo þá næstu hörku racer geri aðrir betur. Aflið kemur inn við um 3500 rpm og byrjar virkilega að taka við sér í 5000 snúingum að rauða strikinu í kringum 11000 snúninga, vélin er sögð um 200 hestar og nákvæm CC stærð er 1441. Vél hjólsins er sögð eins og hljóðlát túrbína og eins sú þýðasta á markaðinum í dag, tog er sagt 120 lbs. ft. semsagt vikilega gott já við erum með 1400cc þarna, togar hressilega frá kyrrstöðu í top, hvergi dauður punktur. Þeir sem hafa ekið hjólinu segja að hröðun hjólsins sé á við fíkn, manni langi alltaf í meira og meira. Hámarkshraði er sagður 186 mílur og ökuskírteinið nær alltaf í hættu því það finnst mjög lítið fyrir hraðanum því vindhlífar eru virkilega góðar. Það eru ýmsar stillingar á hjólinu til að stilla kveikju, afl, og átak til afturhjóls (traction control og ABS). Ztan á jafnt heima á svæðum þar sem mikið er af beygjum og sem venjulegt ferðahjól. Það þarf lítið að taka á hjólinu inní beygjur og ökumanni finnst hann í raun vera á miklu minna hjóli. Heldur mjög vel línu gegnum þröngar beygjur og virkar aldrei yfirþungt, en munum þetta er ekki 600 hjól nei hér erum við á 1400cc hjóli. Útúr beygjum vantar aldrei afl og eflaust fáir sem getað notað allt afl hjólsins. Á hraðbrautum (Helgafellsbraut !!) er hjólið einnig á heimavelli og nær engin titringur uppí stýri né standpedulum, sætið er þægilegt og góð áseta fyrir jafnvel hærri menn/konur, þú situr sem sagt ekki með hné við eyru, frekar í afslappaðri stöðu í smá framhallandi stöðu. Þó framrúða sé frekar lág þá skýlir hún ökumanni nokkuð vel, jafnvel þó hraði sé komin vel yfir löglegan hraða hér á landi. Stillanleg fjöðrun Zetunnar gefur þér nær alla möguleika að stilla fjörðun þannig að hún henti til allra ferða. Fer vel yfir hraðahindranir sem og ójöfnur í malbiki og þar skilar þyngd hjólsins sér vel ef segja má svo. Ztan er sögð "hegða" sér mjög vel við nær allar aðstæður jafnvel í hægum akstri innanbæjar, ekkert hikst eða kippir við inngjafir alltaf mjúkt. (innskot: sumir eru farnir að halda að þessi skrif séu pöntuð af Darra !!). Jafnvel þegar tekið er á inngjöf eins og þegar Tryggvi tók í hjól sonar síns hér um árið, þá má segja að Ztan fari frá því að vera lamb í urrandi úlf, en samt aldrei neitt sem ökumaður ætti ekki að ráða við, ja flestir og svo má eins og áður getið notað stillingar aflgjafar o.s.frv. Bremsur eru sagðar mjög góðar og með ABS, Nissin caliberar taka utanum 310mm hálf fljótandi diska að framan og það má taka hressilega í frambremsu án þess að hafa áhyggjur af því að renna til eða fara á hausinn. Kawasaki verksmiðjurnar hafa náð fram undraverðum árangri ekki bara í afli heldur líka bensíneyðslu,hjólið er sagt fara með gallon (ca. 4 ltr.) á 40. mílum ef ekið er skynsamlega, svona eins og Sæþór að öllu jöfnu ! Bensíntankur er sagður 5.8 gallon (rúmir 20 ltr.). Gírkassi er 6 gíra og tengdur við "slipper" kúplíngu svo skipta má niður hressilega án þess að læsa afturdekki. Kúpling sögð mjög létt í átaki, eins og áður sagt er fjöðrun stillanleg á þrjá vegu bæði framan og aftan, ekki neinar brautarstillingar hérna en henta Ztunni mjög vel. Sumir segja að minna sé betra en hér á það alls ekki við, hér er komin græja sem sumir kalla Busubana, en erlendir blaðamenn kalla Ztuna frábært hyperbike. Svo er bara skoða nákvæmlega allar tæknilega tölur á netinu áður en eitt stk. Zta er pantað. (til eyja).
Stolið og stílfært af netinu:   Óli bruni # 173

Flettingar í dag: 1171
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 826375
Samtals gestir: 57785
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:59:35