M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.09.2013 14:13

Brunapistill #1


Aftur til fortíðar með Hondu CB 1100



Það eru nokkrir núlifandi Íslendingar sem muna eftir fyrsta ofurhjólinu frá Japan er það ekki, eða allavega hafa lesið um það þegar það leit dagsins ljós, við erum að tala um Hondu CB 750, fjögurra cylindra mótorhjól, einum yfirliggjandi knastás, fjórum blöndungum, rafstarti og diskabremsum að framan, fjórir hljóðkútar ofl. Þetta var árið 1968 þegar hjólið var kynnt á sýningu í Japan nánar tiltekið Tokyo var kallað KO. Gefið upp 68 hestafla og hámarkshraði sagður 125 mílur ?. Aumingja bretarnir vissu ekki hvað var að gerast komið ofurhjól og það lak ekki einu sinni olíu !! Maður einn í Vestmannaeyjum segir reyndar að þetta sé eina alvöru mótorhjólið í heiminum, svo kom Kawasaki Z1 nokkrum árum seinna og skildi Honduna eftir í rykmekki en það er nú önnur saga. En snúum okkar að endurfæddri CB Hondu sem er 1100 cc (í raun 1140 cc), tveir yfirliggjandi knastásar, 16 ventla og bein innspýting, með tvöföldum diskabremsum að framan og einum að aftan hægt að fá það með ABS, fimm gíra kassa, 18 tommu felgum, pústkerfið er fjórir í einn.  Lúkkið á hjólinu er fortíðin eða eins og flestir vilja sjá mótorhjól er það ekki, þ.e.a.s. við viljum sjá mótor, pústið já bara alla þessa fallegu hluti sem ekki sjást þegar þeir eru faldir með plasthlífum, en allt er þetta smekkur manna. Prótótýpa þessa hjóls var sýnd árið 2009 og síðan selt almenningi í Japan og Ástralíu, en við hin þurftum að bíða aðeins. Þeir sem prufað hafa hjólið segja það ja svona tímalaust í útliti. Áseta er sögð góð og hlutlaus ef segja má svo. Hjólið dettur í fyrsta gír og mjög gott er að skipta því, eins og reyndar á við um flestar Hondur. Aflið  og þá sérstaklega tog er mjög gott, hestöfl sögð vera í kringum 80 plús sem er ágætt fyrir hjól sem vigtar um 540-550 pund (reikna svo !) Ekki háar tölur en ef þetta dugar ekki þá bara fá sér CBR 1000 eða eitthvað annað. Bremsur virka vel, en diskar að framan eru 296mm og caliberar eru frá Nissin, hægt er að stilla framfjöðrun, en sagt er að hún mætti vera betri. Gott er að halla hjólinu í beygjum þó meira vinstra megin því þar er engin hljóðkútur. Menn eru almennt sammála um að þetta sé eitt best heppnaða "retróhjólið" í mörg ár, en það er samt með öllum nútíma græjum. CB 1100 ætti að koma til Íslands fljótlega og gaman verður að sjá það í raun og veru. Hugsanlega fer fyrsta hjólið til Vestmannaeyja hver veit, mörg fyrstu ofurhjólin fóru þangað.
Þverhaus      (Ólafur R. Magnússon)


Núna eru þeir í Bernhard ehf búnir að fá 4 stk. og gaman að segja frá því að það eru tvö seld og bæði hjólin eru í eigu Drullusokka, annað í Eyjum (Sigurbjörn) og hitt á norðurey (Grétar Jóns)


Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789033
Samtals gestir: 55918
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:49:43