M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

25.08.2013 12:56

Samförin

Það voru þónokkrir Sokkar og Gaflarar sem sameinuðust í þrælfínan túr í gær í regni og blíðu. Mest voru 40 hjól að ég held.  Við vorum 13 sem fórum með fyrstu ferð með Herjólfi í gærmorgun og hittum 3stk Víkursokka á Hvolsvelli, þaðan var afleggjarinn að Gaulverjabæ tekinn og næsta stopp í Þorlákshöfn þar sem nokkrir Norðureyjarsokkar ásamt Göflurunum voru mættir. Svo var Suðurstrandarvegur keyrður til Grindavíkur og svo var Garðurinn heimsóttir og restin af  Reykjanesbæjunum þræddir. Því næst fóru flestir í Hafnarfjörðinn en ég og þrír aðrir Sokkar brunuðum þá til baka í skipið til að ná 19 ferðinni.
Ég setti heimsmet í sauðshætti hvað myndavélina varðar í gær, byrjaði á að gleyma minniskortinu heima, en Tryggvi reddaði mér öðru, en þá gleymdi ég vélinni í gangi í töskunni hjá mér þannig að hún var batteríslaus, húrra fyrir mér.
En ég tók nokkrar myndir á símakvikindið og svo tók nr 1. með e-ð af myndum.
En takk kærlega fólk fyrir flottan túr.

Svo er það aðalfundurinn næst, laugardaginn 31.08.13.

Sjáumst þá.


Þorlákshöfn.

Fyrir utan kaffihúsið á bryggjunni í Grindavík þar sem svangir hjólarar slátruðu 200 lítrum af humarsúpu.



Stopp við "landamærin"

Hér erum við stopp í Garðinum

Blade-ið virðulegt við vitann....
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 788563
Samtals gestir: 55911
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:51:29