M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

15.08.2013 11:24

Kvartmíla 27.07.13

Hér er flott klippa af kvartmílubrautinni sem tekin var 27.07 síðastliðinn. Þetta eru spyrnur úr tveimur keppnum, fyrst úr 3. umferð íslandsmótsins og svo á minútu 6:26 á klippunni er skipt yfir í King of the street keppnina.
Fyrir áhugasama þá er smá útskýring á skiltunum. Fyrsta talan sem kemur á skiltin er viðbragðstími ökumannsins, í íslandsmótinu má tíminn ekki fara undir 0.500sek þá er þjófstart, þannig að hið fullkomna start er 0,500sek. en í KOTS keppninni má viðbragðstíminn ekki fara undir 0,400sek því að þá er þjófstart. Svo þegar hjólin fara yfir endalínuna þá er efri talan tíminn og neðri talan endahraðinn í mílum.
Í videóinu sjást tveir Drullusokkar bregða fyrir öðruhverju, ég á Fireblade Hondu merkt S3 og Hörður Snær á MvAugusta merkt R1.

Eldra efni

Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 4862359
Samtals gestir: 640428
Tölur uppfærðar: 4.4.2020 13:13:52