M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.04.2012 14:42

Hjólatúr

Ung kona í Hveragerði er bráðum að fara að gifta sig manni sem hún kynntist á þjóðhátíð í eyjum. Í því tilefni á að gæsa hana á laugardaginn næsta. Agnar Helga  Drullusokkur ætlar að taka hana aftan á hjólið sitt í Hveragerði og keyra með hana til Reykajvíkur þar sem hún fær að njóta síðustu stundanna sem einhleyp kona! Af því tilefni og tengingunni við eyjar datt einhverjum í hug að gaman gæti verið að fá fylgd fleiri Drullusokka og er því óskað eftir fylgdarhjólum  ef einhverjir hafa áhuga á að taka rúnt á laugardaginn (þeas ef veður leyfir).
Þeir sem áhuga hafa á að vera með mæta á N1 stöðina í Hveragerði kl.10 á laugardagsmorguninn.
Skemmtilegt tilefni til að hjóla saman í góðum hóp og hver veit nema Séð og heyrt frétti af þessu!

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 305
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 4862524
Samtals gestir: 640466
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 06:09:42