M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.05.2013 09:07

1 maí 2013


Þurfti að skjótast aðeins í borg óttans í gær og kom við þar sem hópkeysla mótorhjólafólks endaði við Kirkjusand að sjálfsögðu var ég ílla klæddur og á innskóm að vanda enda orðin staðalbúnaður hjá kvikindinu. En hvað um það þá tók ég nokkrar myndir og koma þær hér í tveimur syrpum eða svo nú og svo kanski á morgun. Þótt stoppið hafi verið stutt að þá hitti maður fullt af flottu og umfram allt góðu fólki sem maður er búin að þekkja í áratugi, en hér er fyrsta syrpan.



Það var talað um að það hefðu tekið hátt í 700 hjól í þessar fyrstu hópkeyrslu ársins og var það bara ótrúlegt því skítkallt var í borgini.





Við Drullusokkar áttum fullt af fulltrúum þarna sem héldu uppi merki okkar. en frá vinstri talið eru þarna Siggi Árni, Viggi Eggerts, Hilmar og Adólf Adólfssynir, og bræðurnir Bergur, Valli og Guðni Guðnasynir og vélstjórinn okkar á Herjólfi, Arnar Sigurðs.



Þarna er Dr Bjössi að passa upp á formenn Gaflara, Drullusokka og syni þeirra Atla Má og Sigga Árna..



Þessi er nú ekki mjög Líklegur en þó, Hér er Hjörtur Líklegur harður mótorhjólagaur og blaðamaður.



Þarna var líka Valdís Geirs, frænka á CBX hjóli sínu en kem með meira í næstu færslu.
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824065
Samtals gestir: 57616
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 04:46:56