M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

25.06.2013 11:12

Skuggar frá Akranesi


Á laugardaginn síðasliðinn heimsóttu okkur mótorhjólaklúbburinn Skuggar frá Akranesi og smellti ég af þessum myndum af þeim. Viðar okkar Breiðfjörð sá um að sína eyjuna en hann or orðin okkar opinberi Móttakari og sendur sig bara með sóma í nýja djobbinu.Hér er hópurinn saman komin fyrir utan Nörukot en gamli er á fullu að skvera kofann að utan fyrir 40 ára goslokarafmælið sem haldið verður efrir tvær helgar. En það verður haldið þarna á strandveginum eða þar sem gömlu slipparnir voru.Hér er svo okkar maður það er að segja "Móttakarinn" Viðar Breiðförð á Kína hippanum sínum En hann og Gísli í Betel eru báðir á eins græjum og þökkum við almættinu vel og innilega fyrir að það skuli ekki vera fleiri svona gripir norðan Alpafjalla.

Eldra efni

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 5290231
Samtals gestir: 680289
Tölur uppfærðar: 17.4.2021 17:48:09