M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.12.2013 14:48

Meira frá Steina

Smá pistill um hvernig gp áhuginn byrjaði hjá eina Drullusokknum sem er með nokkrar götuhjóla-keppnir á ferilskránni.


Motorcycle GP 1969

 

 

GP 1969!  Af hverju gæti einhver spurt? Svarið í mínu tilfelli er: Þetta GP Season breytti lífi mínu.

 Ég var 10 ára peyji með grenjandi mótorhjóladellu og senditík kjallarans á Boðaslóð 22 sem var Mótorhjól.com í Vestmannaeyjum þess tíma. Heimsfréttirnar voru í Motor Cycle News sem einhver í Breta genginu var áskrifandi að.

 Þarna lærði ég grunninn í ensku þar sem MCN var það eina sem maður nennti og langaði að lesa á enskunni fyrir utan Playboy og önnur klámblöð sem við komumst í.

 Hvað var að gerast í heiminum þetta árið? Í raun ekkert annað en CB 750. Það var yfirþyrmandi alls staðar. Allt of stórt, ónothæft með öllu á Íslandi, fáránleg belja með vélina út um allt o.s.frv. Og náttúrulega úti í heimi, allt of dýrt og langt í burtu til að hægt væri að hugsa eða tala um af einhverju viti.

  Þarna í haust blöðunum bárust fréttir af GP inu, sem þá var talað um sem Granpríið.  Þar var allt að gerast. Menn drápust út um allt. Það voru 100+ manns á ráslínu og tugir framleiðenda í hverju reisi og allt geðveikt! Two Stroke var að útrýma alvöru hjólum og Thumperar voru toppurinn í gær. Godrey Nash vann 500 keppnina í Yugoslaviu á Manx Norton, sem reyndist vera sú síðasta sem vannst á Thumper.

 

 Sennilega var það aldurinn, eða skortur á honum, sem varð til þess að ég fylgdist stíft með minni flokkunum á þessum tíma. 500 var fyrir fullorðna og langt í burtu og maður tengdi frekar við 50-125 og 250. Það var reyndar keppt líka í 350 á þessum árum þar sem 500 wannabees voru. Einhvern vegin var samt neyslustýring stjórnvalda þess tíma þannig að sala á 250 hjólum í evrópu var gífurleg og þess vegna rosaleg barátta um athyglina í 250.

 Þetta ár, 1969 var bara eitt fjórgengis hjól sem stóð í misgengis nöðrunum og það var Benelli four. Fannst það alveg hryllilega cool. Double overhead cam, 8 gíra og alles.

 

 Agostini varð heimsmeistari í 500 og 350 á MV Augusta og mínir menn með Kel Carrutheers heimsmeistara og Pasolini í fjórða sæti. Allir hinir í flokknum á Tvo Stroke!

 Kawasaki vann sinn fyrsta titil í 125 með Dave Simmonds og Angel Nieto á Derbi vann 50cc flokkinn.

 

 Framtíð mín var ráðin. Ég sá ekkert nema Benelli þennann vetur og skildi fyrr en síðar eignast svoleiðis. Þetta voru samantekin ráð guðanna. CB 750 yfir öllu, Benelli síðasta fjórgengis hjólið ever sem vann 250 GP og Kawasaki varð meistari í fyrsta sinn! Má segja að örlög mín hafi ráðist í MCN haustið '69?

 

 Seinna ætla ég aðeins að fara yfir 30 ára sögu þessa mótors sem endaði með GP titli og seinna, minnsta fjöldaframleidda "Four" hjólinu, Benelli 250 og 254 árin 1975-78

 


Steini Tótu 

4.cyl 250cc

1969 250cc gp græja

Flettingar í dag: 680
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824497
Samtals gestir: 57671
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:10:57