M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.04.2014 13:00

Þær geta verið rándýrar 750 Hondurnar.


Þessi Honda CB 750 var seld um daginn á Ebay fyrir litlar 16,7 millur Íslenskar



Já hér er ein prodótýpa af CB 750 Hondu af árg 1968 en hún var seld á Ebay um daginn fyrir litla 148,100 dollara sem myndi útleggjast fyrir að vera ca  16,7 milljónir Islenskra króna, Og þá er eftir að flytja hjólið heim með sendingu og tollum já þær eru verðmætar þessar gömlu elskur verst að það voru bara smíðaðar fjórar svona og tvær glataðar af þeim. En hér er pistill frá Óla bruna um gripinn.

Smá alveg "sönn" saga frá Hondu eiganda á suðureyjunni = Eyjahjól
Fyrir ekki svo mörgum dögum ræddi ég við Drullusokk nr. 1 og Hondumann Íslands um já hvað annað en Hondur, hann sagði mér í mjög svo stuttu ókrydduðu máli frá því að milli túra (já já hann er sko sjómaður með stóru ESSI) þá væri hann að teina felgur á Hondur, já svo fá líka önnur óæðri hjól/felgur að fylgja með, svo væri hann að gera upp eitt stk. mótor úr CB750 Hondu sem væri með alltof stórum stimplum og öðru dóti sem passar engan vegin í götuhjóli sem nota á dags daglega.



 Já það virðist alltaf vera nóg að gera í því að gera upp Hondur, ætli þær bili mikið eða bara gaman að taka þær í sundur og setja saman aftur. Sumum eins og mér t.d. líður bara best í bílskúrnum að gera eitthvað (hér bætir Tryggvi við) já þú bara eyðir fimm klst. í skúrnum á móti einni í akstur þegar þú átt Breta (Breskt er best)!!! Við félagarnir ræddum einnig um önnur hjól en Hondur, meira segja Kawasaki og hverslag ofurhjól það væru, þau kæmi líka með yfir þrjátíu ára ábyrgð, þau væru bara svo góð.




 En þá vildi Hrr. Bacon snúa máli sínu aftur að Hondu og bað mig sko að átta mig á því að nú nýverið hafi CB 750 Honda selst á Ebay í guðs eigin landi (USA) á litlar: 148.100 dollara sem er í kringum sautján milljónir og sjöhundruð þúsund: 17.000.000 og það voru yfir 100 manns sem börðust um gripinn. En sagan er ekki öll sögð, því þarna var um að ræða prótótípu sem smíðuð var árið 1968 og voru aðeins fjögur svona hjól smíðuð af Honda og þessi fjögur hjól voru í raun handsmíðuð og voru þau í fjórum litum, rautt, gulllitað, dökk grænt og eitt blágrænt. Aðeins er vitað um að tvö af þessum fjórum hjólum og þetta sem seldist á Ebay er eitt þeirra. Rauða hjólið var eyðilagt fyrir 1990, það gulllitaða endaði einhversstaðar í Evrópu þar sem það hvílir í pörtum, ekki er vitað um afdrif græna hjólsins en þetta blágræna er það sem selt var á Ebay. Þessi fjögur hjól vöktu strax mikla athygli þegar þau voru sýnd í USA. Mótor 736cc með rafstarti og diskabremsu að framan.



Öll fyrstu hjólin voru með mótor sem kallaður er Sand kast (=lekur olíu) og voru um 7000 Sandkast hjól framleidd og Tryggvi segir að þau seljist líka á fullt af dollurum. Þessi fjögur fyrstu hjól voru líka með öðruvísi mótorhlífar, önnur pústkerfi og engan ádrepara. Selda Ebay hjólið er ekki uppgert heldur í orginal standi.
Óli # 173




Það er oft betra að eiga gamla cb enda greinilegt að hún stendur vel fyrir sínu og næst er að standa upp i hárinu á cbxinum.
Flettingar í dag: 461
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824278
Samtals gestir: 57650
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 08:08:56