M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2011 Apríl

16.04.2011 12:38

Bryggjumynd frá 1981
Hér eru tvær Hondur CB 900 og fullt af Kawasaki hjólum 1100, 1000, 750, og 650. Nú er það fyrir glögga að segja hverjir þessir peyjar eru ? Ég tel mig þekkja þá alla

15.04.2011 22:57

Heimsókn Gamlingja 1994 part 2
Hér er Haukur Richardsson á Triumph Trident 750Hér er það Hilmar Lúthersson á Triumph Trident árg 1972Hér er það Óli Bruni á Norton Comando 850Hér er Andrea Gunnarsdóttir á BSA 250Hér er Pétur Andersen á BSA Spitfire árg 1967Hér er undirritaður á BSA Ligthning árg 1968Hér er það Stefán Jónsson á Bonnevillinum árg 1967Hér er Birgir Jónsson á Norton Comando 850 árg 1974. Ég kem kanski með meira af þessari heimsókn síðar enda nóg komið af Bretum í einni færslu.

15.04.2011 11:01

Nokkrar myndir frá heimsókn Gamlingja 1994
Hér er Pétur Andersen á BSA Spitfire árg 1967Hér er Stefán H Jónsson á  Triumph Bonneville árg 1967.Ég kem kanski með meira frá þessari heimsókn síðar.

14.04.2011 19:58

Niðri á Friðarhafnarbryggju 1980
Hér er ein mynd frá aðal spyrnusvæði okkar hér á árum áður langi kaflinn á Friðarhafnarbryggjuni þarna fengum við að vera óáreittir og í staðinn fórum við rólega um götur bæjarins.Það voru oft langar fylkingar hjóla á rúntinum og svo þegar menn vildu blása út að þá var farið niður á bryggu og ýmist spólað prjónað eða spyrnt á milli hjóla og þá var sko gaman á góðum sumardegi og kanski á milli 20 og 30 hjól á ferðini þegar mest var í einu á rúntinum þessi mynd er líklegast frá árinu 1980.

13.04.2011 19:25

Andlát Guðmundar Tegeder
Látinn er Guðmundur Tegeder 62 ára að aldri hann var einn af frumkvöðlum mótorhjóla strákana hér í Vestmannaeyjum. Árið 1967 verslaði Guðmundur nýtt Triumph Bonneville mótohjól af Fálkanum í Rvk en það voru flutt 2 svona hjól inn og verslaði æskufélagi Guðmundar hitt hjólið en það var Sverrir heitinn Jónsson sem lést langt fyrir aldur fram af slysförum aðeins tvítugur að aldri.
Guðmundur og Sverrir voru foringar bresku mótorhjólana hér en það voru eiginlega tvær fylkingar í gangi Bresku hjólin annarsvegar og hinsvegar Japönsku hjólin,en í svona litlum bæ eins og hér er þá voru allir jú góðir vinir þrátt fyrir smá kíting á milli mótorhjóla tegunda,
Við sem yngri erum litum mjög mikið upp til þessara stráka og voru þeir fyrirmyndir okkar allar götur síðan og áttu þeir stórann þátt í að skapa hina miklu mótorhjólaeign Vestmannaeyjinga  svo áratugum skiftir.
Við mótorhjólastrákar í Vestmannaeyjum vottum ættingjum Guðmundar Tegeder okkar dýpstu samúðar við andlát hans
Látum hér fylgja með eina mynd af Sverri Þór Jónssyni sáluga æskuvini Guðmundar en þeir tveir voru jú frumkövðarnir okkar það er ekki spurning.

13.04.2011 13:55

Drullusokkur á Hondu!

Þótt ótrúlegt megi virðast fundust myndir af Drullusokk á Hondu. Hverjum hefði dottið það í hug maður lifandi!
Er einhver sem áttar sig á hver greifinn er?

Hálfu ári seinna var hann orðin heldur reffilegur, og greinilega búinn að setja það á hliðina (líklega nokkrum sinnum)

13.04.2011 11:47

Mótorhjólasýning Drullusokka M/C 2011Mótorhjólasýning Drullusokka 2011. 27-29 maí sem er síðasta helgin  í mai .Við sendum inn erindi til bæjaryfirvalda um að fá afnot af gamla sal Íþrótta hússins og fengu þeir þessa beðni okkar fyrir einum mánuði síðan og hafa ekki enn svarað okkur hvort þeir ætli að lána okkur salinn í rúmman sólarhring.

 Jæja þá erum við loksins búnir að fá svar frá Vestmannaeyjabæ kæru félagar og var svarið neikvætt þeir sögðu að þeir gætu ekki lánað Drullusokkum M/C salinn í einn sólarhring og ástæðan sú að það sé nýtt parket gólfinu á salnum og erum við þar með í þeirri aðstæðu að geta ekki boðið upp á jafn stóra og glæsilega sýningu og síðast.
En við erum að leita annara ráða og líklegt að við getum fengið gamla Týssalinn lánaðan hann er að visu mun minni og ekki hægt að setja inn þar nema kanski 75 hjól hámark en það er gott plan þarna fyrir utan og ef vel viðrar ( Sem við vonum ) Þá væri hægt að stilla upp hjólum þar lika. En sem sagt bærinn getur ekkert gert fyrir okkur  enda einginn bolti sem rúllar bara dekk og munum það að það eru hátt í 230 félagar í klúbbnum.
Ég vil biðja menn að vera rólega í álitum varðandi þetta en það er verið að skoða þessi mál aðeins nánar fyrir okkur, Víst væri gaman að ná að toppa hina stórglæsilegu sýningu sem við stóðum fyrir síðast árið 2008 og menn á fastalandinu tala mikið um og margir búnir að boða komu sína hingað á væntanlega stórsýningu okkar hjólafólks hér í Eyjum.

13.04.2011 10:12

Minnsta fjöldaframleidda 4 cylindra græjan.
Hér er minsta hjólið sem framleitt var fyrir almenning Honda cb 350 four. Hjólið var bara framleitt árin 1972 -1973 en þá var það stækkað í 400 cc.Það kom ekkert svona 350 four hjól hingað til lands á sínum tíma en það kom eitt 400 hjól ég kem kanski nánar að því síðar.350 Hondan er verðlögð hátt í dag á Ebay og hef ég fylgst aðeins með henni þar en það er ekki oft sem þessi hjól eru í boði þar.Hér er vélasalurinn í Honduni 350 four og er hver stimpill heil 87.5 cc

12.04.2011 09:47

Tveir nýir Kawar koma heim.
Hér eru tvö ný Kawasaki hjól að koma í flota eyjamanna þetta er tekið árið 1979 og hjólin eru 1 stykki 650 Kawi grænn að lit og átti það hjól Gretar Jónsson og hitt er Z1R 1000 Kawi grár að lit og átti hann Hermann Haraldsson. Enn þann dag í dag eru báðir þessir félagar hjólandi og báðir á VMax og báðir í Drullusokkunum.

12.04.2011 09:34

Græjaður í langferð fyrir 28 árum síðan.
Hér er ein frá árinu 1983 en þarna er verið að leggja í langferð en við fórum tvö á Kawasaki 900 hjólinu til Englands og á eynna Mön ferðalagið tók hátt í einn mánuð og þurfti að hafa mikið af dóti meðferðis. En eins og ég sagði að þá fórum við tvö á hjólinu í þessa ferð en samt að þá komum við þrjú á hjólinu aftur heim skrítið.

11.04.2011 22:29

DR Tútakt búinn að finna framtiðar græjuna
Hér eru myndir af Doktornum sem áttu að fara leynt en upp komast sog um síðir Bjössi tútakt fann þessa eðal græju af árgerð 1968 og heitir gripurinn Honda P 50 og er að sjálfsögðu búin tútakt vél svo Bjössi ætti að geta spólað á tækinu vel og lengi og jafnvel hjólað á afturdekkinu það eru jú petalar þarna til staðar ef það vantar meira power í tækið.Svo sleipur er Doktorinn orðin að hann spurði um daginn hér á síðuni hvort Honda hafi nokkur tímann smíðað tvígengis hjól og svo sannast það hér að hann er hér sjáfur með svoleiðs græju í fanginu. Það verður að varast kallinn hann er orðin það sleipur að hann svífst einskis þegar um sog á tvígengis petalagræju er að ræða


11.04.2011 12:34

Biggi Jóns á Matchless 500
Hér er mynd sem tekin er sumarið 1984 og er af Bigga Jóns og mági hans sem þá var Hólmgeir Jóhannsson eða bara Holli.hjólið er Matchless 500 árg 1946,það má vel sjá að hann Biggi var vel rauðhærður hér á árum áður.Þeir eru flottir þarna bæði Biggi og Massinn

11.04.2011 08:54

Tveir á Triumph Bonneville.
Hér er mynd frá árinu 1992 en hún er tekin þegar lokaprófið fór fram í Suguháskólanum  það árið og  útskrifaði skólastjórinn prófesor Hilmar einn kandídat með hæðstu einkun þetta árið.
Myndin er tekin niðri á bryggju í RVK þegar við skruppum smá rúnt til að prufa græjuna.

10.04.2011 13:07

500 kúbika Hondu AfiÞað var bara búið til eitt eintak af þessari gerð....:) Og sogkrafturinn var svo mikill að það voru ekki smíðuð fleirri eintök. En það var til Prótótýpa af Ríku sugu sem ku vera í Hafnarfirði þessa dagana og þekkist sem DR Ríka.

10.04.2011 12:30

1000 Kawinn hans Heidda.
Eins og ég hef áður komið að að þá komu 5 stykki af Kawasaki 1000 árið 1978 til landsins öll rauð tvö fóru á Akureyri tvö fóru til Eyja og eitt fór á Skagaströnd hér til hægri er Kawasaki hjólið hans Heiðars heitins Jóhannssoar eða Heidda eins og sá ágæti drengur var ávalt kallaður, Þessa mynd tók ég af hjólinu hans svo til nýju á Akureyri en til vinstri má sjá einn af 900 Köwunum frá 1973.Hér standa Svenni Guðmunds og Sigurjón Stefánsson Kawasaki maður mikill við Kawann hans Heidda á Þjóðhátíð árið 1978,en það ár heimsóttu Akureyringarnir
okkur heim.
Svo fékk Sokkur # 1 að prufa kraftinn í þessu mikla hjóli þess tíma og kann Gylfi # 14 söguna af þvíHér er svo í lokin ein mynd af Kawasaki hjólinu hans Heidda en svona leit það orðið út síðast þegar ég sá það.Það er erfitt að ímynda sér að um sama hjól sé að ræða en það er það samt.
Ekki veit ég hvar þetta hjól er niðurkomið í dag og gaman væri að fá af því fréttir hvar gripurinn er niðurkominn.

Eldra efni

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 678
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 5179743
Samtals gestir: 670506
Tölur uppfærðar: 26.1.2021 06:29:19