M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

13.04.2011 19:25

Andlát Guðmundar Tegeder
Látinn er Guðmundur Tegeder 62 ára að aldri hann var einn af frumkvöðlum mótorhjóla strákana hér í Vestmannaeyjum. Árið 1967 verslaði Guðmundur nýtt Triumph Bonneville mótohjól af Fálkanum í Rvk en það voru flutt 2 svona hjól inn og verslaði æskufélagi Guðmundar hitt hjólið en það var Sverrir heitinn Jónsson sem lést langt fyrir aldur fram af slysförum aðeins tvítugur að aldri.
Guðmundur og Sverrir voru foringar bresku mótorhjólana hér en það voru eiginlega tvær fylkingar í gangi Bresku hjólin annarsvegar og hinsvegar Japönsku hjólin,en í svona litlum bæ eins og hér er þá voru allir jú góðir vinir þrátt fyrir smá kíting á milli mótorhjóla tegunda,
Við sem yngri erum litum mjög mikið upp til þessara stráka og voru þeir fyrirmyndir okkar allar götur síðan og áttu þeir stórann þátt í að skapa hina miklu mótorhjólaeign Vestmannaeyjinga  svo áratugum skiftir.
Við mótorhjólastrákar í Vestmannaeyjum vottum ættingjum Guðmundar Tegeder okkar dýpstu samúðar við andlát hans
Látum hér fylgja með eina mynd af Sverri Þór Jónssyni sáluga æskuvini Guðmundar en þeir tveir voru jú frumkövðarnir okkar það er ekki spurning.

Eldra efni

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 431
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4892544
Samtals gestir: 645958
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 06:40:43