M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2011 Apríl

10.04.2011 11:07

Aftur til fortíðar nú árið 1977
Hér eru myndir sem teknar eru árið 1977, 650 Kawasaki hjólin nýkomin en það komu fyrst 2 svoleiðis hjól og svo mun fleiri upp úr 1980 ,þarna sést einig í tvær 750 Hondur strákana ættu margir að þekkja.Hér má sjá að við guttarnir vorum að færast út í hippana þarna árið 1977 en sem betur fer snérum við því við og urðum bara við sjálfir sem er bara Islendingar en ekki einhverjar eftirlíkingar af ameríkönum. Bláa Hondan er árg 1971 svolítið mikið breitt, og sú appelsínugula sem Tommi situr á er árg 1976 en kom ný 1977.Hér má sjá frá vinstri Jóhannes á 650 Kawanum sínum Tomma í Höfn á 750 Honduni sinni Ingi bróðir stendur þarna og ungi drengurinn er Siguður Kristinsson seinna þekktur sem Kollþrykktur

09.04.2011 10:07

Triumph hjólið sem hann Hjörtur er að gera upp.
Hér er Triumph Trident 750 árg 1974 Hjólið hans Hjartar Jónasonar á Selfossi eins og það er í dag það er mikið búið að gerast hjá kappanum og nú vantar bara gjarðir og eitthvað smádót í hjólið sem er orðið hið glæsilegasta. Það er mikil vinna sem liggur á bakvið þetta hjá honum og drengurinn er eldklár í þessu það má nú segja og greinilegt að hann veit alveg hvað hann er að gera, þessu til staðfestingar koma hér nokkrar myndir af þessu hjóli ef það væri hægt að kalla hjól á þeim sem eru bara nokkra mánaðar gamlar, en kíkjum aðeins á græjuna við upphaf uppgerslunar.Hér er græjan sem leit nú ekkert séstaklega vel út í upphafinu

Eins og sjá má að þá er mikið búið að gerast í þessu.en Hjörtur er einn þeirra sem ætla að koma með okkur til Færeyja þann 23 júní og eru komnir 12 mans í þá ferð og margir heitir og eru að spá alvarlega að koma með okkur Drullusokkum á 5 ára afmæli félagsins,
Við eru áhveðnir í að hafa bara gaman af þessu og njóta þess einfaldlega að vera til svo við segjum bara Færeyjar hírvíkomm.

08.04.2011 13:11

Myndir frá félögum.


Sæll gamli maður,Hér eru þrjár myndir af hjólum í minni eigu eitt heitir Triumph Trident T-150 árg. 1972 sagt hefur verið að maður einn hafi selt hjólið frá eyjum því honum hafi alltaf dreymt um að borða mikið af spagetti sem hann gerir nú daglega að sögn, hjólið er aðeins breytt frá því spagettimaðurinn átti það. Svo er það mynd af einu stk. Norton Commando þar sem ég stend við það núna 05.04.11 í ausandi rigningu til að athuga hvort það sé vatnshelt, því þó sagt sé að breskt sé best, þá veit maður aldrei og vill reyna á allt. Svo fylgir kannski mynd af Kawasúkki, fyrirgefið en Haukur tollari plataði mig til að kaupa þennan hrísgjónabrennara, ekkert gaman að þessu fer alltaf í gang og þolir líka rigningu, annars allt gott eins og maðurinn sagði.

  Með kveðju Óli Bruni # 173Hér mun vera á ferðini Triumph Trident T 150 hjólið sem hann Biggi Spaghetti maður eins og Óli vill kalla hann eftir að hann verslaði Italskan Ducati nú í haust, það er aðeins búið að breita hjólinu síðan það var hér í eyjum í fyrra.Hér er mynd af hjólinu meðan Biggi átti það og er breitingin töluverð. En sumum finnst svona gömul hjól flott orginal og öðrum ekki og er bara gaman að smekkur manna er misjafn á hjólum svona alment.Hér er svo afmælisgjöfin hjá þeim gamla ekki þori ég að nefna hve gamall kallinn er en Nortoninn er flottur með góðar bremsur og spurning hvort ég eigi ekki að bjóða 750 Honduni minni í grillveislu upp hjá Krók en henni þótti Nortonin hans Bigga bara bragðast vel síðast þegar henni var boðið upp á Norton.
En þetta er flott hjól hjá Óla og er 850 Nortoninn af árg 1975.Hér er svo 900 Kawasaki hjólið af árg 1974 en þetta hjól flutti Óli inn frá Þýskalandi í fyrra hjólið er toppgræjað og hefur kostað góðan skylding hingað komið. Þetta er glæsilegur floti hjá þeim gamla og ætti sá gamli að njóta sín vel á eftirlaunununum sem styttist óðfluga í.
07.04.2011 22:51

Ein fyrir DR Bjössa
Set hér inn eina af Elvis þeirra tútaktara eða kónginum sjálfum Crasy Frog en sá kann vel að herma eftir hljóðinu í tútakt hjólum ringdíngdíngdong

07.04.2011 11:43

Honda XL 350 árg. 1975
Hér er eitt Honda XL 350 af árg, 1975 það voru ekki mörg svona á litinn því flest öll voru þau silfurgrá með blárri rönd.Þennan XL átti Þorgeir Richardsson # 116, það væri gaman ef það væri til eitt svona í dag og þá í toppstandi.

07.04.2011 11:39

Kawasaki 400 árg 1974
Hér er Kawasaki 400 3 cylindra tútakt græja og var þetta sennilega eina svona hjólið sem kom til landsins á sínum tíma hér í eyjum áttu það fyrst Tommi í Höfn og svo Siggi heitin Minkur.

06.04.2011 10:13

Hjólamyndir frá árinu 1980.


Hér er Gauji Gísla og Unnur kona hans á Hondu 500 four árg 1976, flott Cortínan þarna til hægri.Allar þessar myndir eru teknar á þjóðhátíð árið 1980 Hér frá vinstri eru 750 Honda 900 Honda og 900 Kawi.Hér eru CBX Hondan hans Einar Sigþórs og 1000 Kawasaki hjólið hans Benna Guðna búinn að bætast við.Hér er svo CBX hjólið hans Einars Sigþórs, en þetta var eina rauða hjólið sem kom til landsins nýtt hin tvö voru silfurgrá að lit.Hér er z 750 Kawasaki hjólið hans Gumma Gísla og sést aðeins i 650 Kawan hans Egils Sveinbjörnssonar.Hér er ein af 4 bláu Hondunum 900 sem voru hér í eyjum ekki man ég hver átti þessa en sennilega var það Gunnar Hreinsson.

05.04.2011 10:39

3 900 z1 Kawasaki hjól.
Hér er ein sem tekin er árið 1987 og eru þessir 3 þarna allir í eigu heimamanna.

04.04.2011 13:18

Happaþrennan 3 x Four
Það er búið að vera svo lítið af 750 Hondum nú undanfarið að það er upplagt að koma bara með þrjár í einuÞað vantar bara eina gula inn í þetta þá værum við með allan regnbogan.Þessar myndir voru teknar í gær í blíðuni og margir hjólamenn á ferðini í eyjum.

Þarna eru gömlu samanlagt orðnar yfir 100 ára gamlar og í flottu standi allar saman.

03.04.2011 10:18

Ótitlað
Hér er ein sem tekin var inn í dal um 1990.Það hefur löngum verið mikið af hjólum á eyjuni okkar littlu

02.04.2011 11:59

Gengur mótorhjóladellan í erfðir ?
Hér er faðir minn heitinn Siggi Labba að brasa við hjólið sitt sem var BSA Sloper 500 cc árg 1928 ég man vel eftir pabba á BSA hjólinu og fékk oft að sitja aftan á,hjólið fékk pabbi hjá afa minum Tryggva ( Labba á Horninu ) en hann fékk það frá Englandi efir stríð sennilega árið 1945. Mig mynnir að BSA hjólið hafi verið selt þegar ég var orðin 7 ára gamall sem sagt árið 1964. Þarna til hliðar má sjá fyrsta Kassabílin minn sem afi gamli smíðaði.Hér er svo afastrákurinn minn Tryggvi litli að prufa eitt hjólið hans afa.þarna eru komnir 5 ættliðir í beinan karlegg í eyjum á mótorhjóli og altaf er þetta jafn gaman.

02.04.2011 11:01

Biggi kom í heimsókn á Ducati
Svo að það sé nú á hreinu að þá er Ducati hjólið hans Bigga af árg, 2005 eins Rocket hjólið hans og líka pickuppinn hans allt árg 2005 en hann tók þessa árgerð í fóstur eftir að hann sá aftan á Honduna mína í síðustu spyrnu en Hondan ber eimitt skráningarnúmmerið V 2005,það er því greinilegt að þetta númmer stimplaðist vel inn hjá gamla.Það var gaman að heyra hjóðið í hjólinu sem er bara flott enda Ducati frægir fyrir flott hjóð en hjólið hans Bigga er glæsilegt og mikil græja sem hægt er að leika sér vel á.

01.04.2011 15:44

Sokkur8 kominn með Hondudelluna

Jæja það hlaut að koma að því.
Drullusokkur númer 8 er kominn með Hondudellu, enda ekki skarpasta skeiðin í skúffunni...


01.04.2011 10:10

Hjólin hans Hauks tollara
Hér er Kawasaki z 1000 árg 1978 en þetta hjól flutti Haukur Richardsson # 79 inn fyrir nokkrum árum síðan og er græjan sem ný Haukur er búinn að dekra við hjólið og malar það eins og köttur eftir að hann tók heddið og tórana og skveraði.
Á sínum tíma voru flutt inn 5 svona hjól ný og komu tvö þeirra hingað til eyja en þau voru öll rauð svo þetta er sá fyrsti sem kemur grænn en þessir tveir litir voru í boði.
Hér er svo Kawasaki ZRX 1200 S hjólið hans Hauks kallinn er búinn að tjúna græjuna vel upp setja mótorinn í 1224 cc heita ása stærri tora nýja flækju og ætti  sá gamli að komast á réttum tíma í vinnuna.

Eldra efni

Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 431
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4892476
Samtals gestir: 645952
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 04:57:10