M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

13.04.2011 11:47

Mótorhjólasýning Drullusokka M/C 2011







Mótorhjólasýning Drullusokka 2011. 27-29 maí sem er síðasta helgin  í mai .Við sendum inn erindi til bæjaryfirvalda um að fá afnot af gamla sal Íþrótta hússins og fengu þeir þessa beðni okkar fyrir einum mánuði síðan og hafa ekki enn svarað okkur hvort þeir ætli að lána okkur salinn í rúmman sólarhring.

 Jæja þá erum við loksins búnir að fá svar frá Vestmannaeyjabæ kæru félagar og var svarið neikvætt þeir sögðu að þeir gætu ekki lánað Drullusokkum M/C salinn í einn sólarhring og ástæðan sú að það sé nýtt parket gólfinu á salnum og erum við þar með í þeirri aðstæðu að geta ekki boðið upp á jafn stóra og glæsilega sýningu og síðast.
En við erum að leita annara ráða og líklegt að við getum fengið gamla Týssalinn lánaðan hann er að visu mun minni og ekki hægt að setja inn þar nema kanski 75 hjól hámark en það er gott plan þarna fyrir utan og ef vel viðrar ( Sem við vonum ) Þá væri hægt að stilla upp hjólum þar lika. En sem sagt bærinn getur ekkert gert fyrir okkur  enda einginn bolti sem rúllar bara dekk og munum það að það eru hátt í 230 félagar í klúbbnum.
Ég vil biðja menn að vera rólega í álitum varðandi þetta en það er verið að skoða þessi mál aðeins nánar fyrir okkur, Víst væri gaman að ná að toppa hina stórglæsilegu sýningu sem við stóðum fyrir síðast árið 2008 og menn á fastalandinu tala mikið um og margir búnir að boða komu sína hingað á væntanlega stórsýningu okkar hjólafólks hér í Eyjum.

Flettingar í dag: 444
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 831287
Samtals gestir: 58295
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 06:09:54