M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

10.04.2011 12:30

1000 Kawinn hans Heidda.
Eins og ég hef áður komið að að þá komu 5 stykki af Kawasaki 1000 árið 1978 til landsins öll rauð tvö fóru á Akureyri tvö fóru til Eyja og eitt fór á Skagaströnd hér til hægri er Kawasaki hjólið hans Heiðars heitins Jóhannssoar eða Heidda eins og sá ágæti drengur var ávalt kallaður, Þessa mynd tók ég af hjólinu hans svo til nýju á Akureyri en til vinstri má sjá einn af 900 Köwunum frá 1973.Hér standa Svenni Guðmunds og Sigurjón Stefánsson Kawasaki maður mikill við Kawann hans Heidda á Þjóðhátíð árið 1978,en það ár heimsóttu Akureyringarnir
okkur heim.
Svo fékk Sokkur # 1 að prufa kraftinn í þessu mikla hjóli þess tíma og kann Gylfi # 14 söguna af þvíHér er svo í lokin ein mynd af Kawasaki hjólinu hans Heidda en svona leit það orðið út síðast þegar ég sá það.Það er erfitt að ímynda sér að um sama hjól sé að ræða en það er það samt.
Ekki veit ég hvar þetta hjól er niðurkomið í dag og gaman væri að fá af því fréttir hvar gripurinn er niðurkominn.

Eldra efni

Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 431
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4892579
Samtals gestir: 645962
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 07:37:06