M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.05.2012 12:07

Frá skoðunardeginum 2012


Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók á skoðunardegi mótorhjóla í Vestmannaeyjum árið 2012.Það var ekki eins góð mæting og var í fyrra en samt gaman og voru skoðuð hátt í 100 hjól. Mönnum bar öllum saman um að pylsurnar hafi smakkast enn betur en í fyrra enda grillmeistari enginn annar en Jenni Rauði # 7 og grillaði hann ekki bara ofan í mannfólkið því ferfættlingarnir í nágreninu nutu góðs af grillinu hjá Jenna.

Simmi í Betel á Harley hjóli sínu.
Svenni # 222 mætti þarna á Hondu sinni.Gétar Már á stoltur eigandi að Randafluguni.Óli G mætti með konuhjólið Suzuki Savage 650.Smári skurðlæknir mætti með Sportster Harleyinn sinn og spændi í sig pulsum í leiðini enda góðar frá Jennanum.Og Björgvin Björgvins á 1100 gpz Kawanum sem hann hefur átt frá árinu 1982.Og Óli Venna þarna á öðru af hjólum sínum. Hvernig er þetta með hann Óla hann eldist bara ekkert eins og við hinir kallinn er alltaf eins og peyji sama hvað áratugunum fjölgar.
 

 


Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 524
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 4662189
Samtals gestir: 614063
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 04:57:17