M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

25.05.2012 13:24

Andlát félaga Hauks Richardssonar


Í gær lést félagi okkar Haukur Richardsson en hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði. Haukur var virkur félagi í félagi okkar Drullusokka og eins einn af stofnendum vélhjólafélags Gamlingja. Með Hauki er fallinn frá góður og tryggur félagi sem bjó yfir hafsjó af fróðleik um sögu Mótorhjóla á Islandi enda eitt hans helsta áhugamál frá unga aldri. Við sem eftir sitjum sjáum á eftir góðum vini og erum fátækari á eftir.
Við í mótorhjólafélagi Drullusokka viljum votta aðstandendum Hauks okkar dýpstu samúðar við skyndilegs fráfall góðs félaga og vinar.
Hér eru myndir af Hauk Richardssyni eða Hauk tollara eins og hann var gjarnan kallaðurÖll hjólin hans Hauks voru miklar mublur og hvert smáatriði útpælt og þaulhugsað enda var það ekki hans að aka um á einhverju sem var ekki í topphirðu á allan hátt.

Hér er mynd tekin þegar aðalfundur okkar var haldin í sept 2011. En Haukur # 79 var duglegur að mæta á allar uppákomur okkar í gegnum árin og erum við þakklátir fyrir það.

Eldra efni

Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 279
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 4860161
Samtals gestir: 639673
Tölur uppfærðar: 29.3.2020 14:47:39