M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.04.2011 11:59

Gengur mótorhjóladellan í erfðir ?




Hér er faðir minn heitinn Siggi Labba að brasa við hjólið sitt sem var BSA Sloper 500 cc árg 1928 ég man vel eftir pabba á BSA hjólinu og fékk oft að sitja aftan á,hjólið fékk pabbi hjá afa minum Tryggva ( Labba á Horninu ) en hann fékk það frá Englandi efir stríð sennilega árið 1945. Mig mynnir að BSA hjólið hafi verið selt þegar ég var orðin 7 ára gamall sem sagt árið 1964. Þarna til hliðar má sjá fyrsta Kassabílin minn sem afi gamli smíðaði.



Hér er svo afastrákurinn minn Tryggvi litli að prufa eitt hjólið hans afa.þarna eru komnir 5 ættliðir í beinan karlegg í eyjum á mótorhjóli og altaf er þetta jafn gaman.
Flettingar í dag: 647
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 825851
Samtals gestir: 57753
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:40:12