M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2013 Nóvember

12.11.2013 23:27

Hér er ein ansi fróðleg

Jæja í tilefni af því að Honda eignaðist nýjan heimsmeistara í MotoGp um helgina.(Magnað tímabil hjá nýliðanum Marc Marquez,,,,, shit....... ) Þá skulum við skoða hér gamla kappakstursögu frá upphafi Daytona 200.
 

Dick Mann  CB750

Bob Hansen Honda og Daytona 200 kappaksturinn í Usa 1970

Ofangreint nafn þekkja að sjálfsögðu allir Hondu eigendur, allavega allir sem þekkja eitthvað til Hondu og kappaksturssögu Hondu. Bob þessi reyndar fór til hjólahimna ekki fyrir löngu þá orðin rúmlega níræður ef ég man rétt. En hvenær byrjar fyrir alvöru saga Bobs með Hondu verksmiðjunum, jú á því herrans ári 1969, þegar CB 750 Hondan var kynnt til sögunnar. En Bob var einn besti tæknilegi ráðgjafi Honda sem og umboðsmaður á  þessum tíma og í raun eini maðurinn með hringlaga augnaumgjörð í USA sem Hondumenn treystu og báru virðingu fyrir og þá er mikið sagt því í þessa dag og eflaust enn er mikil stéttarskipting í Japan. Hondumenn vildu koma þessu nýja súperhjóli strax á spjöld sögunnar, CBinn var ekki mjög þekktur þarna í USA á fyrsta ári hjólsins og því var það Bob sem bar upp þá tillögu að senda nokkrar CB 750 Hondur í Daytona 200 kappaksturinn árið 1970. Hondumenn voru ekki mjög hrifnir í fyrstu en þeir treystu Bob algjörlega, en töldu samt að CBinn ætti ekki mikinn möguleika á móti breska heimsveldinu (skiljanlega). Bob sagði þeim að þetta hjól væri  skothelt og sagði ég er þegar búin að selja ein 1200 stk. án þess að bilanir hafi orðið. Bob bætti einnig við: Ég veit að það verða eflaust nokkrir einkaaðilar sem munu keppa á CBinum og það væri alls ekki rétt að þeir aðilar settu svartan blett á sögu Honda og þessa nýja hjóls sagði Bob, því þessir einkaaðilar eiga ekki eftir að eiga mikinn möguleika á móti kappaksturshjólum sem hönnuð eru fyrir kappakstur og studd af verksmiðjum viðkomandi tegunda t.d. Triumph, BSA og Harley. Um leið og ákveðið var að Honda firmað tæki þátt í Daytona kappakstrinum þá var hafist handa að finna bestu ökumenn þess tíma og Bob gerði þá kröfu að a.m.k. einn þeirra yrði frá USA og þá skildi það vera Dick Mann. Fljótlega komu fjórir kassar til USA og í þeim voru fjórar "race" CB Hondur. Þeim var strax komið til Daytona. Ásamt Bob voru á staðnum tveir topp "mekkar" þeir Ron Robbins og Bob Jamieson, frá Englandi komu ökumennirnir Tommy Robb, Ralph Bryans og Bill Smith, ásamt "mekkanum" Steve Murray. Aðal Hondumaðurinn á staðnum var sjálfur Nakamura sem öllu jöfnu hélt utanum Formúlu eitt bílahópinn í Evrópu. Þó þessar CB Hondur ættu að heita nokkuð hefðbundin verksmiðjuhjól þá voru þau mikið smíðuð úr Titanium o.s.frv. Þau láku olíu eins og góður breti á heitum degi.  Þar var sandkast vélinni kennt um (verð að skrifa þetta aftur ÞAU LÁKU OLÍU).Djös kaftæði........Bob Hansen

Þau láku það mikið að eftir nokkra prufuhringi kom Ron Robbins inná viðgerðarsvæði og sjá mátti að mótorhjólaklossar hans voru allir í olíu og hann sagði: þetta er eins og að hjóla á helvítis Norton, skömmu síðar fór Ralph Bryans á hausinn á brautinni og það kviknaði í Hondunni hans. Bresku "mekkarnir" sem ekki kölluðu allt ömmu sína, sögðu skömmu síðar: Við erum búnir að gera við hjólið hans Bryans og það er tilbúið, Bob Hansen leyst minna en lítið á það, þar sem Honda Bryans hafði logað nokkuð lengi. Nú upphófst nokkuð mikið rifrildi milli USA og Englands og endaði með því að hópana skildi leiðir og hvor myndi sjá um sig. Alls konar bilanir voru að plaga menn t.d. á hjólinu hans Dick Mann var kúpling að snuða svo þegar olía var skoðuð þá kom í ljós að í henni var fullt af svörtu plasti og þar var tímakeðjustrekkjari úr plasti að molna niður. USA "mekkinn" Bob Jamieson fór með slatta af olíu til Ensku "mekkana" til að sýna þeim og vara þá við, en þeir höfðu ekki stórar áhyggjur af svona smá plasti, þó Jamieson segði þeim að þetta drasl ætti eftir að eyðileggja olíudælu og/eða stífla olíugöng og leiðslur. Bretarnir voru mættir til að hafa gaman af þessu og þetta væru óþarfa áhyggjur. Kappaksturinn er hafinn og fljótlega er Dick Mann orðin fyrstur og nokkuð langt á undan næsta manni. Svo fóru sum BSA og Harley hjólin að detta út vegna bilana sem og Hondurnar. Hondur bretana fóru ekki marga hringi Bryans fór þrjá og Robb tólf. Bob Hansen sagði Mann að fara að slaka á og fara vel með hjólið til að klára þennan langa kappakstur, en Gene Romero á Triumph nálgaðist Mann hratt og örugglega eftir dapurt start. Svo Mr. Nakamura skipaði Bob Hansen að segja Mann að skrúfa uppá rörið (bæta í), þrátt fyrir allar hefðir og virðingu sem eru höfð í hávegum hjá Japönum skipaði Bob Hansen honum Nakamura að koma sér frá og skipta sér ekki af þessu. Hjá Japönum hefði þetta að öllu jöfnu bara þýtt eitt: að óhlýðnast yfirmanni gróflega og þar með brottrekstur. Dick Mann vann kappaksturinn með stæl, gerði CB 750 frægt (já já Tryggvi) sem og hann sjálfan, þ.e. Dick mann (veit að Tryggvi er frægur svo það þarf ekkert að skrifa neitt um það). Eftir kappaksturinn sagði Bob Hansen af sér áður en honum yrði sagt upp af Nakamura og gekk til liðs við Kawasaki USA.  Bob frétti reyndar löngu síðar að Nakamura og Honda ætluðu sér alls ekki að reka hann, heldur hækka hann í tign. Blessuð sé minning Bob Hansen sem kom Hondu CB 750 á spjöld sögunnar.

Stolið og stílfært úr mótorhjólablaði:  Óli bruni


Skemmtileg lesning Óli...


12.11.2013 22:57

Samantekt af 2014 Yamma


Margur er knár þó hann sé smár= Yamaha FZ-09 2014.

 

Okkur er sagt að það sé búið að vera bíða eftir útkomu þessa hjóls í nokkuð langan tíma og það hafi mörgum dreymt um nakið sporthjól sem er er undir 1000 cc en sé samt vel yfir hundrað hestar og nú hefur sá draumur ræst og Yamaha (heimaha segja sumir uss uss) kynnir til sögunar FZ-09 sem er með 847 kúbik sentrimetra, þriggja strokka mótor og hestöfl eru sögð heil 115, togið er 65 foot lb-ft og hjólið vigtar um 414 lbs, já og verðið er sagt mjög svo samkeppnishæft. Þetta hjól er alveg nýtt frá grunni, nema kannski handföng, stefnuljós og svona smádót sem skiptir ekki meginmáli. Og framleiðandi segir: Þetta er ekki neitt svona parta hjól smíðað úr hlutum frá öðrum hjólum frá Yamaha. Og prufuökumenn segja: Við sjáum það fljótt bara með því að bara að horfa á álgrindina og álafturgaffal að þetta er alveg ný græja. Þriggja strokka mótorinn er alveg nýr frá grunni, en eins og menn vita þá hefur bretinn notað þrjá strokka í mjög mörg ár í sín mótorhjól, við munum allir eftir t.d. Triumph Trident og BSA Rocket Three og svo auðvitað nýju hjólin frá Triumph en það er nú allt allt önnur saga. Yamaha menn hafa smíðað ótrúlega flottan mótor frá grunni, t.d. eru sog greinar í misjafnir lengd sem gerir það að verkum að mótor er að gefa flottan kraft bæði niðri og á uppi sem og gott tog.  Sog greinar á beinu innspýtingunni eru 41mm frá Mikuni sem senda loft og bensín beint að innsogsventlum og þannig er aldrei hik við inngjöf, þessi heildarsmíði mótors gerir hann mjög "nettan" . Þessi nýja innspýting er kölluð YCC-T og nú er allt rafmagnsknúið þ.e. engir barkar frá innspýtingu uppí stýri= ride by wire. Svo er líka hægt að stilla inngjöf eins og á öllum alvöru hjólum í dag, nema kannski Hondur !! Það eru þrjár stillingar í boði: Standard-Borgar- og svo sport til að spara framhjólbarða ! Yamaha verksmiðjurnar voru með eitt aðallega í huga við hönnun FZ-09 hjólsins, að hafa það eins létt og mögulegt er og svo líka nett. Gírkassi er sex gíra, pústkerfi er þrír í einn. Prufuökumenn sögðu að það væri eins og að setjast uppá 250cc hjól að sitja nýju FZtuna. Skiljanlega bara þrír strokkar og svo er álgrindin svona yfir mótor en ekki utanum og með þessu er hjólið tveimur tommum "grennra" en forveri þess FZ8. Fjöðrun er KYB bæði framan og aftan, en að framan eru þetta USD (uppsidedown) 41mm frampípur og fram sem og afturfjöðrun er stillanleg í báðar áttir (pre load og rebound). Bremsur eru fjögurra stimpla frá ADVICS/Brembo að framan og diskar eru 298mm fljótandi, en að aftan er það einn diskur 245mm og bremsudæla er frá Nissan. Stýri er hærra og afturbeygðara heldur en á FZ8 hjólinu sem og að standpedalar eru 26mm neðar en á FZ8 og áseta því mjög þægileg, þannig að jafnvel eldri borgurum líður bara vel. Felgur eru 10 bita úr áli og eru sérhannaðar fyrir FZ-09una, hjólbarðar eru frá Dunlop heita Sportmax og einnig getur hjólið komið á Bridgestone Balllax Hypersport og sama með hjólbarða þeir eru hugsaðir sérstaklega fyrir þetta hjól. Jæja aðalatriðið hvernig er að aka hjólinu ? Jú byrjað var í Los Angeles og þar eru götur ekki sérlega góðar og tómar misfellur sem og holur bara misstórar. FZtan tók þetta allt með stæl, fjöðrun er það góð að jafnvel á ójöfnum vegi í beygju fannst ökumönnum þeir hafa góða stjórn á hjólinu, togið er líka það gott að það hjálpar mikið. Bremsur eru virkilega góðar þannig að þrátt fyrir gífurlega bifreiðaumferð og mis ruglaða ökumenn sem virða mótorhjólamenn mis mikið, leið prufuökumönnum bara nokkuð vel voru með þetta "under control"  og hjólið er ekki með ABS !!  Flestum leiðist innanbæjarakstur á mótorhjóli, en þrátt fyrir allt framangreint fannst mönnum aldrei leiðinlegt þarna í allri stöppunni, því FZtan var svo skemmtileg ef segja má svo, bara át þetta alltsaman án hiks eða hnökra. Síðan tók við akstur á skemmtilegum hraðbrautum sem og sveitavegum og þarna var hjólið komið á sitt svæði, langir beinir kaflar og svo þröngar og aflíðandi beygjur til skiptis. Þarna var þriggja strokka mótorinn að virka jafn vel og nokkuð stærri hjól þ.e. þessi 1000cc hjól. Ekkert mál er að lyfta framdekki í framúr akstri, en samt er þetta engin prjónamaskína, togið og aflið er bara jafn og þétt. Samt er alltaf hægt að finna að einhverju og prufuökumenn töldu FZuna of há gíraða í fyrsta gír, en samt ekki mjög leiðinleg hlutföll á milli gíra, heldur kannski að halda þarf hjólinu á snúning, allavega muna eftir því (stundum tala þeir um gott tog og svo er farið að kvarta !!) Svipað er sagt um R 1 hjólið svo kannski er þetta bara vörumerki Yamaha ha !! Þegar tekið var hressilega á því þarna fyrir utan borgina, þá var fjöðrun ekki jafn góð, því hjólið vildi "skoppa" til ef snúið var uppá rörið útúr beygjum, hugsanlega má stilla fjöðrun betur, en framfjöðrun þótti helst til of mjúk af sporthjóli að vera. En aftur sagt hjólið er svo skemmtilegt að þetta hér um bil gleymist. Hvað mætti vera betra á FZunni ? Beina innspýtingin mætti vera betur stillt og eins og áður sagt framfjöðrun. En niðurstaðan er samt virkilega flott og skemmtilegt nakið sporthjól (eins og þau eiga að vera) hentar í flest, innanbæjar, utanbæjar að stinga Hondur af og svo bara hefðbundin ferðalög með mömmu með og einhvern farangur, ekki má gleyma verðinu því hjólið er ódýrara en flest sambærileg hjól t.d. eins og Triumph Speedtriple, Honda CB1000R eða Kawi Z1000 sem er reyndar nokkuð mörgum hestum aflmeiri. Þeir gefa hjólinu góða einkunn af 10 mögulegum fær hjólið 8.

Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni

 
12.11.2013 10:55

Björgvin Björgvins sokkur # 36 á einu dekki
Hér er Björgvin Björgvinsson á 1100 Gpz Kawasaki hjóli sínu af árg 1982 Björgvin verslaði hjólið nýtt og á það enn rúmum 30 árum síðar. Og er 1100 Kawinn hjá honum eins og nýr á að líta. og sennilega eina topp eintakið sem en er til.

09.11.2013 10:35

Gunnar Hreins á CBX inum sínum.
Hér er Gunnar Hreinsson á CBX Hondu sinni einu af 3 sem komu ný til landsins. Þetta hjól átti nýtt Óskar á Skagaströnd. Hjólið er búið að vera í kössum í ein 20 ár og verður sennilega áfram og er ekki falt Myndirnar eu teknar árið 1982.Hér er Gunnar á afturdekkinuOg hérna líka. Eftir því sem ég best veit býr Gunnar í Noregi í dag en þíð leiðréttið mig eg ég er að fara með rangt mál varðandi það.

08.11.2013 09:00

Félagi Stebbi Súper sokkur # 11
Hér er það sjálfur Stebbi Súper á 1000 Kawasaki af árg 1978 en þetta hjól átti Heiddi heitin Jóhannsson á Akureyri nýtt.

07.11.2013 10:41

Gunni og fyrri CBX innnn.
Svei mér þá er þetta ekki Roger Daltrey söngvari úr The Who ? Nei annars þetta er Gunni Graði eða bara Onkel Horný frá Stokkseyri. Þarna með fyrri CBX Hondu sína á kvartmílubrautini. Þessi Honda kom ný til landsins árið 1979 og átti hana þá Guðsteinn Eyjólfsson ( Gussi ) En í dag á hjólið Baddi Ring á Akureyri ef rétt er munað hjá mér. Þarna má einig sjá Adólf Adólfsson á nýrri Katana 1100 súkku sinni. En Adólf vann þarna góðan sigur.

06.11.2013 10:06

Egill og Fanney á 650 Kawa.
Hér eru Egill Sveinbjörns og Fanney Gísla ofurskutla á Kawasaki KZ 650 hjóli Egils. Myndin gæti verið frá árinu 1981 eða 1982.

04.11.2013 11:12

12 cylindra Kawasaki 2300 cc


Það er mikið kvartað yfir Hondufærslum hér út í eitt þótt það séu hjól hjólana. En hér kemur einn Kawi smá breittur að vísu.Hér er rokkurinn V 12 ekkert minna en mótorinn ku vera 2300 cc. Maður hefði nú haldið að hann ætti að vera 2600 cc en svo er ekkiHjólið hefur upphaflega verið 1300cc Kawasaki með sex strokka vél.Þeir eru komnir með alvöru vatnskassa þarna á græjuna.Og hér á fullu. Mikið myndi nú Óskar á Skagaströnd taka sig vel út á þessum það þýddi ekkert að vera í kögurjakka þarna um borð því kögrið myndi bara rifna af og jakkinn yrði þá bara venjulegur jakki.

02.11.2013 22:02

Óla pistill um Ducati


Diavel krafta krúser frá já sjálfum DucatiHver hefði trúað því að Ducati ætti eftir að koma með krúser mótorhjól á markaðinn, því Ducati er þekkt fyrir allt annað en eitthvað sem virðist hugsað fyrir að bara sitja á og já bóna.
 En Ducati er eins og önnur fyrirtæki í mótorhjólabransanum, þeir vilja ná til sem flestra og það er öruggt að þeir sem hafa efni á og langar í alvöru krúser þeir munu kaupa sér Diavel, eða réttara sagt djöfulinn, nei Diavel þýðir ekki djöfull á Ítölsku, sumir segja að þetta sé í raun fyrirfram ákveðin prentvilla !!! Þessi súperkrúser hugmynd er svo sem ekkert ný af nálinni, við sjáum fyrir okkur t.d. V-Maxinn (Diavel er reyndar nær 100kg léttari en Maxinn) og V-Rod o.fl. græjur. Ducati myndi eflaust aldrei láta frá sér mótorhjól öðruvísi en fullhannað og með góða alhliða eiginleika, (ræðum ekki um frágang á rafmagni). En hvernig þeir hafa náð Dúkka með 240mm afturdekki í hóp mótorhjóla sem sögð eru "höndla" virkilega vel, ja það sýnir hvað þessi verksmiðja getur.
 Diavel hjólið kom á götuna 2011 og blaðamenn mótor-hjólablaða sögðu að þetta væri mest "ögrandi" hjól frá upphafi frá Ducati og slái algjörlega við síðasta "nýja" hjóli Ducati sem var Multistrada 1200S hjólið.
 Hvað er svona nýtt ? jú nær allt útlit, áseta, afl, akturseiginleikar  og hljóð. Þó ótrúlegt sé þá er, köllum græjuna bara djöfulinn hér eftir og þó !, þá er hann með sömu grind og Multistrada hjólið og með sama 90 gráður V 2 1200cc mótor. Diavel hjólið kallar bara á athygli hvar sem það sést, þetta er svona alvöru krafta græja, eins og flottur vaxtarræktarmaður sagði ein blaðakonan og bætti við ja kannski líkara amerískum rugby leikmanni tilbúnum að taka af stað í fullum herklæðum, allt sampakkað en um leið og hann fer af stað já passið ykkur bara.Framdemparar eru 50mm frá Marzocchi og eru sagðir stillanlegir. Eins og áður sagt þá er mótor sá sami og í Multiströdunni, en Dúkkamenn ná miklu meira útúr mótornum, hestöfl eru gefin upp 162 við 9500 snúninga og togið er 94 fet pund á 8000 snúningum, miðað við 150 hestöfl og 87,5 hjá Strödunni.
 Þessari aukningu ná þeir með öðru pústkerfi og inntaki á beinu innspýtinguna o.fl. Gírkassi er sex gíra og er sagður hefðbundin Dúkki. Mótor er tengdur gírkassa með Slipper kúpplingur, ekki dónalegt það, hægt að gíra niður hressilega. Bensíntankur tekur um 17 lítra og er vel falinn ef segja má svo. Öll ljós á hjólinu eru LED ljós. Sætishæð er sögð 30.3 tommur og sæti sagt þægilegt.
 Hjólið er með nokkuð hefðbundnum Dúkka afturgaffli þ.e. á einum armi, þannig að önnur hlið afturfelgu sést vel. Þyngdardreifin milli fram og afturhjóls er í hlutföllunum 50.8/49.2, en breytist að sjálfsögðu ef farþegi er með.
Prufuökumenn segja að hjólið sé frábært í akstri  og "höndli" virkilega vel sem er ótrúlegt miðað við stærð aftur-hjólbarða 240/45/17 frá Pirelli, jafnvel í þröngum beygjum.  Pirelli framleiddi þennan hjólbarða sérstaklega fyrir Ducati með þetta hjól í huga. Allt kemur þetta skemmtilega á óvart miðað við útlit hjólsins, þetta er ekki bara krúser heldur hörku sporthjól.
 Hægt er að halla hjólinu í beygjum um 41 gráður áður en fótpedalar rekast niður. Hjólið kemur í nokkrum útgáfum og þá er Carbon hjólið sérstaklega flott.
Þrátt fyrir beina innspýtingu er hægagangur í kringum 1000 snúninga og hefðbundið kúpplings Dúkka skrölt heyrist ekki, en hið þekkta Dúkka hljóð er enn á sínum stað.
 Eitt af því fáa sem prufuökumenn kvörtuðu yfir var afturfjöðrun og þá sérstaklega þegar tekið var hressilega á hjólinu útúr beygjum, þá vildi slá saman, en afturfjöðrun er frá Sachs. Að framan eru tveir fljótandi bremsudiskar og bremsudælur eru frá Brembo (Monobloc) og eru bremsur sagðar með því betra á markaðinum. Hjólið er svo sem engin léttavara en samt með léttari "krúserum" vigtar 463.5 pund.
 Og hverjum myndi ekki langa í einn Diavel, allavega væri ég sko ekki á móti því að eiga einn sérstaklega eftir að hafa sest á einn í Þýskalandi 2011, já reyndar á þrjá í umboði einu.
 Er ekki komin tími á einn svona, það eru þó nokkrir Dúkka aðdáendur sem og eigendur á Íslandi, hver þeirra verður fyrstur ??!!
Stolið og stílfært af netinu.
Óli bruni

ps, Djöfull öfunda ég nú Óla að hafa 3 klof og geta prufað 3 Dúkka en svona að alvöru " Flottur pistill þetta að vanda hjá þér Óli minn.


02.11.2013 09:51

Gretar Jóns sokkur # 98
Hér er Gretar Jóns í Leisertækni á nýrri CB 900 Hondu af árgerð 1982 enda myndin tekin það ár.Hér prjónar Gretar svo í hina áttna svo hann er þarna búin að prjóna par af sokkum, enda erum við jú allir Drullusokkar


Eldra efni

Flettingar í dag: 367
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 413
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 4938517
Samtals gestir: 648455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 23:36:34