M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2013 Janúar

17.01.2013 18:26

Rótað í albúmum


Þriggja líka skott.

2 góðir Einar #3 og Svenni #2 .

Hér eru þeir eins nálægt því að vera eðlilegir.

Hér er verið að taka upp magnað tæki í Vélhjól & sleðum hjá Steina Tótu

Kawasaki ZX750 Mögnuð græja á sínum tíma, fyrir tuttugu og þremur árum !

16.01.2013 18:28

Alvöru Skoruprjón
Hér er alvöru skoruprjón hjá gamla og spurning hvort þetta flokkist undir klám. Ég læt ykkur um að dæma um það.

15.01.2013 15:48

1/4 Mile

Úr því að menn eru komnir í kvartmílugírinn þá set ég inn þessa mynd sem náðist af Agli (Egili) #133 fyrir vestan um helgina. Egill ætlar að rifja upp gamla takta næsta sumar og ætlar sér greinilega stóra hluti á brautinni.

15.01.2013 10:00

Frá fyrstu löglegu kvartmílukeppnini hér árið 1979.
Hér eru myndir frá því þegar fyrsta keppnin var haldin á brautini í Kapelluhrauni árið 1979 og tekur sokkur # 1 á því á gömlu Z1 900 Kawasaki. En þarna átti hjólið Ingi bro. Hér er svo stund milli stríða en þarna eru Sigurjón Ingvarsson, Ingi bróðir og svo kvikindið sjálft sokkur # 1

13.01.2013 19:25

Team Iceland

Gaur sem kallar sig Steini Tótu sendi okkur inn þetta myndband, sem að á virkilega heima inná síðunni okkar. Ég hef nú heyrt óm af því þegar að þessir gaurar létu drauminn rætast en aldrei hef ég rekist á þetta myndband fyrr en nú. Virkilega gaman af þessu, alvöru ævintýri.

13.01.2013 15:44

Það sem Kawasaki er með nýtt á nýju ári.


Kawasaki Z800, arftaki Z750

Ninja 300SE, virkilega flott og sportlegt léttvigtarhjól. 296cc tveggja cylendra og með val um ABS bremsur.

600 Kawinn var nú að mestu leiti eins í fyrra, en nú kemur hann með strókuðum mótor, sem eykur rúmsentimetrana um 37, úr 599 í 636, þar að leiðandi meira tog og skemmtilegri mótor.

13.01.2013 12:49

Enn er það á kvartmíluni.
Hér er sokkur # 1 á kvarmíluni árið 1980 og er þetta Kawasaki Z1R 1000 sem kvikindið er að þrykkja þarna en besti tímin var 11,59 sem þótti gott á Z1R óbreittum með flækjur og engin bretti. Og ekki má gleyma strigaskónum sem voru mun léttari en klossar úr leðri.

11.01.2013 11:12

GSXR 1100 Súkka vel preppuð.
Hér er önnur kvarmílugræja sýnist þetta vera gömul 1100 Súkka og ættuð frá Hjólheimum.Þá er að spyrja í framhaldinu munið þið eftir þessum svepp ?

10.01.2013 18:33

Munið þið eftir þessari græju ?
Er þetta ekki Suzuki Busa í grunninn en hvaða tíma ætli hann hafi náð á þessa græju á míluni ? Og hver átti gripinn ?

09.01.2013 22:17

1100 cc GPZ árg 1981.
Hér er Kawasaki GPZ 1100 af árgerð 1981, þessi fyrsta árgerð af 1100 hjólinu var frægt fyrir litla bremsudiska og stórt mælaborð en þetta var lagað strax árið á eftir. Ég get ekki betur séð að félagi Darri sé þarna á hjólinu.Ekki næ ég alveg númerinu á hjólinu en það gæti verið V 2022. Sennilega eignaðist þetta hjól nýtt Arnar Sigurðsson hér í bæ og svo Jón Trausti Haraldsson heitinn en hann seldi Kawann Sigurjóni Eiríkssyni í Keflavík. Held ég fari með rétt mál þarna.

09.01.2013 20:43

Nýtt frá Honda 2013

Hér er það sem kemur nýtt frá Honda 2013.

 
CBR500R

470cc tveggja cyl. með beinni innspýtingu, alhliða sportlegt milliþyngdarhjól. Tilvalið byrjendahjól.

CB1100

Þetta hjól er komið á evrópumarkað 2013, töff retrógræja.

CB500F

Í rauninni sama hjól í grunninn eins og CBR500, bara naked.

CB500X

Þriðja útfærslan af 500 hjólinu, X týpan er götuhjól sem langar að vera endúróhjól, eða öfugt.

Goldwing

Já komið þið sælir, mér hefur alltaf fundist Goldwinginn vera vígalegur, en ég held mér langi bara frekar í Oldwing en 2013 Golwing. Smekkurinn er misjafn sem betur fer.

CRF450X

2013 "Nínan" er bara nokkuð vígaleg.

CRF110

110cc púkagræja.

Þetta er það sem er nýtt á könnunni hjá Honda peyjunum þetta árið.

08.01.2013 22:04

Smá klippa fyrir SokkaGaflarann Sigurjón Andersen

TopGun.

Þarna var 900 Ninjan heitasta græjan og Tom Cruise sjálfsagt svalasti dúddinn,
og ekki skulum við gleyma þessu magnaða lagi Danger Zone með Kenny Loggins.


07.01.2013 21:20

Vélasalurinn í Ariel hjólinu hans Bigga.
Hér er ein mynd sem ég tók af vélini í Ariel 1000cc hjólinu hans Bigga Jóns rétt eftir að hann eignaðist hjólið árið 1995. Mótorinn var meira og minna í drasli utan þess að það vantaði töluvert í ann.Hér er svo önnur mynd af sama mótor en tekin 17 árum seinna og gripurinn eins og nýr hjá kallinum. Og meira að segja mjög mikið betrumbættur frá því hann var framleiddur árið 1947. Já þegar Biggi segir að mótor sé nýupptekin þá er hann það enda ekkert fikt þarna á ferðini.

06.01.2013 23:03

Burn out

Hér er smá youtube-ari sem ég setti saman úr gömlu safni af Burn out myndum og klippum sem teknar voru mestmegnis fyrir utan Braggann fyrir nokkrum árum. Kannski ekki mikið um hjól í klippunni en læt það hér inn,sumir hafa gaman af þessu.

06.01.2013 20:32

Meira grams.


Mynd tekin 2007

#1 & #23

Frændurnir #3 & #6

Svei mér þá ef þetta er ekki bara græjan sem Rúnar Birgis átti um tíma.. ?

Og ein hressandi af Ómari Krabba í lokin.

Eldra efni

Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 413
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 4938504
Samtals gestir: 648455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 23:00:39