M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Maí

15.05.2011 13:08

Það er líka til Harley Davidson i eyjum sem ekki lekur olíudropa.




Já og hann Haraldur er samt með olíu bæði á vél gírkassa og kúplingu og lekur ekki dropa já ekki dropa.

15.05.2011 12:34

Nokkrir Félagar




Hér er Þorgeir Richardsson á 550 Honda Magna



Hún er lítil og nett þessi Magna Honda



Hér er Daddi Kútason á R6 Yamma 600 cc



Símon Þór Wagfjörð á CBX Hondu áf árg 1981 ef rétt er munað.



Héðinn Karl í skónum góðu sem eru víst til sölu fyrir rétt verð.



Og gamli á Óld Wing 1000  árg 1978



Stefán Pétur Bjarnason á Suzuki Valusía 800

14.05.2011 09:20

Triumph Tunderbird 900.




Hér er félagi Gylfi Úraníusson við Triumph Tunderbird hjólið sitt



Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að Gilli eigi 3 Triumph hjól þótt hann sé nýbúinn á selja eitt upp á Selfoss í safn Hjartar Jónasar Bretakonungs.

14.05.2011 09:16

Nokkrir gamlir skápar




Frá vinstri Hjörtur Bolla, Palli Stanleys, Siggi Óli, Biggi Jóns, Jenni Rauði, Maggi Valgeirs, og Kári Hrafnkels. Myndin er tekin um mánaðarmótin síðustu.

14.05.2011 09:12

Kári Hrafnkelsson á Intruder 800






Hér er Kári Hrafnkelsson á Suzuki Intruder 800 árg 1996

13.05.2011 00:01

Eitt af þrem CBX hjólunum sem komu ný




Þessi Honda CBX var eitt af þremur svona hjólum sem komu ný til landsins árið 1979 hjólið átti nýtt Óskar Kristinsson á Skagaströnd og var það silfurgrátt að lit og eina hjólið sem var fyrir Ameríkumarkað. Óskar selur svo CBX hjólið til Blönduóss Þegar hér er komið við sögu var 3 eigandinn Gunnar Hreinsson hér í Vestmannaeyjum búinn að kaupa hjólið og búinn að versla á það svart tankasett af 1980 árgerðinni einnig kominn með lægra evrópustýri en standjárnin enn aftarlega eins og í upphafi.Gunnar seldi hjólið upp á land aftur en þar átti það Hjörtur Krómi sem lét króma í því stellið, aftur er það selt til eyja og nú var það Óskar heitinn Eggertsson sem kaupir hann selur Oddgeiri Úraníussyni sem selur hjólið svo aftur upp á land til núverandi eiganda Túrbóskar en hann er búinn að geyma hjólið í kössum í ein 20 ár og er allt útlit fyrir að svo verði áfram. Margir eru búnir að falast eftir hjólinu en hafa ekki uppskorið neitt úr því.Þetta er sem sagt eitt af þrem CBX Hondum sem komu nýjar og voru 3 í fjölda ára í landinu ,í dag eru kominn hátt í 50 svona hjól til landsins og hafa menn verið duglegir að flytja þau inn nú siðari ár. Þetta er því þriggja Óskara hjól með sanni.



Hér er Gunnar Hreins svo kominn upp á afturhjólið  á CBX hjólinu en þetta var lenska hjá eyjapeyjum á þessum árum myndin er tekin árið 1982



Þarna má sjá að einbeittningin er mikil hjá Gunnari Hreins. En á þessum árum voru til 2 CBX hjól í eyjum og eitt á Norðurey

12.05.2011 11:44

Kraftmesta götuhjólið

2012 árgerðin af MV Augusta  F4RR var að koma á markaðinn og má segja að þarna komi Superbike fyrir supermenn. Hjólið er með 998cc mótor sem skilar 201Bhp  við 13.500 snúninga og togar 114Nm við 9.200 sn. Sem gerir þetta að kraftmesta hjólinu á götunni.  Hámarkshraðinn er 314 km/klst. Hjólið er náttúrulega allt meira og minna úr léttmálmsblöndum fyrir hámarksstyrk og eru innsogs-og útblástursventlarnir úr Títanstáli.  Allt er gert til þess að hafa hjólið sem léttast og ekkert til sparað. Hraðinn í gírum er eftirfarandi:

1st - 141 kmph
2nd - 181 kmph
3rd - 217 kmph
4th - 249 kmph
5th - 283 kmph
6th - 314 kmph

Búist er við að höfuðkeppinauturinn Ducati komi með nýtt superbike í nóvember sem eigi að slá þetta út en þangað til er þetta kóngurinn. Verðið er "aðeins" $33.000 -.  Nú þarf Hörður Snær bara að fara að safna!



Þetta er mögnuð græja!

11.05.2011 16:32

Fleiri merki á förnum vegi

Flaggskipið frá RIGA verksmiðjunum

Fleiri RIGA á illaförnum vegi http://youtu.be/eOayJDL-rFM kíkið á þetta piltar

11.05.2011 10:26

Nokkur merki á förnum vegi




Um daginn fórum við nokkrir á rúntinn og myndaði ég þá að ganni nokkur merki á Mótorhjólunum sem voru þarna kanski maður ætti bara að safna svona myndum líka,











Látum þetta duga í bili en hver veit kanski kemur meira síðar en merkin ættu að skíra sig sjálf.

10.05.2011 19:27

Old boys Kawasaki de Norðurey




Hér sjáum við old boys de Kawasaki North Island team. En þessar myndir voru sendar mér frá Dvalarheimilinu Eir en kapparnir voru að leggja í hann upp í Borgarnes á spilakvöld eldri borgara sem haldið var þar en ferðin breittist all snarlega þegar mótorhjólamenn í Borgarnesi sáu til öldungana koma skröltandi yfir Borgafjarðarbrúnna því svo vel vildi til að Bifhjólaklúbburinn Raftar voru með sýningu á Laugardeginum síðastliðna. Gömlu mönnunum var snúið við hið snarasta og þeir sýndir innandyra.



Það voru Þrjú verðlaun í boði og hrepptu þeir þau öll. Fyrsta sæti var fyrir að gömlu mennirnir voru 177 ára gamlir samtals á árinu, annð sætið var fyrir að hjólin þeirra eru samtals 108 ára, og þriðja sætið var veitt fyrir að þeir rötuðu upp eftir óstuddir. En ekki fara af því sögur hvort þeir rötuðu aftur heim en það voru eingin verðlaun fyrir það.



En samt þetta eru glæsileg hjól og gaman þegar menn fara saman á svo glæsigripum út á land og leifa öðrum að njóta. En þarna eru Óli á 900 z1 Kawa árg 1974, Haukur á z 1000 árg 1978 og Sigurjón á z1 900 árg 1973.

09.05.2011 09:58

Honda CB 750 K0 árg 1969


Ég hef sennilega fjallað áður um 750 Hondur en ekki af fyrstu árgerðini sem var sett á markað árið 1969 og er eitt slíkt hjól til hérlendis og er eigandinn Stefán Fimbogason á Akureyri. Þessar fyrstu Hondur eru töluvert frábrugðnar þeim sem komu síðar eins er þetta hjól hans Stebba með mjög lágt framleiðslunúmer mynnir að hjólið sé no 264 í framleiðslu, svona gripur er hátt verðlagður og kostar ekki undir 20,til 25,000 dollara úti í henni Ameríku enda hér um fyrsta superhjólið að ræða sem sett var á  hinn allmenna markað.
 





Hér er eigandinn Stefán Fimbogason á glæsilegu hjóli sínu,sem er Honda CB 750 K0 árg, 1969 og er þetta eina svona hjólið af þessari fyrstu árgerð sem til er í landinu. Þessar fyrstu 750 Hondur eru kallaðar sandkast vegna þess að mótorkinnarnar í þeim voru steyptar í sandmótum en þær eru mun viðkvæmari en þær sem seinna komu, en samt þetta eru lang dýrustu 750 Hondurnar sem til eru.

08.05.2011 23:43

Ótitlað

KREPPUHJÓL

Þetta er nú hálfgert kreppuhjól en það hefur þá kosti að afturdekkið og framdekkið slitna jafn mikið, gaman væri að sljá #1 taka þó ekki væri nema kúkaprjón á því að ég nú tali ekki um skoruprjón..:)

06.05.2011 19:59

3 gamlar frá Didda í Sólheimatungu




Hér er ein af Didda sitjandi á Black Bomber 450 Hondu sinni myndin er tekin á Nausthamarsbryggju árið 1969



Þessi mynd er algjör snild en mig grunar að Torfi Haraldsson hafi tekið hana árið 1967 og sést Diddi þarna í speglinum




Hér er svo önnur sem tekin var á sama tíma af Didda, á flugvellinum hér Það er æðislegt hvað eyjamenn eiga til mikið til af gömlum myndum úr annars stórmerkri mótorhjóla sögu okkar en það má ekki gleyma því að eyjan okkar er aðeins 7 ferkílómetrar að stærð og eins að á þessum árum voru ferðirnar ekki eins tryggar á fastalandið og nú eftir að Landeyjahöfn komst í gagnið.Við þökkum Ásbirni Ólafssyni kærlega fyrir þessar myndir og eins þær sem við eigum eftir að birta.

05.05.2011 21:37

Gekk vel hjá flestum...

Skoðunardagurinn gekk vel hjá flestum, en aðeins einn maður fékk ekki skoðun og þurfti að skila inn númerunum á sýnu hjóli.




05.05.2011 19:22

Skoðunardagurinn 2011


Það var fjöldi hjólafólks sem mætti með fáka sína til Skoðunar hjá Frumherja hér í eyjum í dag Stjórnin grillaði pylsur og fengu færri en vildu.



Það var nóg að gera hjá Jónasi við að skoða hjól Vestmannaeyjinga og sagði hann að það væri búið að skoða 70 hjól og þegar hann var búinn að skoða ein 10 hjól til viðbótar og var hann þá spurður aftur þá sagði hann það er búið að skoða 70 hjól svo talan breittist ekkert





Eftir svipnum á Bigga og Hallgrími að dæma að þá hafa þeir báðir fengið heila skoðun.



Og eins Tóti en smá vafamál með Sigurgeir



Sumir sýndu sitt rétta andlit.



Og aðrir sitt ranga andlit.



Þarna var einn rauðhærður Pönkari.



Gummi Rikka mætti á 900 Kawanum sínum



Og Viðar Breiðfjörð á sínum 1400 trúder



Óli Venna mætti á Kawasaki hjóli sínu.



Þarna voru ekki bara ný hjól



Þarna var Maggi á Drangavík



Og Gunni Jóns  vélstjóri á Drangavík mætti en hann er alltaf að láta sig dreyma um mótorhjól.



Þarna voru skipsfélagarnir á Dala Rafni, Eyþór og Freyr.





Óli Vestmann mætti á sínum fák



Og Binni Gísla var þarna á ZZR 1100



Halli Hannesar var mættur á svæðið



Og að sjáfsögðu Jens Karl Magnús Jóhannesson á Yamanum



Hér er einn nýjasti meðlimurinn Einar Jóhann # 186



Læt þetta duga í bili en það eru fleiri myndir í albúmi merktu skoðunardagur 2011
Flettingar í dag: 824
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787836
Samtals gestir: 55904
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:22:42