M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.05.2011 09:58

Honda CB 750 K0 árg 1969


Ég hef sennilega fjallað áður um 750 Hondur en ekki af fyrstu árgerðini sem var sett á markað árið 1969 og er eitt slíkt hjól til hérlendis og er eigandinn Stefán Fimbogason á Akureyri. Þessar fyrstu Hondur eru töluvert frábrugðnar þeim sem komu síðar eins er þetta hjól hans Stebba með mjög lágt framleiðslunúmer mynnir að hjólið sé no 264 í framleiðslu, svona gripur er hátt verðlagður og kostar ekki undir 20,til 25,000 dollara úti í henni Ameríku enda hér um fyrsta superhjólið að ræða sem sett var á  hinn allmenna markað.
 





Hér er eigandinn Stefán Fimbogason á glæsilegu hjóli sínu,sem er Honda CB 750 K0 árg, 1969 og er þetta eina svona hjólið af þessari fyrstu árgerð sem til er í landinu. Þessar fyrstu 750 Hondur eru kallaðar sandkast vegna þess að mótorkinnarnar í þeim voru steyptar í sandmótum en þær eru mun viðkvæmari en þær sem seinna komu, en samt þetta eru lang dýrustu 750 Hondurnar sem til eru.
Flettingar í dag: 593
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1019
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 833899
Samtals gestir: 58504
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 21:46:46