M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.04.2015 08:29

RR motos

Óli bruni hefur verið að dudda sér í skúrnum ásamt tengdasyni sínum, verkefnið er Yamaha XS650 sem var síðast gulur í street tracker lúkki en er nú búið að breyta og hefur fengið nafnið RR motos, því að Óli og tengdasonur hans eiga það sameiginlegt að heita báðir Róbert !
Þeir breyttu hjólinu algerlega eftir eigin höfði og er sætið t.d. hjólabrettabotn sem Auðunn Jóns bólstraði, handföngið og rafgeyma"hlífin" er einnig handsmíði, ásamt mörgum smáatriðum sem þeir félagar hafa föndrað við. Útkoman er ansi flott.

Hér er hjólið eins og það var áður en Óli byrjaði að fikta.


Svona var hjólið í fyrra.

Svona er það í dag.

RR motos

Töff tæki, RR tengdafeðgarnir geta verið stoltir af þessu.
Flettingar í dag: 898
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789347
Samtals gestir: 55921
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:14:27