M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

23.06.2015 17:36

Enn af Landsmóti

Margt er búið að ganga á hjá okkur í undirbúningnum en nú eru hlutirnir farnir að skírast og erum við bara nokkuð bjartsýn hér í eyjum á gott mót. Verðin eru komin á hreint ; 7000 kr. á mótið, 4000 kr. fyrir dagpassa og þeir sem gista á í dalnum þurfa að borga 1100kr fyrir nóttina + rafmagn ef þess er þörf. Á svæðinu er salernis og sturtuaðstaða.

Dagskráin verður svipuð og í drögunum, en enn á eftir að klára að tímasetja viðburðina nákvæmlega, og aðeins hefur bæst inní. En helstu punktar eru : Grill, súpa, Sniglabandið, Jarl Sigurgeirs, Drullusokkaleikarnir í samstarfi við Súperman og frú, King Johnsen, og slatti af bulli með í bland.

Við vonumst til að sjá sem flesta, Drullusokka og ekki sokka, þetta verður þræl gaman hjá okkur.

Eldra efni

Flettingar í dag: 706
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 955
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 5047202
Samtals gestir: 657129
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 18:44:14