M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.05.2015 21:58

Landsmótsfréttir

Nú styttist í landsmót bifhjólafólks 2015, sem haldið verður hér í eyjum um goslokin (fyrstu helgina í júlí). Það verður farin aukaferð seinnipartinn á fimmtudeginum frá Landeyjahöfn, og svo frá eyjum á sunnudeginum. Það er því miður ekki komin endanleg tímasetning á ferðirnar en það er hægt að panta í þær ef hringt er í afgreiðslu Herjólfs (481-2800). Svo er að sjálfsögðu hægt að panta í áætlunarferðirnar ef fólki lýst betur á það. Við fáum endanlega á tímana á aukaferðunum fljótlega og verður það auglýst eins fljótt og hægt er.

Við vonumst eftir að sjá sem flesta á landsmóti í eyjum. Við vestmannaeyjingar lofum góðri stemmingu og góðu veðri.


Kási snillingur eyddi páskunum + nokkrum kvöldum í smíðar á fjórum landsmótsgrillum. Kási kláraði verkið endanlega í dag og kom sáttur og sagði "nú má landsmótið koma".


Endilega deilið þessu á feisinu svo að flestir sjái.


Flettingar í dag: 933
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789382
Samtals gestir: 55921
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:40