M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.05.2015 15:12

Hringferð um ísland á mölini árið 1976


Steini Tótu sendi okkur ferðasögu sem hann skrifaði eftir mynni og smá flettingum í heilabúi mínu.En ferðin var farin í júní mánuði árið 1976. Þar sem þessi grein er stór áhvað Steini að við myndum skipta þessu niður á nokkrar vikur. En hér er sem sagt fysti hlutinn og myndskreittur með myndum úr ferðini. á þessum árum áttum við varla fyrir bensíni á hjólin svo ekki voru myndavélarnar upp á marga fiska á þessum tíma.En gefum Steina orðið.

Partur 1

  1976.  3 CB og misgengis Kawi í utanlandsferð.

Smá formáli að sögu sem er svo lýgileg, að ekki er séns í helvíti að skálda annað eins
bull.
Skrifað eftir minni og frekar dregið úr. Fólk sem vill ekki vita sín bernskubrek þarf ekkert að lesa lengra  Næsta vor, 2016, verða 40 ár frá þessum túr



Hér er faraskjótinn til útlanda Herjólfur sá fyrsti. Þarna urðum við láta hífa hjólin um borð og binda þau svo utan í lúgukarminn. Enginn ekjuskip


Vertíðin var að klárast og í einhverju rugli fyrr um vorið hafði okkur dottið í hug að fara hringinn um Norðurey.  Sem sagt Utanlandsferð.
 Tryggvi Bacon á CB 750 ´71 , aldurs forseti ferðalanga, fæddur snemma í árinu, var að verða gamall, alveg orðinn 19.  
 Fæddur 58 var Tommi í Höfn á misgengis 400 Kawanum og við ungviðið, 59 módel    Einar Arnar á Brekku á CB 500 '72 fæddur snemma í árinu og Steini Tótu á CB 750 ´71.
 Sögumaður er Steini Tótu, sem hafði bíttað við Kolla í Súkku á aleigunni og þessari Hondu. Kolli  fiskaði peyjann um hvað væri til af aurum og það kostaði svo Hondan. Flottur karlinn. Svo lánaði hann fyrir farinu heim.
 Ritari varð sem sagt 17 seinna um sumarið.  Ferðasagan litast aðeins af þessu gamla rugli að fæðingadagur ráði skírteinis úthlutun.  

 Hafa skal í huga að á þessum tíma vissum við bara um 9 stk. 4 cyl. Japönsk hjól á landinu. Það voru 5 900 Zetur, 3 750 Four og þessi 500 Einars. Óljóst slúður var af einu CB 350 á Vellinum,  en aldrei staðfest.

 Ferðalagið byrjaði með fullt af veseni við að smíða bögglabera, sem fengust ekki í búðinni, plana hver ætti að bera tjaldið ( voru helvíti stór þá ) hvað langt o.s.frv. Svefnpokar þessa tíma þurftu Station bíla til að ferðast. Redda þurfti nýjum dekkjum, sem alltaf var stórmál. Nema,  þetta var að gerast korter fyrir vor í þvottahúsi Totu, heima hjá  Labba á Horninu og annars staðar sem aðstöðu var að fá.
 Næsta skref var gamli Herjólfur. Við lentir með opna hjálma a la Vestmannaeyjar, á leið upp Ölfusið, komnir á Norðurey. Framundan var heimurinn allur, á möl.
 Þegar komið var í stórborgina Reykjavík, var búið að finna út að opnir hjálmar voru ekkert sérstakir til langferða og farið var í hjálma reddingar og fleira stúss, gott ef menn keyptu ekki vettlinga og dót hjá Hannesi Ólafs og síðan gist einhversstaðar hjá Gó Gó píum sem frændi heimsótti í vinnuna. En þær voru undanfari Panhópsins fræga sem síðar varð.



Fyrsta áning í Hvalfirði smá smókur og aflöppun í gangi þarna.

Fyrsta daginn í hringferðinni vorum við bara þrír, þar sem Tommi var ekki búinn að ganga frá kaupum á hjólinu og ætlaði að koma á eftir okkur og hitta síðar.
 Þennan dag komumst við alla leið Borgarnes! Farangur sem ekki vildi tolla á hjólunum töfðu för allverulega auk þess að Beyr fékk stein í olíupönnuna svo að smitaði. Það var stress að vera að tapa olíu og kostaði nokkur stopp. Á Akranesi fundum við svo einskonar Eyjabúð, þar sem Bogi hét reyndar Hannes, hvar við bættum á olíum og slikkeríi fyrir framhaldið.



Vel klyfjaðir af farangri enn í Hvalfirði.

   Einar Arnar var okkar Regnbogabarn. Hann tók eineltinu vel en lá sérstaklega vel við höggi, aðallega vegna þess að hann var á litlu eftirlíkingunni af alvöru Hondu, CB 500. Við kölluðum hann okkar á milli Skúffa vegna sterklegs hökulags.
 Á einni brúnni undir Hafnarfjalli náði hann ekki að beygja upp úr farinu, frá holu við brúarendann, og beyglaði aftur felguna.  Þar sem hann var líka alltaf síðastur í röðinni, fékk hann mesta rykið og drulluna frá okkur hinum og var orðinn vel dökkur í framan. Þegar Tryggvi, í miðju viðgerðar hléi þar sem við dáðumst að beyglunni, sagði að hann væri orðinn eins og niggari í framan og við að spá í felgunni, datt í hausinn á mér betra nafn á Einar. Eftir þetta var alltaf talað um Skúffu-Nigg-Felgan.
 Borgnesingar tóku okkur alls ekki fagnandi. Komum í þorpið og tjölduðum. Vorum varla búnir að setja standarann niður í sjoppunni þegar Löggan kom og tilkynnti okkur, kurteisislega og mjög ákveðið, að þeir vildu okkur burt úr bænum. Þeir vildu ekkert með svona mótorhjólagengi hafa að gera í sínum bæ.
 Við reyndum að sannfæra þá um að við værum nú bara sjómenn úr Eyjum á ferðalagi, dauðþreyttir eftir langan dag, búnir að keyra allan Hvalfjörðinn, upplönd Borgarfjarðar og allt! Okkur vantaði bara gistingu og eitthvað að borða.
 Þeir gáfu pínu eftir. Þó ekki meir en svo, að við fengum fylgd uppúr þorpinu, á tjaldstæðið og langa ræðu um hvað það yrði vont fyrir okkur ef við keyrðum í vitlausa átt morguninn eftir. Alla nóttina rumskuðum við svo í hvert skifti sem þeir keyrðu um tjaldstæðið í eftirliti með Genginu að sunnan.   Borgarnes löggur hafa ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, alla tíð síðan. Breyttir tímar í þeirri sveit í dag, sem betur fer.


Framhald síðar.
Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 358
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 828975
Samtals gestir: 58085
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:42:58