M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.09.2014 07:27

Smá samantekt .


Honda CB1300S alvöru hálfnakið mótorhjól

Sölutölur sýna að nakin, þ.e.a.s. mótorhjól með lítið af hlífum njóta sífellt meiri vinsælda og það er skiljanlegt því flest okkar vilja sjá allt sem við höfum keypt og ætlum að nota er það ekki ?. Í dag ætlum við að skoða hjól sem búið er framleiða a.m.k. frá árinu 2003 sem alveg nakið, en síðan árið 2005 hefur  hjólið verið með hálfri "feringu" og þá var S bætt við heiti hjólsins, sem og ABS bremsur og með smá "hanskahólfi". Þetta "retró" útlit vekur upp gamlar minningar hjá mörgum hjólamönnum. Á ofangreindum tíma töldu Yamaha verksmiðjurnar með XJR hjólið og Suzuki með GSX 1400 að til að hægt væri að kalla hjól "retró" þá yrði það að vera loftkælt. En Hondumenn hlustuðu ekkert á slíkt og því er 1284cc línumótor CB hjólsins vatnskældur. Ekki spurning að við nútíma notkun í mikilli umferð þá hentar vatnskælingin miklu betur og jú svo eru það auðvitað þessu grænu "kerlingar" sem eru að gera allskonar kröfur vegna mengunar. Þessi mótor "sleggja" er alveg frábær í akstri, það er endalaust tog um 11.8kg-m við 6000 snúninga. Það er í raun hægt að taka af stað í öllum gírum, en gírkassi er fimm gíra, er eins og nær allir Hondu gírkassar: Frábær. Það er engin þörf á því að vera hræra í gírkassa það er bara tekið á gjöfinni og CBinn tekur við þessu öllu, sama hvaða gír þú ert í og ekki má gleyma að hjólið er engin léttavigtar græja, vigtar um 236 kg. Þessi græja á að virka stór og karlmannleg ef segja má svo og jú "Retró". Stýrið er frekar breitt og liggur vel við ökumanni, svo ökumaður situr svona í hálfgerðri bænastellingu (gera það ekki flestir Hondueigendur !!). Sætið er stórt og rúmgott, hægt að stilla sætishæð, það fer vel bæði um ökumann sem og farþega, fótpetalar eru staðsettir frekar neðarlega og liggja vel við. CBinn er engin "racegræja" því þetta er fullvaxið mótorhjól og það fylgja því alltaf einhverjir mínusar þegar maður er svona stór er það ekki. Á litlum hraða þá virkar hjólið frekar þungt og ekki beint lipurt, en sætishæð er góð fyrir styttri menn og konur, þ.e.a.s. 790mm, svo ökumaður í meðalhæð ætti ekki að vera í  vandræðum að setja báða fætur niður ef þess er þörf. En hjólið "höndlar" vel í gegnum beygjur og það er hægt að halla því nógu mikið fyrir flesta. Vindhlíf virkar vel og tekur nær allan vind frá eftir hluta ökumanns þrátt fyrir að ekið sé eins og menn séu staddir á lokaðri braut. Allur frágangur er eins og nær alltaf hjá Honda: Fyrsta flokks. Bensíntankur tekur 21 ltr. og það er bensínmælir, af þessu magni er 4.5 ltr. á varatank. Eins og áður sagt er vélin fjögurra strokka línumótor, ventlar eru sextán, það er bein innspýting á hjólinu og hún virkar mjög vel, ekkert hik eða hikst. Hestaflatala er ekki svo há sögð 114 og hámarkshraði er sagður 220 km. Framdempara pípur eru 43mm og það eru tveir hefðbundnir demparar að aftan, ekki mikið um stillingar á fjöðrun þessa hjóls en eitthvað þó. Að framan eru tveir 310mm diskar og bremsudælur eru með 4 stimplum, að aftan er einn 256 mm diskur. Mælaborð er með slatta af ljósum sem og alls konar stillingar til að muna hitt og þetta og hraða og snúningsmæli í þessu analogue kerfi sem menn eru mishrifnir af. Þessi sleggja er sögð fara 17 km á einum lítra svo nú er bara að reikna hvað græjan eyðir á 100 km !! Hjólið fær góða dóma fyrir vélina og virkni hennar, þægilegt, hentar í flest, en það neikvæða er aðeins of hátt verð miðað við samkeppnina, smá titringur á 4000 snúningum. Nær allir eigendur þessa hjóls gefa því fyrstu einkunn en þrátt fyrir það og hafa verið í sölu lengi frá fyrstu kynningu þá hefur þessi CB aldrei selst í miklu magni. En gleymum ekki að þetta er HONDA og það segja sumir að það séu bestu hjólin, reyndar svona okkar á milli þá segja Súkku, Yamma og Kawaeigendur það sama að þeirra hjól séu bara allra best, Harley eigendur neita nær allir að ræða samanburð !!! Allt annað tæknilegt sem þið nennið ekki að lesa má finna á netinu eða jafnvel á fésinu.


Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni


Flettingar í dag: 1254
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789703
Samtals gestir: 55926
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:51:47